Meinleysisgrey sem séu lífríkinu afar mikilvæg Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. maí 2024 21:30 Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur á Hafrannsóknarstofnun. Vísir/Einar Vatnalíffræðingur segir ekkert óvenjulegt við mýflugna„faraldur“ sem herjað hefur á íbúa Vatnsendahverfis í Kópavogi undanfarna daga. Þróunin sé þvert á móti jákvæð, enda sýni hún fram á heilbrigt vistkerfi. Á hverfissíðum Vatnsendahverfis hafa undanfarna daga skapast umræður um óvenjumikið magn af flugum. Íbúar í hverfinu til áratuga hafa ekki séð annað eins og hafa sumir jafnvel lýst ástandinu sem hryllingsmynd. Brot af ummælum varðandi flugurnar á íbúasíðu VatnsendahverfisVísir/Sara Líkt og fjallað var um á Vísi í morgun hafa grunnskólabörn í hverfinu sum neitað að fara út í frímínútur og verið hvött til að taka flugnanet með sér í skólann. Ein af um hundrað tegundum mýflugna Um er að ræða svokallað rykmý af mýflugnaætt. Um hundrað tegundir af rykmýi finnst á Íslandi en Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur á Hafrannsóknarstofnun, segir sennilegast að um sé að ræða svokallaða Stóra-toppflugu. Tegundin finnist ekki í miklum mæli hér á landi nema á Mývatni og við Elliðaárvatn, sem er einmitt vatnið sem Vatnsendahverfi stendur við. „Lirfur þess, sem eru eins og ormar, lifa á botninum allan veturinn. Svo púpa þær sig, breytast í púpu og svo synda púpurnar upp á yfirborðið og flugan klekkst út.“ Um leið og flugan klekkst út leitar hún á land til að vera ekki étin af kríum og fiskum. Hún lifir aðeins í nokkra daga og heldur sig til hlés þegar er rok eða rigning. Þá hefst hún við í grasi eða á húsveggjum. Þegar hlýrra og stillt er í veðri, líkt og um helgina, segir Jón viðbúið og eðlilegt að fólk verði hennar vart í meira magni. Meinlausar og mikilvægar Rykmý nær hápunkti um miðjan maí í Elliðavatni og um þremur vikum síðar á Mývatni. Jón segir vísbendingar um að gangan í ár sé með þeim stærri. Þó sé ekkert að óttast þar sem flugan sé algjörlega meinlaus. „Þær gera ekki neitt. Þær fljúga kannski í kringum þig því þú ert á þeirra svæði, en þær bíta ekki eða neitt þessháttar.“ Jón segir Elliðaárvatn næringarríkt vatn þar sem eðlilegt og jákvætt sé að rykmý klekist út í miklum mæli.Vísir/Einar Er eitthvað hægt að gera til að sporna við því að flugurnar komist inn til manns, annað en að hafa opna glugga? „Eða bara að hafa opna glugga og vera tilbúinn með ryksuguna? Ég held að það sé best.“ Hann segir flugurnar afar mikilvægar lífríkinu og íbúar hverfisins ættu raunar að gleðjast yfir magninu. „Þær skipta gífurlega miklu máli sem æti fyrir fugla og fiska, fyrir vistkerfið. Þannig að ég myndi segja að þetta sé jákvætt því það sýnir að Elliðavatn sé heilbrigt. Það er það besta. Ef það væri alveg sterílt þá væri ekkert sérstaklega gaman.“ Margar tegundir af mýflugum finnast á Íslandi, til dæmis bitmý, lúsmý og rykmý. Vísir/Einar Í lok mánaðar segir Jón hinsvegar að von sé á annarri tegund af mýflugum sem sé ekki alveg eins saklaus, nefninlega bitmýi. Kópavogur Skordýr Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Á hverfissíðum Vatnsendahverfis hafa undanfarna daga skapast umræður um óvenjumikið magn af flugum. Íbúar í hverfinu til áratuga hafa ekki séð annað eins og hafa sumir jafnvel lýst ástandinu sem hryllingsmynd. Brot af ummælum varðandi flugurnar á íbúasíðu VatnsendahverfisVísir/Sara Líkt og fjallað var um á Vísi í morgun hafa grunnskólabörn í hverfinu sum neitað að fara út í frímínútur og verið hvött til að taka flugnanet með sér í skólann. Ein af um hundrað tegundum mýflugna Um er að ræða svokallað rykmý af mýflugnaætt. Um hundrað tegundir af rykmýi finnst á Íslandi en Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur á Hafrannsóknarstofnun, segir sennilegast að um sé að ræða svokallaða Stóra-toppflugu. Tegundin finnist ekki í miklum mæli hér á landi nema á Mývatni og við Elliðaárvatn, sem er einmitt vatnið sem Vatnsendahverfi stendur við. „Lirfur þess, sem eru eins og ormar, lifa á botninum allan veturinn. Svo púpa þær sig, breytast í púpu og svo synda púpurnar upp á yfirborðið og flugan klekkst út.“ Um leið og flugan klekkst út leitar hún á land til að vera ekki étin af kríum og fiskum. Hún lifir aðeins í nokkra daga og heldur sig til hlés þegar er rok eða rigning. Þá hefst hún við í grasi eða á húsveggjum. Þegar hlýrra og stillt er í veðri, líkt og um helgina, segir Jón viðbúið og eðlilegt að fólk verði hennar vart í meira magni. Meinlausar og mikilvægar Rykmý nær hápunkti um miðjan maí í Elliðavatni og um þremur vikum síðar á Mývatni. Jón segir vísbendingar um að gangan í ár sé með þeim stærri. Þó sé ekkert að óttast þar sem flugan sé algjörlega meinlaus. „Þær gera ekki neitt. Þær fljúga kannski í kringum þig því þú ert á þeirra svæði, en þær bíta ekki eða neitt þessháttar.“ Jón segir Elliðaárvatn næringarríkt vatn þar sem eðlilegt og jákvætt sé að rykmý klekist út í miklum mæli.Vísir/Einar Er eitthvað hægt að gera til að sporna við því að flugurnar komist inn til manns, annað en að hafa opna glugga? „Eða bara að hafa opna glugga og vera tilbúinn með ryksuguna? Ég held að það sé best.“ Hann segir flugurnar afar mikilvægar lífríkinu og íbúar hverfisins ættu raunar að gleðjast yfir magninu. „Þær skipta gífurlega miklu máli sem æti fyrir fugla og fiska, fyrir vistkerfið. Þannig að ég myndi segja að þetta sé jákvætt því það sýnir að Elliðavatn sé heilbrigt. Það er það besta. Ef það væri alveg sterílt þá væri ekkert sérstaklega gaman.“ Margar tegundir af mýflugum finnast á Íslandi, til dæmis bitmý, lúsmý og rykmý. Vísir/Einar Í lok mánaðar segir Jón hinsvegar að von sé á annarri tegund af mýflugum sem sé ekki alveg eins saklaus, nefninlega bitmýi.
Kópavogur Skordýr Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira