Telur ekki viðeigandi að tjá sig um mál Maríu Sigrúnar Jón Þór Stefánsson skrifar 13. maí 2024 16:21 „Mér finnst þetta tengjast ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins og ég tel að það sé ekki við hæfi að ráðherra málaflokksins fara að blanda sér í umræðu um dagskrárgerð eða ritstjórn fréttastofu RÚV,“ sagði Lilja. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Menningar- og viðskiptaráðherra, vildi ekki tjá sig um „svokallað Kveiksmál“ sem hefur verið til mikillar umræðu síðustu daga. Að hennar mati er ekki viðeigandi fyrir ráðherra að blanda sér í umræðu um dagskrárgerð eða ritstjórn fréttastofu RÚV. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, út í það sem hún kallaði „furðumál“ Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu. „Hún var látin fara úr fréttaskýringaþætti RÚV þegar hún vann að innslagi um meinta gjafagjörninga Reykjavíkurborgar til olíufélaga. Eftir nokkurt þref og mikinn þrýsting sem auðvitað skapaðist við afhjúpun Maríu var fréttaskýring hennar loks spillt því að öðrum þætti á RÚV. Umfjöllunin var sláandi og landsmenn eiga auðvitað heimtingu á að fá að sjá hvernig var staðið að þessum samningum,“ sagði Diljá. „Ríkisútvarpið er auðvitað þjóðarmiðill. Það er lögbundið að miðlun hans byggist á fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu og það var bara mjög miður að sjá aðdragandann að þessu máli í Ríkisútvarpinu.” Diljá óskaði eftir að fá að heyra skoðun ráðherra málaflokksins á málinu. Hún bað sérstaklega um svar við því hvort málið hefði skaðað trúverðugleika RÚV Í ræðu sinni sagði Lilja þó að henni þætti það ekki tilhlýðilegt að hún færi að tjá sig um mál sem tengjast ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins með þessum hætti. „Mér finnst þetta tengjast ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins og ég tel að það sé ekki við hæfi að ráðherra málaflokksins fara að blanda sér í umræðu um dagskrárgerð eða ritstjórn fréttastofu RÚV,“ sagði Lilja sem minntist á að traust til RÚV mældist býsna hátt. RÚV var til frekari umræðu á Alþingi í dag. Lilja var líka spurð út í kynhlutlausa íslensku sem hefur verið áberandi hjá RÚV. Lesa má um það nánar hér. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Hvar eru Illugi Jökuls, Hallgrímur Helga, Atli Þór Fanndal? Brynjar Níelsson fer yfir málið sem hefur verið mjög til umræðu að undanförnu sem er það sem hann kallar gjafagjörning borgaryfirvalda til olíufélaganna í formi lóða. 13. maí 2024 10:51 Dóra vill ekki búa við umræðu byggða á „falsvitnum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, tekur til máls í hinu flókna bensínstöðvalóðamáli; hún segir það byggja á vitnisburði „falsvitna“ og einkennast af ósvífinni upplýsingaóreiðu. 10. maí 2024 13:30 „Kastljós á ekki að vera Staksteinar“ Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri gefur margumræddu innslagi Maríu Sigrúnar Hilmardóttur ekki háa einkunn. 8. maí 2024 12:29 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, út í það sem hún kallaði „furðumál“ Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu. „Hún var látin fara úr fréttaskýringaþætti RÚV þegar hún vann að innslagi um meinta gjafagjörninga Reykjavíkurborgar til olíufélaga. Eftir nokkurt þref og mikinn þrýsting sem auðvitað skapaðist við afhjúpun Maríu var fréttaskýring hennar loks spillt því að öðrum þætti á RÚV. Umfjöllunin var sláandi og landsmenn eiga auðvitað heimtingu á að fá að sjá hvernig var staðið að þessum samningum,“ sagði Diljá. „Ríkisútvarpið er auðvitað þjóðarmiðill. Það er lögbundið að miðlun hans byggist á fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu og það var bara mjög miður að sjá aðdragandann að þessu máli í Ríkisútvarpinu.” Diljá óskaði eftir að fá að heyra skoðun ráðherra málaflokksins á málinu. Hún bað sérstaklega um svar við því hvort málið hefði skaðað trúverðugleika RÚV Í ræðu sinni sagði Lilja þó að henni þætti það ekki tilhlýðilegt að hún færi að tjá sig um mál sem tengjast ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins með þessum hætti. „Mér finnst þetta tengjast ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins og ég tel að það sé ekki við hæfi að ráðherra málaflokksins fara að blanda sér í umræðu um dagskrárgerð eða ritstjórn fréttastofu RÚV,“ sagði Lilja sem minntist á að traust til RÚV mældist býsna hátt. RÚV var til frekari umræðu á Alþingi í dag. Lilja var líka spurð út í kynhlutlausa íslensku sem hefur verið áberandi hjá RÚV. Lesa má um það nánar hér.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Hvar eru Illugi Jökuls, Hallgrímur Helga, Atli Þór Fanndal? Brynjar Níelsson fer yfir málið sem hefur verið mjög til umræðu að undanförnu sem er það sem hann kallar gjafagjörning borgaryfirvalda til olíufélaganna í formi lóða. 13. maí 2024 10:51 Dóra vill ekki búa við umræðu byggða á „falsvitnum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, tekur til máls í hinu flókna bensínstöðvalóðamáli; hún segir það byggja á vitnisburði „falsvitna“ og einkennast af ósvífinni upplýsingaóreiðu. 10. maí 2024 13:30 „Kastljós á ekki að vera Staksteinar“ Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri gefur margumræddu innslagi Maríu Sigrúnar Hilmardóttur ekki háa einkunn. 8. maí 2024 12:29 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Hvar eru Illugi Jökuls, Hallgrímur Helga, Atli Þór Fanndal? Brynjar Níelsson fer yfir málið sem hefur verið mjög til umræðu að undanförnu sem er það sem hann kallar gjafagjörning borgaryfirvalda til olíufélaganna í formi lóða. 13. maí 2024 10:51
Dóra vill ekki búa við umræðu byggða á „falsvitnum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, tekur til máls í hinu flókna bensínstöðvalóðamáli; hún segir það byggja á vitnisburði „falsvitna“ og einkennast af ósvífinni upplýsingaóreiðu. 10. maí 2024 13:30
„Kastljós á ekki að vera Staksteinar“ Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri gefur margumræddu innslagi Maríu Sigrúnar Hilmardóttur ekki háa einkunn. 8. maí 2024 12:29