Hún Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 11. maí 2024 11:01 Hún er sameinandi afl, þvert á pólitískt litróf. Hún gjörþekkir stjórnsýslu og löggjöf landsins og er vel að sér í alþjóðlegum stjórnmálum. Hún hefur talað fyrir friði og mannréttindum hvar sem hún kemur og sýnt frumkvæði við að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Hún kemur vel fyrir, með góða dómgreind, er víðlesin og vel að sér í ótal málefnum fyrr og nú, opin, fróðleiksfús og viðræðugóð. Hún ber virðingu fyrir fjölbreytileika og ólíkum skoðunum, óháð uppruna fólks og lífsskoðunum. Hún er lunkin í að sætta og miðla, setur lýðræði og jafnrétti á oddinn og er með mikla leiðtogahæfileika. Hún leiddi þjóðina í gegn um heimsfaraldur og hefði ég enga aðra manneskju viljað hafa þar í stafni. Hún er líttillát, hógvær og alþýðleg en stendur fast á sínu enda félagslegt réttlæti og jöfnuður fyrir okkur öll það sem brennur á henni, það sanna málefni sem hún hefur sett á dagskrá. Hún er fylgin sér og þykir vænt um náttúru landsins, sameiginlegar auðlindir okkar, manneskjur og málefni. Hún tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega, er áhugasöm um allt milli himins og jarðar og með eindæmum hæfileikarík. Hún yrði áfram skýr rödd og sterk á alþjóðavettvangi, á hana er og verður hlustað. Hún veit að embætti forseta er áhrifaembætti en ekki valdaembætti og vill þar styðja við hamingju og velsæld þjóðarinnar, stuðla að því að við sem á Íslandi búum höfum sjálfstraust og trú að að við getum haft áhrif og gert gagn. Hún er nefnilega á því að fólk sé gott. Fyrst og fremst þá er hún óþrjótandi dugleg og myndi ekki skorta hugmyndir til góðra verka. Hún heitir Katrín Jakobsdóttir og er kraftmikil forystukona sem ég vil sjá sem minn forseta. Höfundur er kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Hún er sameinandi afl, þvert á pólitískt litróf. Hún gjörþekkir stjórnsýslu og löggjöf landsins og er vel að sér í alþjóðlegum stjórnmálum. Hún hefur talað fyrir friði og mannréttindum hvar sem hún kemur og sýnt frumkvæði við að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Hún kemur vel fyrir, með góða dómgreind, er víðlesin og vel að sér í ótal málefnum fyrr og nú, opin, fróðleiksfús og viðræðugóð. Hún ber virðingu fyrir fjölbreytileika og ólíkum skoðunum, óháð uppruna fólks og lífsskoðunum. Hún er lunkin í að sætta og miðla, setur lýðræði og jafnrétti á oddinn og er með mikla leiðtogahæfileika. Hún leiddi þjóðina í gegn um heimsfaraldur og hefði ég enga aðra manneskju viljað hafa þar í stafni. Hún er líttillát, hógvær og alþýðleg en stendur fast á sínu enda félagslegt réttlæti og jöfnuður fyrir okkur öll það sem brennur á henni, það sanna málefni sem hún hefur sett á dagskrá. Hún er fylgin sér og þykir vænt um náttúru landsins, sameiginlegar auðlindir okkar, manneskjur og málefni. Hún tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega, er áhugasöm um allt milli himins og jarðar og með eindæmum hæfileikarík. Hún yrði áfram skýr rödd og sterk á alþjóðavettvangi, á hana er og verður hlustað. Hún veit að embætti forseta er áhrifaembætti en ekki valdaembætti og vill þar styðja við hamingju og velsæld þjóðarinnar, stuðla að því að við sem á Íslandi búum höfum sjálfstraust og trú að að við getum haft áhrif og gert gagn. Hún er nefnilega á því að fólk sé gott. Fyrst og fremst þá er hún óþrjótandi dugleg og myndi ekki skorta hugmyndir til góðra verka. Hún heitir Katrín Jakobsdóttir og er kraftmikil forystukona sem ég vil sjá sem minn forseta. Höfundur er kjósandi.