Líklegt að Ísraelar hafi brotið alþjóðalög með bandarískum vopnum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2024 22:27 Joe Biden Bandaríkjaforseti stígur um borð í forsetaþyrlu. Hann lét vinna skýrslu um hernað Ísraela á Gasa að kröfu Bandaríkjaþings. AP/Jose Carlos Fajardo Bandaríkjastjórn telur líklegt að ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðleg mannúðarlög með notkun sinni á bandarískum vopnum í hernaði sínum á Gasa. Ekki hafi þó verið hægt að staðfesta það og hún trúi fullyrðingum Ísraela um að þeir fari að lögum. Niðurstaða skýrslu sem Joe Biden Bandaríkjaforseti lét taka saman er að ekki sé hægt að tengja ákveðin bandarísk vopn við einstakar árásir Ísraelshers á Gasa vegna stríðsástandsins þar. Það sé þó réttmætt að álykta að bandarísk vopn hafi verið notuð í tilvikum sem „voru í ósamræmi við skyldur samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum“ eða „bestu starfsvenjur“ Bandaríkjahers, að sögn Washington Post. Þrátt fyrir það segist stjórn Biden taka loforð ísraelskra stjórnvalda um að þau brjóti hvorki bandarísk lög né alþjóðalög trúanleg. Þannig getur hún haldið áfram að veita Ísraelum hernaðaraðstoð. Þolinmæði Biden og ríkisstjórnar hans með ísraelskum bandamönnum hefur farið þverrandi á undanförnum mánuðum í skugga áframhaldandi blóðsúthellinga á Gasa. Áætlað er að hernaðaraðgerðir Ísraela hafi kostað á fjórða tug þúsunda Palestínumanna lífið. Aðgerðirnar eru svar við hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna í október þar sem á annað þúsund Ísraela voru drepin. Bandaríkjastjórn stöðvaði þannig sendingu á um 3.500 sprengjum sem til stóð að afhenda Ísraelum til þess að fæla þá frá fyrirætlunum sínum um árás á borgina Rafah. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra Ísraels og harðlínumaður, svaraði á samfélagsmiðli með því að segja að Hamas-samtökin elskuðu Biden. Hafa þekkingu og tól til að lágmarka mannfall en virðast ekki beita þeim alltaf Ísraelar sýndu ekki fullan samstarfsvilja til að greiða götu hjálpargagna á Gasa fyrstu mánuðina eftir að hernaðaraðgerðir þeirra hófust samkvæmt skýrslunni. Tekið er fram að Ísraelar hafi síðan tekið sig á. Washington Post segir að sá hluti skýrslunnar virðist hafa verið skrifaður áður en Ísraelar stöðvuðuð flæði hjálpargagna inn á suðurhluta Gasa fyrir innrás sína í Rafah. Þá segja skýrsluhöfundar Bandaríkjastjórnar að Ísraelar hafi gripið til einhverra ráða til þess að draga úr mannfalli óbreyttra borgara og að þeir hafi til þess þekkingu og tækni. Hátt mannfall óbreyttra borgara veki aftur á móti spurningar um hvort að Ísraelsher beiti þeim ráðum í öllum tilfellum. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísland greiddi atkvæði með auknum rétti Palestínu hjá SÞ Fulltrúi Íslands greiddi atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu þar í dag. Tillagan var samþykkt en Bandaríkin voru eitt níu ríkja sem greiddi atkvæði gegn henni. 10. maí 2024 17:53 Skotið á íbúa Rafah og heilbrigðiskerfi Gasa hrunið Reyk lagði yfir landamæraborgina Rafah á Gasaströndinni og sprengingar heyrðust í morgun eftir að Ísraelsher gerði árás á austurhluta borgarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni segja þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. 9. maí 2024 13:37 Takmarkar hernaðaraðstoð verði gerð árás á Rafah Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti. 9. maí 2024 08:02 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Niðurstaða skýrslu sem Joe Biden Bandaríkjaforseti lét taka saman er að ekki sé hægt að tengja ákveðin bandarísk vopn við einstakar árásir Ísraelshers á Gasa vegna stríðsástandsins þar. Það sé þó réttmætt að álykta að bandarísk vopn hafi verið notuð í tilvikum sem „voru í ósamræmi við skyldur samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum“ eða „bestu starfsvenjur“ Bandaríkjahers, að sögn Washington Post. Þrátt fyrir það segist stjórn Biden taka loforð ísraelskra stjórnvalda um að þau brjóti hvorki bandarísk lög né alþjóðalög trúanleg. Þannig getur hún haldið áfram að veita Ísraelum hernaðaraðstoð. Þolinmæði Biden og ríkisstjórnar hans með ísraelskum bandamönnum hefur farið þverrandi á undanförnum mánuðum í skugga áframhaldandi blóðsúthellinga á Gasa. Áætlað er að hernaðaraðgerðir Ísraela hafi kostað á fjórða tug þúsunda Palestínumanna lífið. Aðgerðirnar eru svar við hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna í október þar sem á annað þúsund Ísraela voru drepin. Bandaríkjastjórn stöðvaði þannig sendingu á um 3.500 sprengjum sem til stóð að afhenda Ísraelum til þess að fæla þá frá fyrirætlunum sínum um árás á borgina Rafah. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra Ísraels og harðlínumaður, svaraði á samfélagsmiðli með því að segja að Hamas-samtökin elskuðu Biden. Hafa þekkingu og tól til að lágmarka mannfall en virðast ekki beita þeim alltaf Ísraelar sýndu ekki fullan samstarfsvilja til að greiða götu hjálpargagna á Gasa fyrstu mánuðina eftir að hernaðaraðgerðir þeirra hófust samkvæmt skýrslunni. Tekið er fram að Ísraelar hafi síðan tekið sig á. Washington Post segir að sá hluti skýrslunnar virðist hafa verið skrifaður áður en Ísraelar stöðvuðuð flæði hjálpargagna inn á suðurhluta Gasa fyrir innrás sína í Rafah. Þá segja skýrsluhöfundar Bandaríkjastjórnar að Ísraelar hafi gripið til einhverra ráða til þess að draga úr mannfalli óbreyttra borgara og að þeir hafi til þess þekkingu og tækni. Hátt mannfall óbreyttra borgara veki aftur á móti spurningar um hvort að Ísraelsher beiti þeim ráðum í öllum tilfellum.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísland greiddi atkvæði með auknum rétti Palestínu hjá SÞ Fulltrúi Íslands greiddi atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu þar í dag. Tillagan var samþykkt en Bandaríkin voru eitt níu ríkja sem greiddi atkvæði gegn henni. 10. maí 2024 17:53 Skotið á íbúa Rafah og heilbrigðiskerfi Gasa hrunið Reyk lagði yfir landamæraborgina Rafah á Gasaströndinni og sprengingar heyrðust í morgun eftir að Ísraelsher gerði árás á austurhluta borgarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni segja þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. 9. maí 2024 13:37 Takmarkar hernaðaraðstoð verði gerð árás á Rafah Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti. 9. maí 2024 08:02 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Ísland greiddi atkvæði með auknum rétti Palestínu hjá SÞ Fulltrúi Íslands greiddi atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu þar í dag. Tillagan var samþykkt en Bandaríkin voru eitt níu ríkja sem greiddi atkvæði gegn henni. 10. maí 2024 17:53
Skotið á íbúa Rafah og heilbrigðiskerfi Gasa hrunið Reyk lagði yfir landamæraborgina Rafah á Gasaströndinni og sprengingar heyrðust í morgun eftir að Ísraelsher gerði árás á austurhluta borgarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni segja þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. 9. maí 2024 13:37
Takmarkar hernaðaraðstoð verði gerð árás á Rafah Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti. 9. maí 2024 08:02
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent