Raðrúðubrjóturinn enn á ferð í miðborginni Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2024 11:34 Artush Adam Zarni segir málið með öllu óskiljanlegt. Hann hefur enga trú á lögreglunni, ætlar sér að leysa málið sjálfur og fara með raðrúðubrjótinn á lögreglustöðina. vísir/vilhelm Artush Adam Zarni, eigandi Just Kebab, ætlar sér að finna þann sem braut rúðurnar á stað hans Just Kebab og fara með hann á lögreglustöðina. Í nótt voru rúður brotnar á staðnum Just Kebab. Artush var mæðulegur þegar Vísir ræddi við hann nú undir hádegi en þá voru menn í óða önn að setja nýtt rúðugler í gluggana. Skemmdarvargurinn var iðinn við kolann og braut allar rúður staðarins. „Já, hann var aftur á ferð í nótt,“ segir Artush. „Sami maðurinn geri ég ráð fyrir en hann hefur komið tvisvar.“ Vísir greindi frá því og þá virtist ljóst að um væri að ræða sama aðila og hefur verið að brjóta rúður á matvöruverslun á Skólavörðustíg, ummerkin voru þau sömu. Artush segist ekki vita hver þetta er. Hann segist hafa verið á Íslandi í sjö ár og án vandræða, hann hafi ekki átt í útistöðum við neinn. „Ég er að nú að leita að þessum manni alls staðar. Og ég mun finna hann. Og fara með hann á lögreglustöðina.“ Arthush segir að lögreglan hafi verið kölluð til, hún hafi tekið skýrslu en svo ekki aðhafst neitt í málinu. Eigendur Just Kebab stóðu í ströngu í morgun, við að skipta út ónýtum rúðum í gluggum staðar síns.vísir/vilhelm „Ég veit ekki hvað er í gangi,“ segir Artush og gefur lögreglunni ekki háa einkunn. „Ég væri ekki að hringja í lögguna ef ég vissi hver þetta væri. Ég myndi bara fara með manninn sjálfur á lögreglustöðina. Ég mun finna hann.“ Artush segir þetta mál óskiljanlegt, mjög skrítið að hann skuli þurfa að eiga við raðrúðubrjót eða serial „window crasher“ en þessi er staðan í dag. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Spellvirkinn lætur til skarar skríða á ný Í nótt var maður á ferð sem lét sig ekki muna um að brjóta rúður í versluninni Korakmarket sem er við Skólavörðustíg 21. Ætla má að þarna sé sami maðurinn á ferð og fyrir fáeinum dögum en þá voru nánast allar rúður brotnar í versluninni. 3. maí 2024 10:30 Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Í nótt voru rúður brotnar á staðnum Just Kebab. Artush var mæðulegur þegar Vísir ræddi við hann nú undir hádegi en þá voru menn í óða önn að setja nýtt rúðugler í gluggana. Skemmdarvargurinn var iðinn við kolann og braut allar rúður staðarins. „Já, hann var aftur á ferð í nótt,“ segir Artush. „Sami maðurinn geri ég ráð fyrir en hann hefur komið tvisvar.“ Vísir greindi frá því og þá virtist ljóst að um væri að ræða sama aðila og hefur verið að brjóta rúður á matvöruverslun á Skólavörðustíg, ummerkin voru þau sömu. Artush segist ekki vita hver þetta er. Hann segist hafa verið á Íslandi í sjö ár og án vandræða, hann hafi ekki átt í útistöðum við neinn. „Ég er að nú að leita að þessum manni alls staðar. Og ég mun finna hann. Og fara með hann á lögreglustöðina.“ Arthush segir að lögreglan hafi verið kölluð til, hún hafi tekið skýrslu en svo ekki aðhafst neitt í málinu. Eigendur Just Kebab stóðu í ströngu í morgun, við að skipta út ónýtum rúðum í gluggum staðar síns.vísir/vilhelm „Ég veit ekki hvað er í gangi,“ segir Artush og gefur lögreglunni ekki háa einkunn. „Ég væri ekki að hringja í lögguna ef ég vissi hver þetta væri. Ég myndi bara fara með manninn sjálfur á lögreglustöðina. Ég mun finna hann.“ Artush segir þetta mál óskiljanlegt, mjög skrítið að hann skuli þurfa að eiga við raðrúðubrjót eða serial „window crasher“ en þessi er staðan í dag.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Spellvirkinn lætur til skarar skríða á ný Í nótt var maður á ferð sem lét sig ekki muna um að brjóta rúður í versluninni Korakmarket sem er við Skólavörðustíg 21. Ætla má að þarna sé sami maðurinn á ferð og fyrir fáeinum dögum en þá voru nánast allar rúður brotnar í versluninni. 3. maí 2024 10:30 Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Spellvirkinn lætur til skarar skríða á ný Í nótt var maður á ferð sem lét sig ekki muna um að brjóta rúður í versluninni Korakmarket sem er við Skólavörðustíg 21. Ætla má að þarna sé sami maðurinn á ferð og fyrir fáeinum dögum en þá voru nánast allar rúður brotnar í versluninni. 3. maí 2024 10:30
Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent