Ísraelsstjórn vígreif þrátt fyrir viðsnúning Bandaríkjamanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2024 06:21 Þúsundir hafa flúið Rafah eftir að Ísraelsher boðaði rýmingu svæðis þar sem ráðist var í aðgerðir. AP/Abdel Kareem Hana „Ég ávarpa óvini Ísrael og einnig okkar bestu vini og segi; Ísraelsríki verður ekki haldið niðri,“ sagði Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, eftir að greint var frá því að Bandaríkjamenn hygðust láta af vopnasendingum til landsins. Gallant ítrekaði afstöðu Ísraelsstjórnar og sagði hana myndu gera allt til að vernda ríkisborgara sína og standa gegn þeim sem freistuðu þess að tortíma Ísrael. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í kjölfar aðgerða Ísraelshers á afmörkuðu svæði í Rafah að Bandaríkjamenn myndu falla frá því að senda Ísrael vopn sem hægt væri að nota á þéttbýlum svæðum í borginni. Bandaríkjastjórn hefur haft þá afstöðu í nokkurn tíma, og gert Ísraelsmönnum grein fyrir því, að hún styðji ekki áhlaup á Rafah, þar sem mannfallið gæti orðið gríðarlegt. Talsmaður Ísraelshers sagði í gær að ákvörðun Biden skipti engu; herinn byggi nú þegar að nægum vopnum til að ná markmiðum sínum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, var einnig vígreifur og sagði Ísraelsmenn myndu standa eina ef til þess kæmi. John F. Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Biden styddi enn markmið Ísrael að útrýma Hamas en forsetinn teldi að það væri ekki lausnin að ráðast inn í Rafah. Ísraelsmenn segja leiðtoga Hamas og fjórar herdeildir hafast við í borginni og aðgerðirnar á dögunum eru meðal annars sagðar hafa beinst gegn göngum og öðrum innviðum Hamas á svæðinu. Hlé var gert á vopnahlésviðræðum í gær og hefur New York Times eftir heimildarmanni að það mætti meðal annars rekja til þess að Ísraelar hefðu tekið yfir landamærin að Egyptalandi. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Gallant ítrekaði afstöðu Ísraelsstjórnar og sagði hana myndu gera allt til að vernda ríkisborgara sína og standa gegn þeim sem freistuðu þess að tortíma Ísrael. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í kjölfar aðgerða Ísraelshers á afmörkuðu svæði í Rafah að Bandaríkjamenn myndu falla frá því að senda Ísrael vopn sem hægt væri að nota á þéttbýlum svæðum í borginni. Bandaríkjastjórn hefur haft þá afstöðu í nokkurn tíma, og gert Ísraelsmönnum grein fyrir því, að hún styðji ekki áhlaup á Rafah, þar sem mannfallið gæti orðið gríðarlegt. Talsmaður Ísraelshers sagði í gær að ákvörðun Biden skipti engu; herinn byggi nú þegar að nægum vopnum til að ná markmiðum sínum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, var einnig vígreifur og sagði Ísraelsmenn myndu standa eina ef til þess kæmi. John F. Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Biden styddi enn markmið Ísrael að útrýma Hamas en forsetinn teldi að það væri ekki lausnin að ráðast inn í Rafah. Ísraelsmenn segja leiðtoga Hamas og fjórar herdeildir hafast við í borginni og aðgerðirnar á dögunum eru meðal annars sagðar hafa beinst gegn göngum og öðrum innviðum Hamas á svæðinu. Hlé var gert á vopnahlésviðræðum í gær og hefur New York Times eftir heimildarmanni að það mætti meðal annars rekja til þess að Ísraelar hefðu tekið yfir landamærin að Egyptalandi.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira