Ísraelsstjórn vígreif þrátt fyrir viðsnúning Bandaríkjamanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2024 06:21 Þúsundir hafa flúið Rafah eftir að Ísraelsher boðaði rýmingu svæðis þar sem ráðist var í aðgerðir. AP/Abdel Kareem Hana „Ég ávarpa óvini Ísrael og einnig okkar bestu vini og segi; Ísraelsríki verður ekki haldið niðri,“ sagði Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, eftir að greint var frá því að Bandaríkjamenn hygðust láta af vopnasendingum til landsins. Gallant ítrekaði afstöðu Ísraelsstjórnar og sagði hana myndu gera allt til að vernda ríkisborgara sína og standa gegn þeim sem freistuðu þess að tortíma Ísrael. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í kjölfar aðgerða Ísraelshers á afmörkuðu svæði í Rafah að Bandaríkjamenn myndu falla frá því að senda Ísrael vopn sem hægt væri að nota á þéttbýlum svæðum í borginni. Bandaríkjastjórn hefur haft þá afstöðu í nokkurn tíma, og gert Ísraelsmönnum grein fyrir því, að hún styðji ekki áhlaup á Rafah, þar sem mannfallið gæti orðið gríðarlegt. Talsmaður Ísraelshers sagði í gær að ákvörðun Biden skipti engu; herinn byggi nú þegar að nægum vopnum til að ná markmiðum sínum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, var einnig vígreifur og sagði Ísraelsmenn myndu standa eina ef til þess kæmi. John F. Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Biden styddi enn markmið Ísrael að útrýma Hamas en forsetinn teldi að það væri ekki lausnin að ráðast inn í Rafah. Ísraelsmenn segja leiðtoga Hamas og fjórar herdeildir hafast við í borginni og aðgerðirnar á dögunum eru meðal annars sagðar hafa beinst gegn göngum og öðrum innviðum Hamas á svæðinu. Hlé var gert á vopnahlésviðræðum í gær og hefur New York Times eftir heimildarmanni að það mætti meðal annars rekja til þess að Ísraelar hefðu tekið yfir landamærin að Egyptalandi. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Gallant ítrekaði afstöðu Ísraelsstjórnar og sagði hana myndu gera allt til að vernda ríkisborgara sína og standa gegn þeim sem freistuðu þess að tortíma Ísrael. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í kjölfar aðgerða Ísraelshers á afmörkuðu svæði í Rafah að Bandaríkjamenn myndu falla frá því að senda Ísrael vopn sem hægt væri að nota á þéttbýlum svæðum í borginni. Bandaríkjastjórn hefur haft þá afstöðu í nokkurn tíma, og gert Ísraelsmönnum grein fyrir því, að hún styðji ekki áhlaup á Rafah, þar sem mannfallið gæti orðið gríðarlegt. Talsmaður Ísraelshers sagði í gær að ákvörðun Biden skipti engu; herinn byggi nú þegar að nægum vopnum til að ná markmiðum sínum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, var einnig vígreifur og sagði Ísraelsmenn myndu standa eina ef til þess kæmi. John F. Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Biden styddi enn markmið Ísrael að útrýma Hamas en forsetinn teldi að það væri ekki lausnin að ráðast inn í Rafah. Ísraelsmenn segja leiðtoga Hamas og fjórar herdeildir hafast við í borginni og aðgerðirnar á dögunum eru meðal annars sagðar hafa beinst gegn göngum og öðrum innviðum Hamas á svæðinu. Hlé var gert á vopnahlésviðræðum í gær og hefur New York Times eftir heimildarmanni að það mætti meðal annars rekja til þess að Ísraelar hefðu tekið yfir landamærin að Egyptalandi.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent