Menningarlegur og sáttfús forseti Aldís Aðalbjarnardóttir skrifar 8. maí 2024 14:01 Fyrir tæpum 30 árum var viðtal tekið við frú Vigdísi Finnbogadóttur í austurríska dagblaðinu Der Standard. Fyrirsögnin var Móðurmálið og menning eru okkar sterkustu vopn. Blaðamaður spurði Vigdísi hvort svo fámenn þjóð norður við heimskautsbaug gæti haldið sjálfstæði sínu. Vigdís svaraði að hún væri sannfærð um það, svo lengi sem við ættum okkar eigið tungumál sæi hún enga hættu: ,,Móðurmálið heldur þjóð minni saman, það skilgreinir sjálfsmynd okkar og sjálfsþekkingu, ef við töpum því missum við einnig sjálfstæði okkar“. Mér varð hugsað til þessara orða þegar eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var að veita fjármunum í nýja áætlun um máltækni sem var í fyrsta sinn sem verulegum fjármunum er eytt í þjóðtungu okkar utan við hið hefðbundna skólastarf og liststyrki. Annað verkefni þessarar sömu stjórnar var að styðja við bókaútgáfu og ekki þarf það heldur að koma á óvart. Katrín Jakobsdóttir er með MA-próf í íslenskum bókmenntum og allir sem hafa hitt hana vita að hún ann íslenskri menningu. Katrín var áður menntamálaráðherra kornung að árum og átti sem slík stóran þátt í þeirri umdeildu ákvörðun að Harpa skyldi rísa, ákvörðun sem hefur orðið okkur sem menningarþjóð til mikilla heilla.Hún hefur einnig verið mikill vinur Árnastofnunar og ýmiss konar bókmennta árum saman, ekki aðeins í vinnunni heldur líka í frístundum. Mér finnst mikilvægt að forseti Íslands þekki íslenska menningu vel, hafi sýnt áhuga á henni löngu fyrir eigið framboð og kunni að tala máli hennar. Það gerði Katrín sem ráðherra og forsætisráðherra og í forsetaembætti fær hún enn betra færi á að sinna þessum þáttum. Í mörgum ræðum sínum hefur Katrín rætt um heiminn frá sjónarhorni barna en það hafa fáir aðrir stjórnmálamenn gert. Mér finnst gott að vita til þess að æðsti maður þjóðarinnar hafi hæfileika til að horfa á heiminn barnsaugum, sérstaklega þegar í hlut á manneskja sem hefur ítrekað sýnt mjög mikinn styrk í sínum orðum og gerðum. Hún sýnir hverjum þeim sem hún mætir virðingu og hlýju; er traust, staðföst og hefur fallega útgeislun. Katrín hefur verið stjórnmálamaður í áratugi en hún á sér enga óvini í stjórnmálum og ég hef aldrei heyrt hana hallmæla öðrum stjórnmálamanni, hvorki í ræðu né riti. Hversu margir aðrir hafa verið þessu brenndir? Þetta mun ráða mínu atkvæði þann 1. júní næstkomandi. Það fer til Katrínar. Höfundur er með BA-próf í íslensku, kennari og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum 30 árum var viðtal tekið við frú Vigdísi Finnbogadóttur í austurríska dagblaðinu Der Standard. Fyrirsögnin var Móðurmálið og menning eru okkar sterkustu vopn. Blaðamaður spurði Vigdísi hvort svo fámenn þjóð norður við heimskautsbaug gæti haldið sjálfstæði sínu. Vigdís svaraði að hún væri sannfærð um það, svo lengi sem við ættum okkar eigið tungumál sæi hún enga hættu: ,,Móðurmálið heldur þjóð minni saman, það skilgreinir sjálfsmynd okkar og sjálfsþekkingu, ef við töpum því missum við einnig sjálfstæði okkar“. Mér varð hugsað til þessara orða þegar eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var að veita fjármunum í nýja áætlun um máltækni sem var í fyrsta sinn sem verulegum fjármunum er eytt í þjóðtungu okkar utan við hið hefðbundna skólastarf og liststyrki. Annað verkefni þessarar sömu stjórnar var að styðja við bókaútgáfu og ekki þarf það heldur að koma á óvart. Katrín Jakobsdóttir er með MA-próf í íslenskum bókmenntum og allir sem hafa hitt hana vita að hún ann íslenskri menningu. Katrín var áður menntamálaráðherra kornung að árum og átti sem slík stóran þátt í þeirri umdeildu ákvörðun að Harpa skyldi rísa, ákvörðun sem hefur orðið okkur sem menningarþjóð til mikilla heilla.Hún hefur einnig verið mikill vinur Árnastofnunar og ýmiss konar bókmennta árum saman, ekki aðeins í vinnunni heldur líka í frístundum. Mér finnst mikilvægt að forseti Íslands þekki íslenska menningu vel, hafi sýnt áhuga á henni löngu fyrir eigið framboð og kunni að tala máli hennar. Það gerði Katrín sem ráðherra og forsætisráðherra og í forsetaembætti fær hún enn betra færi á að sinna þessum þáttum. Í mörgum ræðum sínum hefur Katrín rætt um heiminn frá sjónarhorni barna en það hafa fáir aðrir stjórnmálamenn gert. Mér finnst gott að vita til þess að æðsti maður þjóðarinnar hafi hæfileika til að horfa á heiminn barnsaugum, sérstaklega þegar í hlut á manneskja sem hefur ítrekað sýnt mjög mikinn styrk í sínum orðum og gerðum. Hún sýnir hverjum þeim sem hún mætir virðingu og hlýju; er traust, staðföst og hefur fallega útgeislun. Katrín hefur verið stjórnmálamaður í áratugi en hún á sér enga óvini í stjórnmálum og ég hef aldrei heyrt hana hallmæla öðrum stjórnmálamanni, hvorki í ræðu né riti. Hversu margir aðrir hafa verið þessu brenndir? Þetta mun ráða mínu atkvæði þann 1. júní næstkomandi. Það fer til Katrínar. Höfundur er með BA-próf í íslensku, kennari og leiðsögumaður.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar