Opið bréf til samgönguráðherra og vegamálastjóra Hópur ferðaþjóna í Dölunum skrifar 6. maí 2024 20:01 Við undirrituð, ferðaþjónar í Dölum viljum koma á framfæri hvernig ástand á vegi 60 koma við okkur. Sökum ónýtrar klæðningar á vegi, hefur nú verið tekið til þess ráðs hjá Vegagerðinni að mylja klæðninguna niður á feykistórum kafla í Dalabyggð á vegi 60, Vestfjarðavegi. Afgangurinn er allur meira og minna að molna niður. Það að vegurinn væri ónýtur kom engum á óvart, það hefur legið fyrir í nokkur ár og vakin athygli á því ítrekað hér heima i héraði, sem og annars staðar. M.a. í vandaðri úttekt hjá sveitarfélaginu okkar, Dalabyggð. Hver meðal húsvörður yrði látinn taka pokann sinn, ef svona vinnubrögð sæjust í fasteignarekstri, en þannig þurfum við að hugsa um ríkissjóð og ríkiseignir. Þetta eru verðmæti sem þarf að hámarka og viðhalda á hverjum tíma, byggja upp og fá eignirnar til að skila tekjum og draga úr kostnaði. Þar liggur hundurinn grafinn í okkar tilfelli. Húsvörðurinn hefur fengið undirtylluna til að spartla í götin oft og iðulega. Deild Vegagerðarinnar í Búðardal á orðu skilið fyrir viðbragðsflýti og natni við að reyna að bjarga málunum, með holuteyminu og heflinum. En betur má ef duga skal. Kostnaðurinn við vegakerfið er ekki lágur á þessum tíma frá því að klæðningin varð ónýt (nokkur ár) og þangað til núna, heldur hefur hann bara lent á öðrum en ríkinu. Bílaleigur (og þar með ferðamenn) hafa greitt, rútufyrirtæki og íbúar finna fyrir sífellt hærri kostnaði af beyglum, rúðuskiptum, ónýtum dempurum, dekkjum og svo framvegis. Meira að segja bílainnflytjendur greiða, því nýjir bílar eru í ábyrgð og eiga að standast að vera keyrðir á klæddum vegi. Það hefur verið mælst gegn því hjá tilteknum rútufyrirtækjum að aka tiltekna vegi vegna hættu á skemmdum og bílaleigur eru ekkert að leiðrétta misskilninginn, þegar ferðamenn skilja skilmálana sína á þann veg að allir malarvegir séu bannaðir, en ekki einungis hálendisvegir og slóðar. Þetta er ærinn kostnaður. Nú er svo komið að til að heimsækja Dali er ekki hægt að koma á klæddum vegi, heldur eru malarvegir í allar áttir. Það eru ekki aðeins Dalirnir sem þannig eru skornir af nútímasamgöngukerfi þjóðarinnar, heldur allir Vestfirðirnir líka. Á sama tíma hefur verið dregið saman í framkvæmdum í vegakerfinu um 9% eða tæpa 3 milljarða árlega, miðað við fjárlög 2022 og uppreiknað verðlag. Í raun er það hálfgert grín að það sé verið að verja 26 milljörðum til framkvæmda í vegakerfinu (fjárlög 2024), þegar við stefnum að því að létta álagi á Suðurlandið og Reykjavík í fjölda ferðamanna, bæði hvað varðar umferð og fasteignanotkun. Það er eins og fólk skilji ekki samhengi vegakerfisins og flæði ferðamanna. Í fréttum árið 2020 var farið mikinn í tilkynningum um að stórar einkaframkvæmdir væru í farvatninu í samgöngumálum á næstunni. Og með því átti að verða til slaki til að veita fé til annarra framkvæmda á landsvísu. Hvar eru efndirnar? Af hverju er verið að búa til sífellt meiri viðhalds- og nýbyggingarþörf? Þetta vandamál hverfur ekki af sjálfu sér. Það þarf að verja fé til nýframkvæmda. Og okkur þætti vænt um að tekið yrði tillit til okkar eigin forgangsraðar. Nú í sumar megum við sem stundum ferðaþjónustu í Dölunum, búast við því að hjá okkur verði tekjufall vegna ófullnægjandi vegasambands við umheiminn. Hver borgar brúsann? Við fyrirtækin sem búum til atvinnutækifæri og gjaldeyri? Við íbúarnir sem borgum skatta? Hér með skorum við á samgönguráðherra og forystu Vegagerðarinnar að bregðast af festu við ástandinu. Eða að öðrum kosti að bæta okkur það fjárhagstjón sem við verðum fyrir í sumar, vegna ykkar mistaka og seinagangs. Fyrsta aðgerð ætti þó að vera að banna þungaflutninga á veginum, því það er stærsti skaðvaldurinn. Vegurinn er ekki hannaður fyrir svona mikla þungaumferð. Það gæti jafnvel verið skynsamlegt að skoða skipaflutinga á ný, bæði af hagsýnisástæðum og umhverfisáæstæðum. Bjarnheiður Jóhannsdóttir Anna Sigríður Grétarsdóttir Rain Adriann Mason Linda Guðmundsdóttir Reynir Guðbrandsson Finnbogi Harðarson Guðrún Björg Bragadóttir Carolin Baare – Schmidt Helga Elínborg Guðmundsdóttir Halla Sigríður Hrefnu Steinólfsdóttir Auður Ánadóttir Guðrún Esther Jónsdóttir Guðrún Þóra Ingþórsdóttir Þóra Sigurðardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Dalabyggð Samgöngur Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við undirrituð, ferðaþjónar í Dölum viljum koma á framfæri hvernig ástand á vegi 60 koma við okkur. Sökum ónýtrar klæðningar á vegi, hefur nú verið tekið til þess ráðs hjá Vegagerðinni að mylja klæðninguna niður á feykistórum kafla í Dalabyggð á vegi 60, Vestfjarðavegi. Afgangurinn er allur meira og minna að molna niður. Það að vegurinn væri ónýtur kom engum á óvart, það hefur legið fyrir í nokkur ár og vakin athygli á því ítrekað hér heima i héraði, sem og annars staðar. M.a. í vandaðri úttekt hjá sveitarfélaginu okkar, Dalabyggð. Hver meðal húsvörður yrði látinn taka pokann sinn, ef svona vinnubrögð sæjust í fasteignarekstri, en þannig þurfum við að hugsa um ríkissjóð og ríkiseignir. Þetta eru verðmæti sem þarf að hámarka og viðhalda á hverjum tíma, byggja upp og fá eignirnar til að skila tekjum og draga úr kostnaði. Þar liggur hundurinn grafinn í okkar tilfelli. Húsvörðurinn hefur fengið undirtylluna til að spartla í götin oft og iðulega. Deild Vegagerðarinnar í Búðardal á orðu skilið fyrir viðbragðsflýti og natni við að reyna að bjarga málunum, með holuteyminu og heflinum. En betur má ef duga skal. Kostnaðurinn við vegakerfið er ekki lágur á þessum tíma frá því að klæðningin varð ónýt (nokkur ár) og þangað til núna, heldur hefur hann bara lent á öðrum en ríkinu. Bílaleigur (og þar með ferðamenn) hafa greitt, rútufyrirtæki og íbúar finna fyrir sífellt hærri kostnaði af beyglum, rúðuskiptum, ónýtum dempurum, dekkjum og svo framvegis. Meira að segja bílainnflytjendur greiða, því nýjir bílar eru í ábyrgð og eiga að standast að vera keyrðir á klæddum vegi. Það hefur verið mælst gegn því hjá tilteknum rútufyrirtækjum að aka tiltekna vegi vegna hættu á skemmdum og bílaleigur eru ekkert að leiðrétta misskilninginn, þegar ferðamenn skilja skilmálana sína á þann veg að allir malarvegir séu bannaðir, en ekki einungis hálendisvegir og slóðar. Þetta er ærinn kostnaður. Nú er svo komið að til að heimsækja Dali er ekki hægt að koma á klæddum vegi, heldur eru malarvegir í allar áttir. Það eru ekki aðeins Dalirnir sem þannig eru skornir af nútímasamgöngukerfi þjóðarinnar, heldur allir Vestfirðirnir líka. Á sama tíma hefur verið dregið saman í framkvæmdum í vegakerfinu um 9% eða tæpa 3 milljarða árlega, miðað við fjárlög 2022 og uppreiknað verðlag. Í raun er það hálfgert grín að það sé verið að verja 26 milljörðum til framkvæmda í vegakerfinu (fjárlög 2024), þegar við stefnum að því að létta álagi á Suðurlandið og Reykjavík í fjölda ferðamanna, bæði hvað varðar umferð og fasteignanotkun. Það er eins og fólk skilji ekki samhengi vegakerfisins og flæði ferðamanna. Í fréttum árið 2020 var farið mikinn í tilkynningum um að stórar einkaframkvæmdir væru í farvatninu í samgöngumálum á næstunni. Og með því átti að verða til slaki til að veita fé til annarra framkvæmda á landsvísu. Hvar eru efndirnar? Af hverju er verið að búa til sífellt meiri viðhalds- og nýbyggingarþörf? Þetta vandamál hverfur ekki af sjálfu sér. Það þarf að verja fé til nýframkvæmda. Og okkur þætti vænt um að tekið yrði tillit til okkar eigin forgangsraðar. Nú í sumar megum við sem stundum ferðaþjónustu í Dölunum, búast við því að hjá okkur verði tekjufall vegna ófullnægjandi vegasambands við umheiminn. Hver borgar brúsann? Við fyrirtækin sem búum til atvinnutækifæri og gjaldeyri? Við íbúarnir sem borgum skatta? Hér með skorum við á samgönguráðherra og forystu Vegagerðarinnar að bregðast af festu við ástandinu. Eða að öðrum kosti að bæta okkur það fjárhagstjón sem við verðum fyrir í sumar, vegna ykkar mistaka og seinagangs. Fyrsta aðgerð ætti þó að vera að banna þungaflutninga á veginum, því það er stærsti skaðvaldurinn. Vegurinn er ekki hannaður fyrir svona mikla þungaumferð. Það gæti jafnvel verið skynsamlegt að skoða skipaflutinga á ný, bæði af hagsýnisástæðum og umhverfisáæstæðum. Bjarnheiður Jóhannsdóttir Anna Sigríður Grétarsdóttir Rain Adriann Mason Linda Guðmundsdóttir Reynir Guðbrandsson Finnbogi Harðarson Guðrún Björg Bragadóttir Carolin Baare – Schmidt Helga Elínborg Guðmundsdóttir Halla Sigríður Hrefnu Steinólfsdóttir Auður Ánadóttir Guðrún Esther Jónsdóttir Guðrún Þóra Ingþórsdóttir Þóra Sigurðardóttir
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar