Bein útsending: Starliner ber geimfara til geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2024 23:02 Starliner á toppi Atlas V eldflaugar í Flórída. AP/Terry Renna Starfsmenn Boeing og Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), ætla í nótt að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þeir verða ferjaðir til geimstöðvarinnar um borð í CST-100 Starliner-geimfari og er þetta fyrsta mannaða geimferð geimfarsins, eftir langt og erfitt þróunarferli. Þetta verður einnig í fyrsta sinn sem Atlas V eldflaugin verður notuð til mannaðs geimskots. Hún er framleidd af United launch alliance, sem er samstarfsvettvangur Boeing og Lockheed Martin. Þróun Starliner hefur tengið mun lengri tíma en til stóð upprunalega og hafa gallar og önnur vandræði komið niður á ferlinu. Tvö ár eru liðin frá fyrsta tilraunaskoti Starliner út í geim. Sjá einnig: Starliner á loks að bera geimfara Eðli málsins samkvæmt er nokkuð algengt að geimskotum sé frestað á það sömuleiðis við þetta tiltekna geimskot. Litlar líkur eru taldar á því að veðrið muni koma í veg fyrir geimskotið en tæknilegir gallar geta alltaf stungið upp kollinum. Að þessu sinni er enginn svokallaður skotgluggi. Geimfarinu verður annað hvort skotið upp á slaginu 02:34 eða því verður ekki skotið upp. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Boeing í spilaranum hér að neðan. Hún hefst klukkan 22:30 en eins og áður segir, er geimskotið ekki fyrr en klukkan 02:34 í nótt. Heppnist geimskotið verður Starliner einungis sjötta tegund geimfars í Bandaríkjunum til að bera geimfara út í geim. Geimfarið er hannað til að bera allt að sjö geimfara en að þessu sinni verða þeir einungis tveir. Um borð í geimfarinu verða þau Barry Wilmore, sem er 61 árs gamall og fyrrverandi flugmaður í sjóher Bandaríkjanna, og Sunita Williams, sem er 58 ára og einnig fyrrverandi flugmaður hjá sjóher Bandaríkjanna. Bæði eiga sér einnig langa sögu hjá NASA og hafa þau varið fleiri en fimm hundruð dögum á braut um jörðu. Geimurinn Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Boeing Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Þetta verður einnig í fyrsta sinn sem Atlas V eldflaugin verður notuð til mannaðs geimskots. Hún er framleidd af United launch alliance, sem er samstarfsvettvangur Boeing og Lockheed Martin. Þróun Starliner hefur tengið mun lengri tíma en til stóð upprunalega og hafa gallar og önnur vandræði komið niður á ferlinu. Tvö ár eru liðin frá fyrsta tilraunaskoti Starliner út í geim. Sjá einnig: Starliner á loks að bera geimfara Eðli málsins samkvæmt er nokkuð algengt að geimskotum sé frestað á það sömuleiðis við þetta tiltekna geimskot. Litlar líkur eru taldar á því að veðrið muni koma í veg fyrir geimskotið en tæknilegir gallar geta alltaf stungið upp kollinum. Að þessu sinni er enginn svokallaður skotgluggi. Geimfarinu verður annað hvort skotið upp á slaginu 02:34 eða því verður ekki skotið upp. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Boeing í spilaranum hér að neðan. Hún hefst klukkan 22:30 en eins og áður segir, er geimskotið ekki fyrr en klukkan 02:34 í nótt. Heppnist geimskotið verður Starliner einungis sjötta tegund geimfars í Bandaríkjunum til að bera geimfara út í geim. Geimfarið er hannað til að bera allt að sjö geimfara en að þessu sinni verða þeir einungis tveir. Um borð í geimfarinu verða þau Barry Wilmore, sem er 61 árs gamall og fyrrverandi flugmaður í sjóher Bandaríkjanna, og Sunita Williams, sem er 58 ára og einnig fyrrverandi flugmaður hjá sjóher Bandaríkjanna. Bæði eiga sér einnig langa sögu hjá NASA og hafa þau varið fleiri en fimm hundruð dögum á braut um jörðu.
Geimurinn Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Boeing Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira