Vanefndir Flugakademíu Íslands Gunnar Hjörtur Hagbarðsson skrifar 1. maí 2024 06:01 Á dögunum lýsti Flugakademía Íslands, einn af skólum Keilis, yfir gjaldþroti sem nam um hálfum miljarði króna. Margir fyrrum nemendur og kennarar segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti sín við Flugakademíuna og hefur þetta fengið nokkra fjölmiðlaumjöllun á undanförnum vikum og mánuðum. Þó Flugakademían hafi farið í þrot er stærsti eigandi hennar og umráðamaður, Keilir, enn í fullum rekstri. Á dögunum fór stjórnarformaður Keilis í hlaðvarpsþátt um flugmál þar sem hann reyndi að útskýra ástæður þess að Flugakademían varð gjaldþrota og hvernig stjórnendur sjá framtíðina fyrir sér. Mig langar hér að neðan að benda á nokkrar rangfærslur sem komu fram í þessum þætti og minnast á atriði sem nauðsynlegt er að komi fram svo hlustendur þessa annars ágæta hlaðvarps fái skýrari og heildstæðari mynd af málinu. Stjórnarformaðurinn hélt því fram að þegar Flugakademían seldi eignir sínar (t.d. flugvélar, flugherma og fleira) hefði nemendum verið endurgreitt inneignir sínar, en nemendur fyrirframgreiddu skólagjöld, þ.e. áður en þeir flugu flugtímana, og áttu þá margir eðli málsins samkvæmt inneignir hjá skólanum þegar hann hætti rekstri. Þó svo það sé sannleikskorn í þessari fullyrðingu stjórnarformannsins, þá er hún efnislega röng. Margir nemendanna fengu töluvert minna en þeir telja sig eiga innistæðu fyrir og ekki fengið fullnægjandi svör þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Aðrir fengu ekki endurgreiðslu fyrr en eftir mikið stapp (oft með aðstoð lögfræðinga) og löngu eftir lokun skólans, enn aðrir hafa ekki fengið neitt. Hann talaði um að til stæði að selja aðalbyggingu Keilis og af velvilja stjórnarinnar stæði til að endurgreiða svokölluðum „óvirkum“ nemendum. En hvað eru óvirkir nemendur? Ef fólk tók sér hlé frá námi í meira en ár (eins og t.d. í Covid) var viðkomandi sagður „óvirkur“. Að segja nemenda vera „óvirkan“ var huglægt mat stjórnenda á námsframvindu, sem í einhverjum tilfellum var notað til að reyna krefjast hárrar fjárhæðar ef nemandi hugðist halda áfram námi. Þrátt fyrir að hafa þegar fyrirframgreitt flugtíma sem viðkomandi þurfti til að geta lokið námi. Flugakademían bar fyrir sig að inneignin væri fyrnd þar sem peningunum hafði verið eytt. Þó hafði viðkomandi ekki flogið fyrir andvirði þeirra. Flugakademían hafði enga heimild fyrir þessum aðgerðum sem gerðar voru einhliða og án samráðs við nemendur. Það var enginn tímarammi á því hvenær skyldi fljúga fyrir andvirði inneigna þegar þær voru keyptar. Margir myndu kalla þetta að stela, en það er gott að Keilir finnur það í hjarta sínu að endurgreiða vöru sem félag í þeirra eigu afhenti ekki. Stjórnarformanninum láðist að nefna hvort þessi velvilji stjórnar Keilis komi líka til með að ná til launagreiðslna til kennara sem hafa ekki fengið greitt fyrir störf sín á lokadögum skólans. Stjórnendur skólans fullvissuðu kennara um áður en yfir lauk, að búið væri að „tryggja innistæður fyrir öllum launum“, með hvatningu um að kenna sem mest. Þetta reyndist allt vera orðin tóm, og sitja nú margir eftir með sárt ennið. Maður spyr sig því óhjákvæmilega hvort þessi velvilji sé frátekinn fyrir tilvik þar sem Keilir er í stöðu til að fegra ímynd sína. Viðmælandi hlaðvarpsins hélt því fram að rekstur Flugakademíunnar hafi farið að ganga illa þegar Covid-19 skall á og nefndi það sem ástæðu núverandi rekstrarvanda. Það er ekki rétt. Reksturinn var farinn að ganga illa löngu áður, þó svo Covid hafi vissulega ekki hjálpað til. Samgönguyfirvöld kyrrsettu kennsluflota skólans árið 2018 vegna þess að viðhaldi hafði ekki verið sinnt sem skildi og ámælisverð vinnubrögð í þeim málum verið viðhöfð um eitthvert skeið. Um þetta var fjallað í fjölmiðlum á sínum tíma. Beint tap af þessari kyrrsettningu hljóp á hundruðum miljóna og í kjölfarið snarfækkaði umsóknum í flugnám hjá skólanum. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að skólinn fengi veglega ríkisstyrki í Covid-19. Ríkið keypti hlutafé í Keili árið 2021 fyrir 190. miljónir króna og varð þar með meirihlutaeigandi, þar að auki fékk Flugakademían beina styrki í langan tíma á eftir. Það er athyglisvert að hugsa til þess að þegar þetta var gert var Menntamálaráðherra flokksbróðir framkvæmdastjóra Keilis, en frá stofnun Keilis hafa tveir af þrem framkvæmdastjórum skólans setið á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Annar (framkvæmdstjóri 2007-2019) var þingflokksformaður Framsóknar áður en hann varð fyrsti framkvæmdastjóri Keilis, og hinn (framkvæmdastjóri 2019-2021) er í dag starfsbróðir ráðherra á Alþingi. Hlaðvarpsþátturinn er svo kórónaður með fullyrðingum viðmælanda að flestir Íslendingar sem hyggja á flugnám fari erlendis vegna þess að þeir séu hræddir um að flugkennsla á Íslandi standi ótraustum fótum, meðan hið rétta er að starfshættir fyrirtækisins sem hann er í forsvari fyrir hafa eyðilagt orðspor íslenskrar flugkennslu. Hann varð fyrirtækinu sem hann er í forsvari fyrir til minnkunar í þessu viðtali, þó tæplega hafi verið úr háum söðli að falla. Höfundur er fyrrverandi kennari við Flugakademíu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Skóla- og menntamál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum lýsti Flugakademía Íslands, einn af skólum Keilis, yfir gjaldþroti sem nam um hálfum miljarði króna. Margir fyrrum nemendur og kennarar segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti sín við Flugakademíuna og hefur þetta fengið nokkra fjölmiðlaumjöllun á undanförnum vikum og mánuðum. Þó Flugakademían hafi farið í þrot er stærsti eigandi hennar og umráðamaður, Keilir, enn í fullum rekstri. Á dögunum fór stjórnarformaður Keilis í hlaðvarpsþátt um flugmál þar sem hann reyndi að útskýra ástæður þess að Flugakademían varð gjaldþrota og hvernig stjórnendur sjá framtíðina fyrir sér. Mig langar hér að neðan að benda á nokkrar rangfærslur sem komu fram í þessum þætti og minnast á atriði sem nauðsynlegt er að komi fram svo hlustendur þessa annars ágæta hlaðvarps fái skýrari og heildstæðari mynd af málinu. Stjórnarformaðurinn hélt því fram að þegar Flugakademían seldi eignir sínar (t.d. flugvélar, flugherma og fleira) hefði nemendum verið endurgreitt inneignir sínar, en nemendur fyrirframgreiddu skólagjöld, þ.e. áður en þeir flugu flugtímana, og áttu þá margir eðli málsins samkvæmt inneignir hjá skólanum þegar hann hætti rekstri. Þó svo það sé sannleikskorn í þessari fullyrðingu stjórnarformannsins, þá er hún efnislega röng. Margir nemendanna fengu töluvert minna en þeir telja sig eiga innistæðu fyrir og ekki fengið fullnægjandi svör þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Aðrir fengu ekki endurgreiðslu fyrr en eftir mikið stapp (oft með aðstoð lögfræðinga) og löngu eftir lokun skólans, enn aðrir hafa ekki fengið neitt. Hann talaði um að til stæði að selja aðalbyggingu Keilis og af velvilja stjórnarinnar stæði til að endurgreiða svokölluðum „óvirkum“ nemendum. En hvað eru óvirkir nemendur? Ef fólk tók sér hlé frá námi í meira en ár (eins og t.d. í Covid) var viðkomandi sagður „óvirkur“. Að segja nemenda vera „óvirkan“ var huglægt mat stjórnenda á námsframvindu, sem í einhverjum tilfellum var notað til að reyna krefjast hárrar fjárhæðar ef nemandi hugðist halda áfram námi. Þrátt fyrir að hafa þegar fyrirframgreitt flugtíma sem viðkomandi þurfti til að geta lokið námi. Flugakademían bar fyrir sig að inneignin væri fyrnd þar sem peningunum hafði verið eytt. Þó hafði viðkomandi ekki flogið fyrir andvirði þeirra. Flugakademían hafði enga heimild fyrir þessum aðgerðum sem gerðar voru einhliða og án samráðs við nemendur. Það var enginn tímarammi á því hvenær skyldi fljúga fyrir andvirði inneigna þegar þær voru keyptar. Margir myndu kalla þetta að stela, en það er gott að Keilir finnur það í hjarta sínu að endurgreiða vöru sem félag í þeirra eigu afhenti ekki. Stjórnarformanninum láðist að nefna hvort þessi velvilji stjórnar Keilis komi líka til með að ná til launagreiðslna til kennara sem hafa ekki fengið greitt fyrir störf sín á lokadögum skólans. Stjórnendur skólans fullvissuðu kennara um áður en yfir lauk, að búið væri að „tryggja innistæður fyrir öllum launum“, með hvatningu um að kenna sem mest. Þetta reyndist allt vera orðin tóm, og sitja nú margir eftir með sárt ennið. Maður spyr sig því óhjákvæmilega hvort þessi velvilji sé frátekinn fyrir tilvik þar sem Keilir er í stöðu til að fegra ímynd sína. Viðmælandi hlaðvarpsins hélt því fram að rekstur Flugakademíunnar hafi farið að ganga illa þegar Covid-19 skall á og nefndi það sem ástæðu núverandi rekstrarvanda. Það er ekki rétt. Reksturinn var farinn að ganga illa löngu áður, þó svo Covid hafi vissulega ekki hjálpað til. Samgönguyfirvöld kyrrsettu kennsluflota skólans árið 2018 vegna þess að viðhaldi hafði ekki verið sinnt sem skildi og ámælisverð vinnubrögð í þeim málum verið viðhöfð um eitthvert skeið. Um þetta var fjallað í fjölmiðlum á sínum tíma. Beint tap af þessari kyrrsettningu hljóp á hundruðum miljóna og í kjölfarið snarfækkaði umsóknum í flugnám hjá skólanum. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að skólinn fengi veglega ríkisstyrki í Covid-19. Ríkið keypti hlutafé í Keili árið 2021 fyrir 190. miljónir króna og varð þar með meirihlutaeigandi, þar að auki fékk Flugakademían beina styrki í langan tíma á eftir. Það er athyglisvert að hugsa til þess að þegar þetta var gert var Menntamálaráðherra flokksbróðir framkvæmdastjóra Keilis, en frá stofnun Keilis hafa tveir af þrem framkvæmdastjórum skólans setið á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Annar (framkvæmdstjóri 2007-2019) var þingflokksformaður Framsóknar áður en hann varð fyrsti framkvæmdastjóri Keilis, og hinn (framkvæmdastjóri 2019-2021) er í dag starfsbróðir ráðherra á Alþingi. Hlaðvarpsþátturinn er svo kórónaður með fullyrðingum viðmælanda að flestir Íslendingar sem hyggja á flugnám fari erlendis vegna þess að þeir séu hræddir um að flugkennsla á Íslandi standi ótraustum fótum, meðan hið rétta er að starfshættir fyrirtækisins sem hann er í forsvari fyrir hafa eyðilagt orðspor íslenskrar flugkennslu. Hann varð fyrirtækinu sem hann er í forsvari fyrir til minnkunar í þessu viðtali, þó tæplega hafi verið úr háum söðli að falla. Höfundur er fyrrverandi kennari við Flugakademíu Íslands.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar