Niðri fyrir vegna Útlaganna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2024 08:57 Þótt um skemmdarverk virðist að ræða virðist vargurinn hafa vandað nokkuð til verka. Verkið er spreyja að langmestu leyti en þó ekki stallurinn og hluti af bakhluta listaverksins. Benedikt Stefánsson Egill Helgason, fjölmiðlamaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, er á meðal þeirra sem fussar og sveiar yfir óvæntri og óútskýrðri gullhúðun á styttunni Útlagar við Melatorg í Reykjavík. Sagnfræðingur bendir á að málningin muni veðrast strax af. Uppi varð fótur og fit eftir hádegið í gær þegar það rann upp fyrir borgarbúum að stytta Einars Jónssonar hefði orðið fyrir breytingum. Aðili, líklega óprúttinn, hefði málað hana gyllta. Tilkynnt til lögreglu „Það er eins og einhver hafi málað styttuna, sennilega er þetta spreyjað. Nánast öll eða níutíu prósent af henni myndi ég segja. Ég hélt að þetta hefði verið fyrir einhverjum dögum en ég snerti undir höndum mannsins á myndinni þar sem sólin hafði ekki skinið og þá var það enn þá blautt. Það voru engin ummerki, engar spreydósir eða neitt,“ sagði Benedikt Stefánsson vegfarandi sem vakti athygli á gullstyttunni nýju við fréttastofu. Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, sagði ljóst að um skemmdarverk væri að ræða. Meiriháttar skemmdarverk raunar sem tilkynnt yrði til lögreglu. Viðgerð gæti tekið nokkra daga. Útlagar er höggmynd sem var fyrst sýnd á Charlottenborgarsýningunni í Kaupmannahöfn árið 1901 og segir á síðu Listasafns Reykjavíkur að með verkinu hafi Einar haslað sér völl sem myndhöggvari. Myndefnið sótti hann í útilegumannasögur úr íslenskum þjóðsögum. Verkið sýnir karlmann sem ber líflausa konu á bakinu og barn á handlegg og er áhersla lögð á þreytulegt göngulag mannsins og sorgmætt andlit. Ekki í fyrsta skiptið Egill Helgason segir uppátækið nánast eins og tilraun til listgjörnings. Kenningar voru uppi að gullhúðunin væri gjörningur á Hönnunarmars en Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmars sagði gjörninginn ekki á þeirra vegum. Egill segir að sér þyki vænt um styttuna sem uppöldum vesturbæingi og fleiri taka undir í athugasemdum á þræði hans á Facebook. Erik Hirt, sérfræðingur safneignar á Listasafni Reykjavíkur, leggur orð í belg. „Þetta er ömurlegt og ekki í fyrsta skiptið sem þessi gjörningur er framin og lítur allt út fyrir að það sé einhver raðníðingur að verki sem að þrífst af athyglinni. það erfit að ná þessu af og það verður sérstaklega erfit að ná þessu af í þetta skiptið, það er tiltölulega nýbúið að meðhöndla hana og vaxa og það tók nokkra daga fyrir tvo sérfræðinga Listasafns Reykjavíkur. Þetta er ömurlegt í alla staði. Sennilega væri best ef engin myndi fjalla um þetta þá myndi viðkomandi bara hætta þessu en þetta verður þrifið af við fyrsta tæki færi og ég vona innilega að þetta fallega verk, menningar verðmæti hjóti ekki varanlega skaða af en það er því miður mjög líklegt.“ Ömurlegt og sorglegt Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur segir „ömurlegt“ og fjölmargir aðrir nota lýsingarorðið „sorglegt“. „Ef styttan er spreyjuð gyllt þarf tilgangurinn að hafa einhverja skírskotun til einhvers hefði ég haldið. Fatta ekki dæmið nema þarna sé örmagna öreigi innan um gullið/auðmagnið,“ segir Linda Blöndal fjölmiðlakona. Gullspreyjuð listaverk í Reykjavík eru ekki ný af nálinni eða þá vandamálið að þau séu spreyjuð í óþökk. Guðni Gunnarsson og Almarr Atlason störfuðu hjá Listasafni Reykjavíkur og sáu um gullspreyhreinsun fyrir nokkrum árum þegar lágmyndin Brautryðjandinn var gullspreyjuð. „Úr varð eitt allra magnaðasta “gallerí” af samtölum sem ég hef upplifað. Allt frá fordæmingu yfir í það að við ættum með réttu að vera sæmdir fálkaorðunni. Allir höfðu skoðun. Ógleymanlegir dagar,“ segir Guðni. Ófrjóir skemmdarvargar Bubba Morthens finnst skorta frumleikann og spyr hversu ófrjóir menn geti verið. „Mér þykir þetta líka synd og skömm, enda illa við að sjá skemmdarverk unnin á listaverkum. Hvarflar að mér að þeim, sem þarna voru að verki, hafi þótt þeir/þær vera að fremja einhvern ofurdjúpan gjörning, sem öðrum er óskiljanlegur!“ segir Hildur Helga Sigurðardóttir. Villi goði slær á létta strengi. Ánægjulegt að sjá unga fólkið bauka eitthvað annað en að hanga í tölvunni. „Hressandi innspýting í staðnaða stemningu,“ segir Villi. „Ljótt skemmdarverk,“ segir Gerður G. Bjarklind, rödd RÚV áratugum saman, en Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir sagnfræðingur spyr einfaldlega: „En til hvers að hreinsa þetta af? Það er ekki eins og styttan hafi verið máluð með skipamálningu. Þetta veðrast strax af.“ Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Útlagar spreyjaðir gylltir Útlagar, stytta Einars Jónssonar myndhöggvara, á horni Suðurgötu og Hringbrautar hefur orðið fyrir óvæntum breytingum. Einhver óprúttinn aðili hefur málað styttuna gyllta með málningu eða spreybrúsa. 25. apríl 2024 16:52 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Uppi varð fótur og fit eftir hádegið í gær þegar það rann upp fyrir borgarbúum að stytta Einars Jónssonar hefði orðið fyrir breytingum. Aðili, líklega óprúttinn, hefði málað hana gyllta. Tilkynnt til lögreglu „Það er eins og einhver hafi málað styttuna, sennilega er þetta spreyjað. Nánast öll eða níutíu prósent af henni myndi ég segja. Ég hélt að þetta hefði verið fyrir einhverjum dögum en ég snerti undir höndum mannsins á myndinni þar sem sólin hafði ekki skinið og þá var það enn þá blautt. Það voru engin ummerki, engar spreydósir eða neitt,“ sagði Benedikt Stefánsson vegfarandi sem vakti athygli á gullstyttunni nýju við fréttastofu. Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, sagði ljóst að um skemmdarverk væri að ræða. Meiriháttar skemmdarverk raunar sem tilkynnt yrði til lögreglu. Viðgerð gæti tekið nokkra daga. Útlagar er höggmynd sem var fyrst sýnd á Charlottenborgarsýningunni í Kaupmannahöfn árið 1901 og segir á síðu Listasafns Reykjavíkur að með verkinu hafi Einar haslað sér völl sem myndhöggvari. Myndefnið sótti hann í útilegumannasögur úr íslenskum þjóðsögum. Verkið sýnir karlmann sem ber líflausa konu á bakinu og barn á handlegg og er áhersla lögð á þreytulegt göngulag mannsins og sorgmætt andlit. Ekki í fyrsta skiptið Egill Helgason segir uppátækið nánast eins og tilraun til listgjörnings. Kenningar voru uppi að gullhúðunin væri gjörningur á Hönnunarmars en Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmars sagði gjörninginn ekki á þeirra vegum. Egill segir að sér þyki vænt um styttuna sem uppöldum vesturbæingi og fleiri taka undir í athugasemdum á þræði hans á Facebook. Erik Hirt, sérfræðingur safneignar á Listasafni Reykjavíkur, leggur orð í belg. „Þetta er ömurlegt og ekki í fyrsta skiptið sem þessi gjörningur er framin og lítur allt út fyrir að það sé einhver raðníðingur að verki sem að þrífst af athyglinni. það erfit að ná þessu af og það verður sérstaklega erfit að ná þessu af í þetta skiptið, það er tiltölulega nýbúið að meðhöndla hana og vaxa og það tók nokkra daga fyrir tvo sérfræðinga Listasafns Reykjavíkur. Þetta er ömurlegt í alla staði. Sennilega væri best ef engin myndi fjalla um þetta þá myndi viðkomandi bara hætta þessu en þetta verður þrifið af við fyrsta tæki færi og ég vona innilega að þetta fallega verk, menningar verðmæti hjóti ekki varanlega skaða af en það er því miður mjög líklegt.“ Ömurlegt og sorglegt Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur segir „ömurlegt“ og fjölmargir aðrir nota lýsingarorðið „sorglegt“. „Ef styttan er spreyjuð gyllt þarf tilgangurinn að hafa einhverja skírskotun til einhvers hefði ég haldið. Fatta ekki dæmið nema þarna sé örmagna öreigi innan um gullið/auðmagnið,“ segir Linda Blöndal fjölmiðlakona. Gullspreyjuð listaverk í Reykjavík eru ekki ný af nálinni eða þá vandamálið að þau séu spreyjuð í óþökk. Guðni Gunnarsson og Almarr Atlason störfuðu hjá Listasafni Reykjavíkur og sáu um gullspreyhreinsun fyrir nokkrum árum þegar lágmyndin Brautryðjandinn var gullspreyjuð. „Úr varð eitt allra magnaðasta “gallerí” af samtölum sem ég hef upplifað. Allt frá fordæmingu yfir í það að við ættum með réttu að vera sæmdir fálkaorðunni. Allir höfðu skoðun. Ógleymanlegir dagar,“ segir Guðni. Ófrjóir skemmdarvargar Bubba Morthens finnst skorta frumleikann og spyr hversu ófrjóir menn geti verið. „Mér þykir þetta líka synd og skömm, enda illa við að sjá skemmdarverk unnin á listaverkum. Hvarflar að mér að þeim, sem þarna voru að verki, hafi þótt þeir/þær vera að fremja einhvern ofurdjúpan gjörning, sem öðrum er óskiljanlegur!“ segir Hildur Helga Sigurðardóttir. Villi goði slær á létta strengi. Ánægjulegt að sjá unga fólkið bauka eitthvað annað en að hanga í tölvunni. „Hressandi innspýting í staðnaða stemningu,“ segir Villi. „Ljótt skemmdarverk,“ segir Gerður G. Bjarklind, rödd RÚV áratugum saman, en Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir sagnfræðingur spyr einfaldlega: „En til hvers að hreinsa þetta af? Það er ekki eins og styttan hafi verið máluð með skipamálningu. Þetta veðrast strax af.“
Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Útlagar spreyjaðir gylltir Útlagar, stytta Einars Jónssonar myndhöggvara, á horni Suðurgötu og Hringbrautar hefur orðið fyrir óvæntum breytingum. Einhver óprúttinn aðili hefur málað styttuna gyllta með málningu eða spreybrúsa. 25. apríl 2024 16:52 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Útlagar spreyjaðir gylltir Útlagar, stytta Einars Jónssonar myndhöggvara, á horni Suðurgötu og Hringbrautar hefur orðið fyrir óvæntum breytingum. Einhver óprúttinn aðili hefur málað styttuna gyllta með málningu eða spreybrúsa. 25. apríl 2024 16:52