Ekki ólöglegt fyrir konur að brjóta gegn körlum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. apríl 2024 08:41 Grant hefur þegar verið látin laus gegn tryggingu og líkur eru á að dómurinn yfir henni verði felldur úr gildi. Fyrrverandi kennari í Ástralíu sem var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa brotið á nemanda sínum hefur áfrýjað dómnum og vill fá hann felldan úr gildi þar sem hún er kona. Gaye Grant, sem er á áttræðisaldri, hlaut dóm árið 2022 fyrir að hafa brotið kynferðislega á dreng sem hún kenndi á áttunda áratug síðustu aldar. Drengurinn, sem þá var tíu ára, leitaði til Grant og greindi henni frá því að hann væri lagður í einelti. Hún brást við með því að taka hann í fangið og lét hann strjúka sér innanklæða en seinna kyssti hún hann og nauðgaði honum ítrekað. Þá sagðist hún elska hann, keypti handa honum dýrar jólagjafir og sagði honum hvernig hann ætti að bregðast við ef eiginmaður hennar kæmi að þeim saman. Þolandinn leitaði til lögreglu mörgum árum seinna en meðal sönnunargagna í málinu voru símtöl sem áttu sér stað á milli þolandans og Grant árið 2021, þar sem hún játaði og baðst afsökunar. Lögregla tók símtölin upp og Grant var dæmd í allt að sex ára fangelsi. Nú hefur hún hins vegar krafist þess að dómurinn verið felldur úr gildi, þar sem hún var dæmd á grundvelli laga sem voru í gildi þegar brotin voru framin. Þau lög náðu aðeins yfir kynferðisbrot karla gegn körlum. Samkvæmt áströlskum miðlum virðist ákæruvaldið hafa gengist við því í kjölfar áfrýjunnar Grant að dómurinn standist ekki, jafnvel þótt hún hafi játað. Það má meðal annars rekja til þess að dómur yfir öðrum kennara sem misnotaði nemendur sína, Helgu Lam, hefur þegar verið snúið á sömu forsendum. Lam var dæmd fyrir að brjóta gegn fjórum drengjum, sömuleiðis á áttunda áratug síðustu aldar, en áfrýjunardómstóll í Nýju Suður-Wales komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að láta þyrfti Lam lausa þar sem það hefði tæknilega ekki verið ólöglegt fyrir konur að brjóta gegn körlum á þessum tíma. Umræddum lögum var breytt árið 1984. Ástralía Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira
Gaye Grant, sem er á áttræðisaldri, hlaut dóm árið 2022 fyrir að hafa brotið kynferðislega á dreng sem hún kenndi á áttunda áratug síðustu aldar. Drengurinn, sem þá var tíu ára, leitaði til Grant og greindi henni frá því að hann væri lagður í einelti. Hún brást við með því að taka hann í fangið og lét hann strjúka sér innanklæða en seinna kyssti hún hann og nauðgaði honum ítrekað. Þá sagðist hún elska hann, keypti handa honum dýrar jólagjafir og sagði honum hvernig hann ætti að bregðast við ef eiginmaður hennar kæmi að þeim saman. Þolandinn leitaði til lögreglu mörgum árum seinna en meðal sönnunargagna í málinu voru símtöl sem áttu sér stað á milli þolandans og Grant árið 2021, þar sem hún játaði og baðst afsökunar. Lögregla tók símtölin upp og Grant var dæmd í allt að sex ára fangelsi. Nú hefur hún hins vegar krafist þess að dómurinn verið felldur úr gildi, þar sem hún var dæmd á grundvelli laga sem voru í gildi þegar brotin voru framin. Þau lög náðu aðeins yfir kynferðisbrot karla gegn körlum. Samkvæmt áströlskum miðlum virðist ákæruvaldið hafa gengist við því í kjölfar áfrýjunnar Grant að dómurinn standist ekki, jafnvel þótt hún hafi játað. Það má meðal annars rekja til þess að dómur yfir öðrum kennara sem misnotaði nemendur sína, Helgu Lam, hefur þegar verið snúið á sömu forsendum. Lam var dæmd fyrir að brjóta gegn fjórum drengjum, sömuleiðis á áttunda áratug síðustu aldar, en áfrýjunardómstóll í Nýju Suður-Wales komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að láta þyrfti Lam lausa þar sem það hefði tæknilega ekki verið ólöglegt fyrir konur að brjóta gegn körlum á þessum tíma. Umræddum lögum var breytt árið 1984.
Ástralía Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira