„Þurfum að breyta kerfinu okkar, það tekur því miður tíma“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. apríl 2024 14:20 Ásmundur Einar Daðason barna- og skólamálaráðherra segir ljóst að foreldrar einhverfra barna þurfi aukinn stuðning. Vísir/Vilhelm Barnamálaráðherra kveðst vera meðvitaður um vanda einhverfra barna í skólakerfinu og langþreytta foreldra þeirra. Breyta þurfi kerfinu en kerfisbreytingar taki tíma og allir þurfi að leggja hönd á plóg. Á dögunum ræddi fréttastofa við mæður einhverfra stúlkna, önnur þeirra er einstæð og þurfti að segja upp vinnunni til að annast dóttur sína. „Ég held að yfir höfuð fyrir foreldra einhverfra barna, jafnvel þó þeir séu tveir, þá er álagið oft alveg algjörlega ómanneskjulegt,“ segir Alma Hrönn Hrannardóttir einstæð móðir einhverfrar stúlku. Hin kemur alls staðar að lokuðum dyrum, hefur tilkynnt sig til barnaverndar í örvæntingafullri tilraun til að fá hjálp en vanlíðan dóttur hennar er gríðarleg. „Það er náttúrulega bara ömurlegt að heyra frá barninu sínu svona ungu að hún vilji bara enda líf sitt,“ segir Hrefna Erna Bachmann Ólafsdóttir. Barnamálaráðherra segist meðvitaður um stöðuna, þetta sé ein af meginástæðum fyrir frumvarpi um inngildandi menntun og skólaþjónustu. „Vegna þess að skólakerfið þarf miklu meiri stoð og stuðning til að takast á við þennan fjölbreytileika sem er til staðar og því miður þá bitnar það bæði á kennurum og foreldrum þannig að það er eitt af því en síðan þarf auðvitað líka bara aukinn stuðning við foreldra einhverfra barna og þar hafa verið stigin ákveðin skref og við verðum að gera enn betur þar í samstarfi við fleiri ráðuneyti,“ segir Ásmundur Einar Daðason barna- og skólamálaráðherra. Sveitarfélög séu komin mislangt á veg í innleiðingu farsældarlaga. Fjölga þurfi bæði málastjórum og einhverfudeildum. „Við höfum verið að auka samstarfið milli ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að grunnskólakerfinu og framhaldsskólakerfinu að það þurfi að hugsa þetta heildstætt þannig að já, við þurfum að eiga það samtal og við þurfum að stíga skref,“ segir Ásmundur. Einhver skilaboð til einhverfra barna og foreldra þeirra? „Við erum meðvituð um þetta, við þurfum að breyta kerfinu okkar, það tekur því miður tíma og við þurfum að hjálpast að við það.“ Einhverfa Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Alþingi Grunnskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Á dögunum ræddi fréttastofa við mæður einhverfra stúlkna, önnur þeirra er einstæð og þurfti að segja upp vinnunni til að annast dóttur sína. „Ég held að yfir höfuð fyrir foreldra einhverfra barna, jafnvel þó þeir séu tveir, þá er álagið oft alveg algjörlega ómanneskjulegt,“ segir Alma Hrönn Hrannardóttir einstæð móðir einhverfrar stúlku. Hin kemur alls staðar að lokuðum dyrum, hefur tilkynnt sig til barnaverndar í örvæntingafullri tilraun til að fá hjálp en vanlíðan dóttur hennar er gríðarleg. „Það er náttúrulega bara ömurlegt að heyra frá barninu sínu svona ungu að hún vilji bara enda líf sitt,“ segir Hrefna Erna Bachmann Ólafsdóttir. Barnamálaráðherra segist meðvitaður um stöðuna, þetta sé ein af meginástæðum fyrir frumvarpi um inngildandi menntun og skólaþjónustu. „Vegna þess að skólakerfið þarf miklu meiri stoð og stuðning til að takast á við þennan fjölbreytileika sem er til staðar og því miður þá bitnar það bæði á kennurum og foreldrum þannig að það er eitt af því en síðan þarf auðvitað líka bara aukinn stuðning við foreldra einhverfra barna og þar hafa verið stigin ákveðin skref og við verðum að gera enn betur þar í samstarfi við fleiri ráðuneyti,“ segir Ásmundur Einar Daðason barna- og skólamálaráðherra. Sveitarfélög séu komin mislangt á veg í innleiðingu farsældarlaga. Fjölga þurfi bæði málastjórum og einhverfudeildum. „Við höfum verið að auka samstarfið milli ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að grunnskólakerfinu og framhaldsskólakerfinu að það þurfi að hugsa þetta heildstætt þannig að já, við þurfum að eiga það samtal og við þurfum að stíga skref,“ segir Ásmundur. Einhver skilaboð til einhverfra barna og foreldra þeirra? „Við erum meðvituð um þetta, við þurfum að breyta kerfinu okkar, það tekur því miður tíma og við þurfum að hjálpast að við það.“
Einhverfa Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Alþingi Grunnskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira