Af hverju Helgu Þórisdóttur? Haukur Arnþórsson skrifar 19. apríl 2024 13:02 Fullyrða má að Helga sé einkum merkisberi framþróunar þjóðfélagsins og siðmenningar í opinberu lífi. Einkenni sem ákall hefur verið eftir. Upplýsingatæknin og líftæknin opna tækifæri og skapa ógnir sem lítið eru ræddar á innlendum vettvangi; málefni sem Helga fylgist vel með. Hún er merkisberi persónuverndar og mannréttinda og hluti af evrópskri hreyfingu sem vill auka jákvæð áhrif nýrrar framþróunar. Hreyfingin og evrópsku reglurnar, sem ná til fjölmargra sviða, m.a. viðskipta, er eina haldbæra svar mannkynsins gegn hættunum sem fylgja nýrri tækni – en notkun hennar beinist víða að eftirliti með almenningi og jafnvel inngripum í líf hans. Fáar eftirlitsstofnanir hafa breytt eins miklu fyrir almenning og Persónuvernd. Á meðan líf hvers og eins er yfirvöldum sums staðar opin bók búum við Íslendingar við öryggi um okkar eigin málefni. „Það skiptir máli hver stjórnar“ segja stjórnmálamennirnir, og það sama á við um opinbera embættismenn. Helga hefur verið staðföst og óhrædd við að móta hvernig framþróunin kemur við okkur. Það hefur verið gaman að sjá hvernig einn embættismaður með leiðtogahæfileika hefur leitt okkur með siðferðisstyrk sínum – okkur sem greinilega höfum verið óafvitandi um þetta og álitið að mannréttindi féllu í okkar hlut án beitingu jákvæðs opinbers valds – og við hljótum að íhuga að sömu hæfileikar eigi vel heima á Bessastöðum. Þar sem reynir á staðfestu gagnvart vinstri og hægri og vald á grundvelli siðmenningar. Frægðarljómi frambjóðendanna hefur mótað skoðanakannanir hingað til. En kannski má líta dýpra. Ég vona að eiginleikar og störf þeirra eigi eftir að fá hærri sess í umræðunni. Við ætlum það vori á morgun og viðjarnar falli. Að meðmæli berist af torgum að þjóðin kalli. Eftir Helgu að hæstu borgum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Fullyrða má að Helga sé einkum merkisberi framþróunar þjóðfélagsins og siðmenningar í opinberu lífi. Einkenni sem ákall hefur verið eftir. Upplýsingatæknin og líftæknin opna tækifæri og skapa ógnir sem lítið eru ræddar á innlendum vettvangi; málefni sem Helga fylgist vel með. Hún er merkisberi persónuverndar og mannréttinda og hluti af evrópskri hreyfingu sem vill auka jákvæð áhrif nýrrar framþróunar. Hreyfingin og evrópsku reglurnar, sem ná til fjölmargra sviða, m.a. viðskipta, er eina haldbæra svar mannkynsins gegn hættunum sem fylgja nýrri tækni – en notkun hennar beinist víða að eftirliti með almenningi og jafnvel inngripum í líf hans. Fáar eftirlitsstofnanir hafa breytt eins miklu fyrir almenning og Persónuvernd. Á meðan líf hvers og eins er yfirvöldum sums staðar opin bók búum við Íslendingar við öryggi um okkar eigin málefni. „Það skiptir máli hver stjórnar“ segja stjórnmálamennirnir, og það sama á við um opinbera embættismenn. Helga hefur verið staðföst og óhrædd við að móta hvernig framþróunin kemur við okkur. Það hefur verið gaman að sjá hvernig einn embættismaður með leiðtogahæfileika hefur leitt okkur með siðferðisstyrk sínum – okkur sem greinilega höfum verið óafvitandi um þetta og álitið að mannréttindi féllu í okkar hlut án beitingu jákvæðs opinbers valds – og við hljótum að íhuga að sömu hæfileikar eigi vel heima á Bessastöðum. Þar sem reynir á staðfestu gagnvart vinstri og hægri og vald á grundvelli siðmenningar. Frægðarljómi frambjóðendanna hefur mótað skoðanakannanir hingað til. En kannski má líta dýpra. Ég vona að eiginleikar og störf þeirra eigi eftir að fá hærri sess í umræðunni. Við ætlum það vori á morgun og viðjarnar falli. Að meðmæli berist af torgum að þjóðin kalli. Eftir Helgu að hæstu borgum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar