Má brjóta lög? Sigríður Ólafsdóttir skrifar 19. apríl 2024 10:01 Í lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, sem tóku gildi 1. júlí 2019, kemur fram í 14. grein: „ Að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda kennara“. Á vef Hagstofunnar má sjá að árið 2022 voru leikskólakennarar 22% starfsfólks leikskóla landsins, og því með stöðugildi kennara. Af því er augljóst að lög um að 66% umönnunaraðila barna í leikskóla hafi kennaramenntun var þá alls ekki náð. Þetta er enn staðan og hefur verið í mörg ár og í það vitnað á ýmsum vettvangi. Ekki verður séð að nokkuð hafi verið gert til ná því að manna leikskóla samkvæmt lögum. Háværar kröfur koma frá foreldrum um að leikskólar taki við ungbörnum eftir að fæðingarorlofi lýkur, sem er um það leyti sem börn eru eins árs. Það er skiljanlegt því ekki er um annað að ræða fyrir ungt fólk sem er að koma sér upp húsnæði og jafnvel borga af námslánum. Aðgerðir stjórnvalda síðustu ár hafa gert þessum aldurshópi sérstaklega erfitt fyrir. Aftur á móti hefur lítið verið tekið mið af því hversu vel leikskólar eru í stakk búnir til að annast svo ung börn. Þó erfiðlega gangi að manna leikskóla, og útvega myglulaus húsnæði, gerir samfélagið ráð fyrir að öll börn geti dvalið í leikskólum til sex ára aldurs þar til þau hefja grunnskólanám. Um það bil 95% barna á aldrinum tveggja til fimm ára ganga í leikskóla og flest dvelja þar átta til níu klukkutíma fimm daga vikunnar. Því er ljóst að verulegur hluti mótunarára barna hérlendis á sér stað í leikskólum. Það er á þessum fyrstu árum ævinnar sem grunnur er lagður að farsæld hvers einstaklings. Fjölmargar rannsóknir hafa beinst að málumhverfi ungra barna og eru niðurstöður samhljóma og skýrar. Því ríkulegra tungumál sem börn fá í samskiptum við umönnunaraðila þeim mun meiri færni hafa þau í tungumálinu. Færni barna í tungumáli skólans spáir síðan fyrir um það hvernig þeim mun ganga í námi öll grunnskólaárin. Rannsóknir hafa beinst að mállegum samskiptum leikskólakennara við börn á meðan á frjálsum leik þeirra stendur. Orðin sem starfsfólkið notar eru talin og orðaforði barnanna mældur við lok leikskólans. Í ljós hafa komið sterk tengsl, þannig að því fleiri orð sem börnin fá í samskiptum við starfsfólk þeim mun meiri orðaforða hafa börnin. En fjöldi orðanna er ekki aðeins áhrifsvaldur heldur líka hversu fölbreytileg orðanotkunin er, en tengsl hafa mælst á milli fjölda sjaldgæfra orða (t.d. piltur og stúlka) í orðræðum kennara við leikskólabörn og lesskilnings barnanna þegar þau eru orðin níu ára gömul. Íslenskur orðaforði níu ára barna spáir síðan fyrir um það hversu hröðum framförum þau taka í lesskilningi fram á unglingsár. Sérstaklega verða áhrif mállegra samskipta í leikskólastarfi sterk meðal barna sem nota ekki sama tungumál í leikskólanum og með fjölskyldu sinni, eða fá fátæklega málörvun heima. Í leikskóla eru því tækifæri til að gefa hverju einasta barni ríkuleg málleg samskipti þannig að öll komi námslega sterk inn í grunnskólana. Samt eru lög brotin daglega í íslenskum leikskólum, áherslan er á húsnæði, sem er iðulega er allt of lítið með allt of mörgum börnum í allt of langan tíma, og sem erfiðlega gengur að manna. Kominn er tími til að setja farsæld ungra barna í fyrirrúm. Má brjóta lög daglega í leikskólum landsins? Höfundur er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, sem tóku gildi 1. júlí 2019, kemur fram í 14. grein: „ Að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda kennara“. Á vef Hagstofunnar má sjá að árið 2022 voru leikskólakennarar 22% starfsfólks leikskóla landsins, og því með stöðugildi kennara. Af því er augljóst að lög um að 66% umönnunaraðila barna í leikskóla hafi kennaramenntun var þá alls ekki náð. Þetta er enn staðan og hefur verið í mörg ár og í það vitnað á ýmsum vettvangi. Ekki verður séð að nokkuð hafi verið gert til ná því að manna leikskóla samkvæmt lögum. Háværar kröfur koma frá foreldrum um að leikskólar taki við ungbörnum eftir að fæðingarorlofi lýkur, sem er um það leyti sem börn eru eins árs. Það er skiljanlegt því ekki er um annað að ræða fyrir ungt fólk sem er að koma sér upp húsnæði og jafnvel borga af námslánum. Aðgerðir stjórnvalda síðustu ár hafa gert þessum aldurshópi sérstaklega erfitt fyrir. Aftur á móti hefur lítið verið tekið mið af því hversu vel leikskólar eru í stakk búnir til að annast svo ung börn. Þó erfiðlega gangi að manna leikskóla, og útvega myglulaus húsnæði, gerir samfélagið ráð fyrir að öll börn geti dvalið í leikskólum til sex ára aldurs þar til þau hefja grunnskólanám. Um það bil 95% barna á aldrinum tveggja til fimm ára ganga í leikskóla og flest dvelja þar átta til níu klukkutíma fimm daga vikunnar. Því er ljóst að verulegur hluti mótunarára barna hérlendis á sér stað í leikskólum. Það er á þessum fyrstu árum ævinnar sem grunnur er lagður að farsæld hvers einstaklings. Fjölmargar rannsóknir hafa beinst að málumhverfi ungra barna og eru niðurstöður samhljóma og skýrar. Því ríkulegra tungumál sem börn fá í samskiptum við umönnunaraðila þeim mun meiri færni hafa þau í tungumálinu. Færni barna í tungumáli skólans spáir síðan fyrir um það hvernig þeim mun ganga í námi öll grunnskólaárin. Rannsóknir hafa beinst að mállegum samskiptum leikskólakennara við börn á meðan á frjálsum leik þeirra stendur. Orðin sem starfsfólkið notar eru talin og orðaforði barnanna mældur við lok leikskólans. Í ljós hafa komið sterk tengsl, þannig að því fleiri orð sem börnin fá í samskiptum við starfsfólk þeim mun meiri orðaforða hafa börnin. En fjöldi orðanna er ekki aðeins áhrifsvaldur heldur líka hversu fölbreytileg orðanotkunin er, en tengsl hafa mælst á milli fjölda sjaldgæfra orða (t.d. piltur og stúlka) í orðræðum kennara við leikskólabörn og lesskilnings barnanna þegar þau eru orðin níu ára gömul. Íslenskur orðaforði níu ára barna spáir síðan fyrir um það hversu hröðum framförum þau taka í lesskilningi fram á unglingsár. Sérstaklega verða áhrif mállegra samskipta í leikskólastarfi sterk meðal barna sem nota ekki sama tungumál í leikskólanum og með fjölskyldu sinni, eða fá fátæklega málörvun heima. Í leikskóla eru því tækifæri til að gefa hverju einasta barni ríkuleg málleg samskipti þannig að öll komi námslega sterk inn í grunnskólana. Samt eru lög brotin daglega í íslenskum leikskólum, áherslan er á húsnæði, sem er iðulega er allt of lítið með allt of mörgum börnum í allt of langan tíma, og sem erfiðlega gengur að manna. Kominn er tími til að setja farsæld ungra barna í fyrirrúm. Má brjóta lög daglega í leikskólum landsins? Höfundur er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun