Harðari orðræða um útlendinga stilli VG upp við vegg Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. apríl 2024 20:05 Frá kynningu nýrrar ríkisstjórnar í Hörpu. vísir/vilhelm Harðari orðræða formanns Sjálfstæðisflokksins í garð útlendinga, sér í lagi hælisleitenda, stillir Vinstri grænum upp við vegg. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor að loknum opnum fundi Sjálfstæðisflokksins í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnar. Í þeim hrókeringum situr Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins uppi sem forsætisráðherra. Á fundinum í dag lagði hann mikla áherslu á útlendingamálin og boðar raunsæja stefnu og harðari reglur. Eiríkur ræddi þessi mál í kvöldfréttum Stöðar 2. „Við erum á leiðinni inn í kosningar, hvort sem stjórnin lifir út kjörtímabilið eða það slitni upp úr þessu fyrr. Það er að minnsta kosti kosningabragur að færast yfir alla pólitíkina í landinu.“ Ómögulegt sé að segja til um hvort ríkisstjórnin lifi út kjörtímabil. „Hvernig Vinstri grænir muni finna sig í samstarfinu undir nýrri forystu verður bara að koma í ljós. Það er líklegt að það komi upp mál sem reynast erfið. Það kannski þarf minna að koma upp, eftir því sem lengra dregur, til að valda vandræðum.“ Eftirtektarverð orðræða Bjarni lagði eins og áður segir mikla áherslu á útlendingamál. Eiríkur segir formanninn hafa fært flokkinn markvisst í átt að harðari orðræðu í garð innflytjenda, sér í lagi hælisleitenda. „Hann virðist líta svo á að þetta sé stórt mál í stjórnmálum dagsins. Það hefur að vísu ekki verið mikil umræða undanfarið, nokkuð meiri fyrir einhverjum mánuðum síðan. En þetta er mjög eftirtektarvert og setur Vinstri græna upp við vegg, myndi ég halda,“ segir Eiríkur Bergmann. Hægrimenn ánægðir með útspil Katrínar Um 36 þúsund manns hafa nú skrifað undir undirskriftalista á island.is þar sem skiptingu Bjarna í forsætisráðuneytið er mótmælt. Eiríkur var spurður hvort leið Katrínar úr stjórnmálunum geti haft áhrif á gengi hennar í komandi forsetakosningum. „Ég hugsa að það geti haft áhrif. Það eru allaveg tvær hliðar á þessu máli. Önnur er sú að fylgisfólk hennar vinstra megin, sér í lagi Vinstri grænum, kann að vera ósátt við það að hún hafi leitt, þann sem er hefðbundinn höfuðandstæðingur flokksins, til forsætis í landinu. Það gæti skaðað hana þeim megin. Á hinn bóginn sækir hún verulegt fylgi til hægri vængsins og til kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Þeir hljóta að vera ánægðir með þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. 13. apríl 2024 18:30 „Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Í þeim hrókeringum situr Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins uppi sem forsætisráðherra. Á fundinum í dag lagði hann mikla áherslu á útlendingamálin og boðar raunsæja stefnu og harðari reglur. Eiríkur ræddi þessi mál í kvöldfréttum Stöðar 2. „Við erum á leiðinni inn í kosningar, hvort sem stjórnin lifir út kjörtímabilið eða það slitni upp úr þessu fyrr. Það er að minnsta kosti kosningabragur að færast yfir alla pólitíkina í landinu.“ Ómögulegt sé að segja til um hvort ríkisstjórnin lifi út kjörtímabil. „Hvernig Vinstri grænir muni finna sig í samstarfinu undir nýrri forystu verður bara að koma í ljós. Það er líklegt að það komi upp mál sem reynast erfið. Það kannski þarf minna að koma upp, eftir því sem lengra dregur, til að valda vandræðum.“ Eftirtektarverð orðræða Bjarni lagði eins og áður segir mikla áherslu á útlendingamál. Eiríkur segir formanninn hafa fært flokkinn markvisst í átt að harðari orðræðu í garð innflytjenda, sér í lagi hælisleitenda. „Hann virðist líta svo á að þetta sé stórt mál í stjórnmálum dagsins. Það hefur að vísu ekki verið mikil umræða undanfarið, nokkuð meiri fyrir einhverjum mánuðum síðan. En þetta er mjög eftirtektarvert og setur Vinstri græna upp við vegg, myndi ég halda,“ segir Eiríkur Bergmann. Hægrimenn ánægðir með útspil Katrínar Um 36 þúsund manns hafa nú skrifað undir undirskriftalista á island.is þar sem skiptingu Bjarna í forsætisráðuneytið er mótmælt. Eiríkur var spurður hvort leið Katrínar úr stjórnmálunum geti haft áhrif á gengi hennar í komandi forsetakosningum. „Ég hugsa að það geti haft áhrif. Það eru allaveg tvær hliðar á þessu máli. Önnur er sú að fylgisfólk hennar vinstra megin, sér í lagi Vinstri grænum, kann að vera ósátt við það að hún hafi leitt, þann sem er hefðbundinn höfuðandstæðingur flokksins, til forsætis í landinu. Það gæti skaðað hana þeim megin. Á hinn bóginn sækir hún verulegt fylgi til hægri vængsins og til kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Þeir hljóta að vera ánægðir með þetta.“
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. 13. apríl 2024 18:30 „Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. 13. apríl 2024 18:30
„Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30