Að óbreyttu endi málið með lögsóknum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2024 19:57 ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri félags atvinnurekanda Vísir/Einar Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir vonbrigði að nýr matvælaráðherra vilji ekkert aðhafast vegna nýrra og afar umdeildra búvörulaga. Hann hefði talið að betur færi á því að friður ríkti um greinina í stað ósættis og málaferla næstu árin. Nýr matvælaráðherra sagðist í morgun ekkert munu aðhafast vegna framkominnar gagnrýni á vinnubrögð atvinnuveganefndar í búvörulagamálinu, meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Heimildin hefur eftir formanni atvinnuveganefndar að hann hafi fyrst og fremst sótt sér utanaðkomandi ráðgjöf og aðstoð til lögmanns Samtaka fyrirtækja í landbúnaði en meirihluti nefndarinnar veitti afurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum óháð því hvort þær væru í eigu bænda. „Ráðuneytið hyggst ekki grípa inn í að svo stöddu,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, segir afstöðu ráðherra mikil vonbrigði. „Ég get út af fyrir sig skilið að stjórnmálamaður sem sitji sjálfur í súpunni skuli ekki vilja bregðast við en þeir sem eru eftir í atvinnuveganefnd Alþingis held ég verði að bregðast við ábendingum, sko ekki bara ráðuneytisins, heldur sömuleiðis fjölda samtaka.“ Samkeppniseftirlitið, Neytendasamtökin, ASÍ og fleiri samtök hafa gagnrýnt málsmeðferðina harðlega. „Lögin eru óvönduð, áhrif þeirra voru ekki greind almennilega, gildissviðið er óljóst, samræmi við stjórnarskrá og EES samninginn óvíst, ef þetta fær að standa svona þá endar þetta bara í lögsóknum og málaferlum næstu árin þar sem verður látið reyna á hin óskýru ákvæði laganna.“ Betur hefði farið á því að friður ríkti um landbúnað í stað málaferla. „Það er bara verið að skoða það mjög rækilega að láta málið reyna fyrir dómstólum og ég held að það sé einfaldlega eina leiðin fyrir almenning í þessu landi og verslunina, neytendur, launþega og verslunarfyrirtæki að láta á þessi ólög reyna, af því ólög eru þau.“ Landbúnaður Neytendur Atvinnurekendur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Málið sé afgreitt og þar við sitji Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. 12. apríl 2024 11:54 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Nýr matvælaráðherra sagðist í morgun ekkert munu aðhafast vegna framkominnar gagnrýni á vinnubrögð atvinnuveganefndar í búvörulagamálinu, meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Heimildin hefur eftir formanni atvinnuveganefndar að hann hafi fyrst og fremst sótt sér utanaðkomandi ráðgjöf og aðstoð til lögmanns Samtaka fyrirtækja í landbúnaði en meirihluti nefndarinnar veitti afurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum óháð því hvort þær væru í eigu bænda. „Ráðuneytið hyggst ekki grípa inn í að svo stöddu,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, segir afstöðu ráðherra mikil vonbrigði. „Ég get út af fyrir sig skilið að stjórnmálamaður sem sitji sjálfur í súpunni skuli ekki vilja bregðast við en þeir sem eru eftir í atvinnuveganefnd Alþingis held ég verði að bregðast við ábendingum, sko ekki bara ráðuneytisins, heldur sömuleiðis fjölda samtaka.“ Samkeppniseftirlitið, Neytendasamtökin, ASÍ og fleiri samtök hafa gagnrýnt málsmeðferðina harðlega. „Lögin eru óvönduð, áhrif þeirra voru ekki greind almennilega, gildissviðið er óljóst, samræmi við stjórnarskrá og EES samninginn óvíst, ef þetta fær að standa svona þá endar þetta bara í lögsóknum og málaferlum næstu árin þar sem verður látið reyna á hin óskýru ákvæði laganna.“ Betur hefði farið á því að friður ríkti um landbúnað í stað málaferla. „Það er bara verið að skoða það mjög rækilega að láta málið reyna fyrir dómstólum og ég held að það sé einfaldlega eina leiðin fyrir almenning í þessu landi og verslunina, neytendur, launþega og verslunarfyrirtæki að láta á þessi ólög reyna, af því ólög eru þau.“
Landbúnaður Neytendur Atvinnurekendur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Málið sé afgreitt og þar við sitji Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. 12. apríl 2024 11:54 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Málið sé afgreitt og þar við sitji Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. 12. apríl 2024 11:54
„Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10
Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52
Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44