Málið sé afgreitt og þar við sitji Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2024 11:54 Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar Bjarna Ben, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra Vísir/vilhelm Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. Samkeppniseftirlitið, Alþýðusamband Íslands, neytendasamtökin og félag atvinnurekenda, eru allt félagasamtök og stofnanir sem hafa stigið fram og gagnrýnt þá málsmeðferð sem viðhöfð var þegar umdeildar breytingar voru gerðar á búvörulögum og afurðastöðvum - ekki aðeins í eigu bænda - var veitt undanþága frá samkeppnislögum. Á dögunum sendu sérfræðingar matvælaráðuneytisins atvinnuveganefnd bréf þar sem alvarlegar athugasemdir voru gerðar við málsmeðferð og það gagnrýnt að þeir hafi ekki verið kallaðir til fundar. Þá hafi breytingar í meðförum nefndarinnar gengið mun lengra en upphaflega hafi verið lagt upp með í upprunalegu frumvarpi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra sat í nefndinni og kom að umræddum breytingum en fréttastofa náði tali af henni þegar hún hafði nýlokið sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi. Er þetta ekki óheppileg staða fyrir þig? „Nei nei, ég tel svo ekki vera og ég meina það er ekkert óeðlilegt að ráðuneytið gefi til kynna ef það hefur efasemdir eða áhyggjur af einhverju og nú er málið bara afgreitt af hálfu þingsins og þetta bréf er þá bara statt þar, og það er svo sem ekkert meira um það að segja,“ segir Bjarkey. Hún var spurð hvort það væri ekki eitthvað í lögunum sem þyrfti að endurskoða í ljósi þeirrar hörðu gagnrýni sem hafi komið fram. „Ja, það var leitað álits Alþingis og starfsfólks þess á því hvort þetta væri hæf málsmeðferð og niðurstaðan var sú að svo væri. Ég er ekki lögfræðingur, ég get ekki sagt neitt meira um málið að svo stöddu.“ Svo ég skilji þig alveg rétt, það verður ekkert gert, lögin eru komin og þar við situr? „Ráðuneytið allavega hyggst ekki grípa inn í að svo stöddu.“ Láta vinna fyrir sig greinargerð um næstu skref Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda ásamt fleiri samtökum íhuga nú að höfða mál vegna málsmeðferðar atvinnuveganefndar og segja að málið hafi ekki hlotið þrjár umræður fyrir Alþingi líkt og stjórnarskrá kveður á um því breytingarnar sem nefndin hafi gert séu hafi verið svo róttækar. Undir það tekur stjórnsýslufræðingur sem fréttastofa hefur rætt við. Bjarkey var spurð hvernig henni litist á mögulega málshöfðun. „Ja, það verður bara allt að hafa sinn gang og ekkert nýtt undir sólinni að slíkt sé gert.“ Landbúnaður Neytendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 „Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. 11. apríl 2024 12:11 Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið, Alþýðusamband Íslands, neytendasamtökin og félag atvinnurekenda, eru allt félagasamtök og stofnanir sem hafa stigið fram og gagnrýnt þá málsmeðferð sem viðhöfð var þegar umdeildar breytingar voru gerðar á búvörulögum og afurðastöðvum - ekki aðeins í eigu bænda - var veitt undanþága frá samkeppnislögum. Á dögunum sendu sérfræðingar matvælaráðuneytisins atvinnuveganefnd bréf þar sem alvarlegar athugasemdir voru gerðar við málsmeðferð og það gagnrýnt að þeir hafi ekki verið kallaðir til fundar. Þá hafi breytingar í meðförum nefndarinnar gengið mun lengra en upphaflega hafi verið lagt upp með í upprunalegu frumvarpi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra sat í nefndinni og kom að umræddum breytingum en fréttastofa náði tali af henni þegar hún hafði nýlokið sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi. Er þetta ekki óheppileg staða fyrir þig? „Nei nei, ég tel svo ekki vera og ég meina það er ekkert óeðlilegt að ráðuneytið gefi til kynna ef það hefur efasemdir eða áhyggjur af einhverju og nú er málið bara afgreitt af hálfu þingsins og þetta bréf er þá bara statt þar, og það er svo sem ekkert meira um það að segja,“ segir Bjarkey. Hún var spurð hvort það væri ekki eitthvað í lögunum sem þyrfti að endurskoða í ljósi þeirrar hörðu gagnrýni sem hafi komið fram. „Ja, það var leitað álits Alþingis og starfsfólks þess á því hvort þetta væri hæf málsmeðferð og niðurstaðan var sú að svo væri. Ég er ekki lögfræðingur, ég get ekki sagt neitt meira um málið að svo stöddu.“ Svo ég skilji þig alveg rétt, það verður ekkert gert, lögin eru komin og þar við situr? „Ráðuneytið allavega hyggst ekki grípa inn í að svo stöddu.“ Láta vinna fyrir sig greinargerð um næstu skref Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda ásamt fleiri samtökum íhuga nú að höfða mál vegna málsmeðferðar atvinnuveganefndar og segja að málið hafi ekki hlotið þrjár umræður fyrir Alþingi líkt og stjórnarskrá kveður á um því breytingarnar sem nefndin hafi gert séu hafi verið svo róttækar. Undir það tekur stjórnsýslufræðingur sem fréttastofa hefur rætt við. Bjarkey var spurð hvernig henni litist á mögulega málshöfðun. „Ja, það verður bara allt að hafa sinn gang og ekkert nýtt undir sólinni að slíkt sé gert.“
Landbúnaður Neytendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 „Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. 11. apríl 2024 12:11 Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
„Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10
„Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. 11. apríl 2024 12:11
Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52
„Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17