Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2024 10:28 Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er spennt að segja landsmönnum fréttir í opinni dagskrá á ný. vísir/vilhelm Frá og með mánudeginum 15. apríl munu allir landsmenn hafa greiðan aðgang að kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá, alla daga ársins klukkan 18:30. Opinn fréttagluggi mun ná yfir fréttir, sportpakkann og Ísland í dag. Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fagnar opnun fréttatímans. „Það er mikilvægt að landsmenn hafi greiðan aðgang að fleiri en einum sjónvarpsfréttatíma. Það hafa síðustu misseri sýnt okkur þar sem náttúruhamfarir, væntanlegar forsetakosningar og hrókeringar í ríkisstjórn hafa verið meðal fréttamála. Fréttateymið okkar er öflugt, með faglega og líflega nálgun á fréttamál dagsins og við hlökkum til að verða aftur fastur liður í heimilislífi þjóðarinnar. Við leggjum mikla áherslu á að efla samtalið við fólkið í landinu og viljum heyra sem mest í því – þannig að ég minni á að það er hægt að senda okkur ábendingar af öllum toga á ritstjorn@visir.is,“ segir Erla Björg. Kvöldfréttir verða eftir sem áður á sínum stað á Bylgjunni auk þess að vera í beinni útsendingu á Vísi. Eva Georgs Ásudóttir er sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.Eyþór „Við erum gríðarlega stolt af kvöldfréttum Stöðvar 2 og fréttamönnum okkar sem hafa undanfarna áratugi sýnt mikinn styrk í framleiðslu á fréttatengdu efni. Rekstarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi er krefjandi og við höfum þurft að laga okkur að breyttum aðstæðum hverju sinni. Nú hefur skapast tækifæri til að gera sjónvarpsfréttirnar aftur aðgengilegar landsmönnum sem er sérlega ánægjulegt,“ segir Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Stöð 2 hefur markvisst aukið við framleiðslu á íslensku efni síðustu ár. Á efnisveitunni Stöð 2+ eru 257 íslenskar þáttaraðir og á fimmta tug talsettra barnaþáttaraða í bland við úrval af erlendu gæðaefni og hundruð kvikmynda. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fagnar opnun fréttatímans. „Það er mikilvægt að landsmenn hafi greiðan aðgang að fleiri en einum sjónvarpsfréttatíma. Það hafa síðustu misseri sýnt okkur þar sem náttúruhamfarir, væntanlegar forsetakosningar og hrókeringar í ríkisstjórn hafa verið meðal fréttamála. Fréttateymið okkar er öflugt, með faglega og líflega nálgun á fréttamál dagsins og við hlökkum til að verða aftur fastur liður í heimilislífi þjóðarinnar. Við leggjum mikla áherslu á að efla samtalið við fólkið í landinu og viljum heyra sem mest í því – þannig að ég minni á að það er hægt að senda okkur ábendingar af öllum toga á ritstjorn@visir.is,“ segir Erla Björg. Kvöldfréttir verða eftir sem áður á sínum stað á Bylgjunni auk þess að vera í beinni útsendingu á Vísi. Eva Georgs Ásudóttir er sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.Eyþór „Við erum gríðarlega stolt af kvöldfréttum Stöðvar 2 og fréttamönnum okkar sem hafa undanfarna áratugi sýnt mikinn styrk í framleiðslu á fréttatengdu efni. Rekstarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi er krefjandi og við höfum þurft að laga okkur að breyttum aðstæðum hverju sinni. Nú hefur skapast tækifæri til að gera sjónvarpsfréttirnar aftur aðgengilegar landsmönnum sem er sérlega ánægjulegt,“ segir Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Stöð 2 hefur markvisst aukið við framleiðslu á íslensku efni síðustu ár. Á efnisveitunni Stöð 2+ eru 257 íslenskar þáttaraðir og á fimmta tug talsettra barnaþáttaraða í bland við úrval af erlendu gæðaefni og hundruð kvikmynda.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira