„Þetta stappar nærri spillingu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2024 19:10 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, bindur vonir við að nýr matvælaráðherra samþykki að hittast á fundi og að gerðar verði breytingar í kjölfarið. Vísir/Arnar Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. Á dögunum sendu sérfræðingar matvælaráðuneytisins atvinnuveganefnd bréf vegna nýsamþykktra búvörulaga þar sem meiriháttar athugasemdir eru gerðar við vinnubrögðin en þeir voru ekki kallaðir fyrir nefndina. Þeir segja að breytingarnar sem hafi verið gerðar í meðförum þingsins hafi gengið mun lengra en gert var ráð fyrir með upprunalegu frumvarpi. Með nýju lögunum sé afurðastöðvunum veitt víðtæk undanþága frá samkeppnislögum óháð því hvort þær séu í eigu bænda. Því er beint til nýs matvælaráðherra að beita sér fyrir viðeigandi breytingum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir stórhættulegt að taka samkeppnislög úr sambandi. Nú geti örfáir sérhagsmunaaðilar talað sig saman um hvernig þeir eigi að stjórna markaðnum og jafnvel skipt á milli sín landsvæðum. „Hættan er sú að vöruverð muni hækka verulega þegar hópi aðila er veitt þetta vald sem felst í því að þurfa ekki að keppa í opinni samkeppni. Þá geta þeir til dæmis ákveðið að verð til bænda fyrir kíló af kjöti sé 200 krónur og enginn geti mótmælt því. Þeir geta ákveðið að þessi aðili starfi bara í Skagafirði, þessi bara á Suðurlandi og engin samkeppni þarna á milli og þetta gengur gegn öllu því sem við stöndum fyrir sem samfélag.“ Segir ákvæði stjórnarskrár ekki virt Breki segir meirihluta atvinnuveganefndar hafa brotið gegn stjórnarskránni með vinnubrögðunum því 42. grein stjórnarskrárinnar kveði á um að öll mál þurfi að hljóta þrjár umræður fyrir Alþingi. „Þarna er málinu bara snúið á hvolf milli annarrar og þriðju umræðu og algjörlega nýtt frumvarp lagt fyrir Alþingi.“ Vinnubrögðin beri keim af augljósri sérhagsmunagæslu Neytendasamtökin og nokkur önnur samtök láta nú vinna fyrir sig greinargerð um næstu skref og útiloka ekki málaferli en vonast þó til að nýr matvælaráðherra samþykki að hitta þau á fundi og ráðist í viðeigandi breytingar í kjölfarið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við lyklavöldum í matvælaráðuneytinu í gær en hún sat í atvinnuveganefnd og var ein þeirra sem stóð að umræddum breytingum. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarkeyju þrátt fyrir tilraunir. „Þegar sérhagsmunahópi er hleypt fram fyrir almannahagsmuni, leyft að semja í rauninni nýtt frumvarp sem gengur gegn almannahagsmunum og ýtir undir sérhagsmuni hjá þessum hópi…þetta stappar nærri spillingu,“ segir Breki. Breki var spurður hvers vegna Bændasamtökin settu sig ekki upp á móti nýju lögunum. „Það er mjög sérstakt af því þarna eru Bændasamtökin greinilega að taka skýra afstöðu með mjög fámennum hópi afurðastöðva, sláturhúsa, sem munu þá hafa ægivald yfir hinum almenna bónda sem er að framleiða kjöt og slíkt og ég skil ekki þessa afstöðu Bændasamtakanna, enda má sjá að fyrrverandi formaður bændasamtakanna leggst mjög gegn þessum áformum sem eru orðin að lögum.“ Breki segir að afgreiðsla þingsins á búvörulögum sé augljós hagsmunagæsla. „Þegar einn fámennur hópur fær að koma að lagasetningu og öðrum er haldið vísvitandi frá því að koma með sínar athugasemdir. Þetta er augljós sérhagsmunagæsla á kostnað almannahagsmuna.“ Landbúnaður Neytendur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Tengdar fréttir Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44 Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. 25. mars 2024 13:01 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Á dögunum sendu sérfræðingar matvælaráðuneytisins atvinnuveganefnd bréf vegna nýsamþykktra búvörulaga þar sem meiriháttar athugasemdir eru gerðar við vinnubrögðin en þeir voru ekki kallaðir fyrir nefndina. Þeir segja að breytingarnar sem hafi verið gerðar í meðförum þingsins hafi gengið mun lengra en gert var ráð fyrir með upprunalegu frumvarpi. Með nýju lögunum sé afurðastöðvunum veitt víðtæk undanþága frá samkeppnislögum óháð því hvort þær séu í eigu bænda. Því er beint til nýs matvælaráðherra að beita sér fyrir viðeigandi breytingum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir stórhættulegt að taka samkeppnislög úr sambandi. Nú geti örfáir sérhagsmunaaðilar talað sig saman um hvernig þeir eigi að stjórna markaðnum og jafnvel skipt á milli sín landsvæðum. „Hættan er sú að vöruverð muni hækka verulega þegar hópi aðila er veitt þetta vald sem felst í því að þurfa ekki að keppa í opinni samkeppni. Þá geta þeir til dæmis ákveðið að verð til bænda fyrir kíló af kjöti sé 200 krónur og enginn geti mótmælt því. Þeir geta ákveðið að þessi aðili starfi bara í Skagafirði, þessi bara á Suðurlandi og engin samkeppni þarna á milli og þetta gengur gegn öllu því sem við stöndum fyrir sem samfélag.“ Segir ákvæði stjórnarskrár ekki virt Breki segir meirihluta atvinnuveganefndar hafa brotið gegn stjórnarskránni með vinnubrögðunum því 42. grein stjórnarskrárinnar kveði á um að öll mál þurfi að hljóta þrjár umræður fyrir Alþingi. „Þarna er málinu bara snúið á hvolf milli annarrar og þriðju umræðu og algjörlega nýtt frumvarp lagt fyrir Alþingi.“ Vinnubrögðin beri keim af augljósri sérhagsmunagæslu Neytendasamtökin og nokkur önnur samtök láta nú vinna fyrir sig greinargerð um næstu skref og útiloka ekki málaferli en vonast þó til að nýr matvælaráðherra samþykki að hitta þau á fundi og ráðist í viðeigandi breytingar í kjölfarið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við lyklavöldum í matvælaráðuneytinu í gær en hún sat í atvinnuveganefnd og var ein þeirra sem stóð að umræddum breytingum. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarkeyju þrátt fyrir tilraunir. „Þegar sérhagsmunahópi er hleypt fram fyrir almannahagsmuni, leyft að semja í rauninni nýtt frumvarp sem gengur gegn almannahagsmunum og ýtir undir sérhagsmuni hjá þessum hópi…þetta stappar nærri spillingu,“ segir Breki. Breki var spurður hvers vegna Bændasamtökin settu sig ekki upp á móti nýju lögunum. „Það er mjög sérstakt af því þarna eru Bændasamtökin greinilega að taka skýra afstöðu með mjög fámennum hópi afurðastöðva, sláturhúsa, sem munu þá hafa ægivald yfir hinum almenna bónda sem er að framleiða kjöt og slíkt og ég skil ekki þessa afstöðu Bændasamtakanna, enda má sjá að fyrrverandi formaður bændasamtakanna leggst mjög gegn þessum áformum sem eru orðin að lögum.“ Breki segir að afgreiðsla þingsins á búvörulögum sé augljós hagsmunagæsla. „Þegar einn fámennur hópur fær að koma að lagasetningu og öðrum er haldið vísvitandi frá því að koma með sínar athugasemdir. Þetta er augljós sérhagsmunagæsla á kostnað almannahagsmuna.“
Landbúnaður Neytendur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Tengdar fréttir Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44 Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. 25. mars 2024 13:01 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52
Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44
Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. 25. mars 2024 13:01