Var orðinn blankur og veðjaði á litla, hrörlega húsið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2024 11:06 Reglulega hefur verið fjallað um húsið við Geirsgötu í fjölmiðlum í tímans rás. Kallað var eftir andlitslyftingu í þessari grein sem birtist árið 1977. Lítið hús við Geirsgötu 1, sem nú hýsir hamborgarastaðinn Búlluna, var að hruni komið þegar Tómas Tómasson ákvað að hefja þar veitingarekstur árið 2004. Húsið er orðið eitt helsta kennileiti hafnarsvæðisins og á sér áhugaverða sögu. Við mæltum okkur mót við Tómas Tómasson, Tomma, á Geirsötunni í Íslandi í dag í gærkvöldi. Tilefnið er tuttugu ára afmæli Búllunnar, sem opnuð var í húsinu 10. apríl 2004. Í mars 2003, ári áður en Búllan var opnuð, birtist greinarstúfur í Fréttablaðinu um húsið við Geirsgötu. „Lítið hrörlegt hús sem má muna sinn fífil fegurri,“ segir greinarhöfundur. Nú, rúmum tuttugu árum síðar, hefur Geirsgatan endurheimt forna frægð. Húsið var reist árið 1946, teiknað árið áður af arkitektunum EInari Sveinssyni og Gunnari Ólafssyni, og Tommi þekkir sögu þess vel. „Þá voru hérna þrjú fyrirtæki. Kaffi Skeifan var þeim megin sem Geirsgatan er, hinum megin var Hafnarvigtin, sem vigtaði allan fisk sem kom úr sjónum. Í turninum var svo lítil sjoppa sem seldi sælgæti og sígarettur. Hérna var mikið um að vera. Á góðum degi meðan höfnin var og hét höfðu tvö hundruð manns fengið sér kaffi og rúnstykki klukkan átta á morgnana,“ segir Tommi. En samhliða breytingum á hafnarsvæðinu slokknaði lífið í hverfinu. Húsið við Geirsgötu hafði staðið autt í fimm ár og var nánast orðið fokhelt þegar Tommi sá það auglýst í Morgunblaðinu. „Það var bara algjör tilviljun. Ég var orðinn soldið blankur og áttaði mig á því að ég þurfti að byrja að vinna aftur, 56 ára gamall, og þetta húsnæði stóð autt. Ég sá í Mogganum einhverja grein um að það ætti að leigja það út, eigandinn hafði reyndar ekki hugmynd um að það ætti að leigja það út, en einhvern veginn samþykkti hann það og við létum reyna á þetta.“ Brot úr viðtalinu við Tomma í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn eins og hann leggur sig er aðgengilegur áskrifendum í frelsiskerfi Stöðvar 2 á Stöð 2+. Veitingastaðir Reykjavík Tímamót Ísland í dag Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Við mæltum okkur mót við Tómas Tómasson, Tomma, á Geirsötunni í Íslandi í dag í gærkvöldi. Tilefnið er tuttugu ára afmæli Búllunnar, sem opnuð var í húsinu 10. apríl 2004. Í mars 2003, ári áður en Búllan var opnuð, birtist greinarstúfur í Fréttablaðinu um húsið við Geirsgötu. „Lítið hrörlegt hús sem má muna sinn fífil fegurri,“ segir greinarhöfundur. Nú, rúmum tuttugu árum síðar, hefur Geirsgatan endurheimt forna frægð. Húsið var reist árið 1946, teiknað árið áður af arkitektunum EInari Sveinssyni og Gunnari Ólafssyni, og Tommi þekkir sögu þess vel. „Þá voru hérna þrjú fyrirtæki. Kaffi Skeifan var þeim megin sem Geirsgatan er, hinum megin var Hafnarvigtin, sem vigtaði allan fisk sem kom úr sjónum. Í turninum var svo lítil sjoppa sem seldi sælgæti og sígarettur. Hérna var mikið um að vera. Á góðum degi meðan höfnin var og hét höfðu tvö hundruð manns fengið sér kaffi og rúnstykki klukkan átta á morgnana,“ segir Tommi. En samhliða breytingum á hafnarsvæðinu slokknaði lífið í hverfinu. Húsið við Geirsgötu hafði staðið autt í fimm ár og var nánast orðið fokhelt þegar Tommi sá það auglýst í Morgunblaðinu. „Það var bara algjör tilviljun. Ég var orðinn soldið blankur og áttaði mig á því að ég þurfti að byrja að vinna aftur, 56 ára gamall, og þetta húsnæði stóð autt. Ég sá í Mogganum einhverja grein um að það ætti að leigja það út, eigandinn hafði reyndar ekki hugmynd um að það ætti að leigja það út, en einhvern veginn samþykkti hann það og við létum reyna á þetta.“ Brot úr viðtalinu við Tomma í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn eins og hann leggur sig er aðgengilegur áskrifendum í frelsiskerfi Stöðvar 2 á Stöð 2+.
Veitingastaðir Reykjavík Tímamót Ísland í dag Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira