Beitir nýr matvælaráðherra sér fyrir afnámi ólaganna? Ragnar Þór Ingólfsson, Breki Karlsson og Ólafur Stephensen skrifa 10. apríl 2024 13:00 VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda sendu í síðustu viku erindi til matvælaráðherra (sem þá var Katrín Jakobsdóttir) og fóru fram á að ráðherra beitti sér fyrir því að lögin um víðtæka undanþágu kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum yrðu tekin til rækilegrar skoðunar, enda væru þau skaðleg neytendum, launþegum og verslun í landinu. Skoða þyrfti hvort lögin gengju gegn EES-samningnum og tryggt þyrfti að vera að lagasetning væri í samræmi við reglur ríkisstjórnarinnar sjálfrar um undirbúning löggjafar og ákvæði stjórnarskrárinnar um að ekkert þingmál megi samþykkja nema að undangengnum þremur umræðum. Í erindi samtakanna sagði að beinast lægi við að ráðherra beitti sér fyrir því að lögin yrðu felld úr gildi. Svar matvælaráðuneytisins barst samtökunum í gær, en þar er vísað í erindi sem ráðuneytið sendi atvinnuveganefnd Alþingis í fyrradag. Óhætt er að segja að það sé einsdæmi í seinni tíð að ráðuneyti sendi Alþingi jafnharða gagnrýni á nýsett lög. Ráðuneytið sallar niður nýju lögin Í svari matvælaráðuneytisins og erindinu til þingnefndarinnar kemur m.a. eftirfarandi fram: Sérfræðingar ráðuneytisins voru ekki kallaðir til þegar meirihluti atvinnuveganefndar gjörbreytti upphaflegu frumvarpi ráðherra um undanþágur framleiðendafélaga frá samkeppnislögum. Ráðuneytið tekur undir áhyggjur Samkeppniseftirlitsins af að lögin standist ekki EES-samninginn. Fyrirspurn frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna lagabreytinganna er væntanleg. Ósamræmi er í nefndaráliti meirihlutans og lagatextanum. Í nefndarálitinu segir að undanþágan takmarkist við félög að hluta í eigu eða undir stjórn bænda, en í lagatextanum er enga kröfu að finna um að framleiðendafélag sé í eigu eða undir stjórn frumframleiðenda (bænda). Formaður Bændasamtaka Íslands hefur í blaðagrein haldið því fram að undanþágan nái aðeins til fyrirtækja í meirihlutaeigu bænda, en sá skilningur á sér enga stoð í lagatextanum, enda segir ráðuneytið misræmið hafa valdið misskilningi í opinberri umræðu. Fyrirtæki, sem í dag starfa á kjötmarkaðnum, en eru í fjölbreyttri starfsemi, til dæmis við innflutning á búvörum og jafnvel rekstur sem ekki fellur undir landbúnað, geta fallið undir undanþáguna að mati ráðuneytisins. Ekki er kveðið á um fjárhagslegan aðskilnað framleiðendafélaga frá annarri starfsemi. Ekki er útfært í lögunum hvernig eftirliti Samkeppniseftirlitsins með þeim á að vera háttað og óljóst er til hvaða úrræða SE getur gripið, uppfylli félög ekki skilyrði laganna. Óvissa er uppi um hvernig staðið skuli að framkvæmd eftirlits. Ráðuneytið vitnar til erindis frá Samkeppniseftirlitinu, þar sem bent er á að hin nýsettu lög geti strítt gegn markmiðum samkeppnislaga og torveldað frjálsa samkeppni í viðskiptum. SE bendir einnig á að með lagabreytingunni er kjötafurðastöðvum veitt sjálfdæmi um verðlagningu til bæði bænda og smásala og neytenda. Ekkert annað aðhald komi í staðinn, eins og t.d. ákvæði um stjórn og eignarhald bænda á félögunum eða opinber verðlagning. „Ráðuneytið telur að æskilegt hefði verið að skoða hvort þörf væri á slíkum varnöglum við lagasetninguna til að gæta að hagsmunum bænda og neytenda,“ segir í bréfinu til atvinnuveganefndar. Matvælaráðuneytið sallar með öðrum orðum hin nýsettu lög og í erindi þess felst hörð gagnrýni á vinnubrögð meirihluta atvinnuveganefndar við lagasetninguna. Spillt og óvönduð vinnubrögð Ráðuneytið nefnir þó ekki það sem Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, hefur staðfest opinberlega, að lögmaður Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, Finnur Magnússon, og kollegar hans á lögmannsstofunni Juris hjálpuðu nefndinni að skrifa hinn nýja frumvarpstexta, eftir að forsvarsmenn SAFL og lögmaðurinn höfðu átt fund með nefndinni. Það er út af fyrir sig athyglisvert að formaður þingnefndar staðfesti þannig opinberlega það sem ekki er hægt að kalla annað en spillingu; að lögmenn sérhagsmunasamtaka sem blasir við að hagnast á undanþágunni frá samkeppnislögum, fái að skrifa nýjan lagatexta og öllu samráðs- og umsagnarferlinu, sem málið hafði farið í gegn um, var um leið ýtt til hliðar og öðrum umsagnaraðilum gefið langt nef. Gagnrýni ráðuneytisins sýnir síðan svo ekki verður um villst að hinn nýi frumvarpstexti hlaut enga þá rýni eða mat á áhrifum, sem reglur ríkisstjórnarinnar um vandaða löggjöf eiga að tryggja. Hin nýju lög eru ólög, eins og samtök okkar hafa ítrekað bent á. Hvað gera þingnefnd og ráðherra? Atvinnuveganefnd Alþingis er ekki stætt á öðru, í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram er komin, en að taka málið til endurskoðunar og gera breytingar á lögunum eða fella þau úr gildi. Því verður varla trúað að nefndin hyggist áfram ganga erinda sérhagsmuna en hunsa almannahagsmuni. Nýbakaður matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er í þeirri sérkennilegu stöðu að hafa verið í meirihluta atvinnuveganefndarinnar, sem keyrði ólögin í gegnum þingið. Að mati greinarhöfunda er henni heldur ekki stætt á öðru en að fylgja erindi ráðuneytis síns eftir og fara fram á breytingar á lögunum. Ráðherrar, rétt eins og þingmenn, eiga að vinna að almannahagsmunum en ekki púkka undir sérhagsmuni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Breki Karlsson Ólafur Stephensen Neytendur Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda sendu í síðustu viku erindi til matvælaráðherra (sem þá var Katrín Jakobsdóttir) og fóru fram á að ráðherra beitti sér fyrir því að lögin um víðtæka undanþágu kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum yrðu tekin til rækilegrar skoðunar, enda væru þau skaðleg neytendum, launþegum og verslun í landinu. Skoða þyrfti hvort lögin gengju gegn EES-samningnum og tryggt þyrfti að vera að lagasetning væri í samræmi við reglur ríkisstjórnarinnar sjálfrar um undirbúning löggjafar og ákvæði stjórnarskrárinnar um að ekkert þingmál megi samþykkja nema að undangengnum þremur umræðum. Í erindi samtakanna sagði að beinast lægi við að ráðherra beitti sér fyrir því að lögin yrðu felld úr gildi. Svar matvælaráðuneytisins barst samtökunum í gær, en þar er vísað í erindi sem ráðuneytið sendi atvinnuveganefnd Alþingis í fyrradag. Óhætt er að segja að það sé einsdæmi í seinni tíð að ráðuneyti sendi Alþingi jafnharða gagnrýni á nýsett lög. Ráðuneytið sallar niður nýju lögin Í svari matvælaráðuneytisins og erindinu til þingnefndarinnar kemur m.a. eftirfarandi fram: Sérfræðingar ráðuneytisins voru ekki kallaðir til þegar meirihluti atvinnuveganefndar gjörbreytti upphaflegu frumvarpi ráðherra um undanþágur framleiðendafélaga frá samkeppnislögum. Ráðuneytið tekur undir áhyggjur Samkeppniseftirlitsins af að lögin standist ekki EES-samninginn. Fyrirspurn frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna lagabreytinganna er væntanleg. Ósamræmi er í nefndaráliti meirihlutans og lagatextanum. Í nefndarálitinu segir að undanþágan takmarkist við félög að hluta í eigu eða undir stjórn bænda, en í lagatextanum er enga kröfu að finna um að framleiðendafélag sé í eigu eða undir stjórn frumframleiðenda (bænda). Formaður Bændasamtaka Íslands hefur í blaðagrein haldið því fram að undanþágan nái aðeins til fyrirtækja í meirihlutaeigu bænda, en sá skilningur á sér enga stoð í lagatextanum, enda segir ráðuneytið misræmið hafa valdið misskilningi í opinberri umræðu. Fyrirtæki, sem í dag starfa á kjötmarkaðnum, en eru í fjölbreyttri starfsemi, til dæmis við innflutning á búvörum og jafnvel rekstur sem ekki fellur undir landbúnað, geta fallið undir undanþáguna að mati ráðuneytisins. Ekki er kveðið á um fjárhagslegan aðskilnað framleiðendafélaga frá annarri starfsemi. Ekki er útfært í lögunum hvernig eftirliti Samkeppniseftirlitsins með þeim á að vera háttað og óljóst er til hvaða úrræða SE getur gripið, uppfylli félög ekki skilyrði laganna. Óvissa er uppi um hvernig staðið skuli að framkvæmd eftirlits. Ráðuneytið vitnar til erindis frá Samkeppniseftirlitinu, þar sem bent er á að hin nýsettu lög geti strítt gegn markmiðum samkeppnislaga og torveldað frjálsa samkeppni í viðskiptum. SE bendir einnig á að með lagabreytingunni er kjötafurðastöðvum veitt sjálfdæmi um verðlagningu til bæði bænda og smásala og neytenda. Ekkert annað aðhald komi í staðinn, eins og t.d. ákvæði um stjórn og eignarhald bænda á félögunum eða opinber verðlagning. „Ráðuneytið telur að æskilegt hefði verið að skoða hvort þörf væri á slíkum varnöglum við lagasetninguna til að gæta að hagsmunum bænda og neytenda,“ segir í bréfinu til atvinnuveganefndar. Matvælaráðuneytið sallar með öðrum orðum hin nýsettu lög og í erindi þess felst hörð gagnrýni á vinnubrögð meirihluta atvinnuveganefndar við lagasetninguna. Spillt og óvönduð vinnubrögð Ráðuneytið nefnir þó ekki það sem Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, hefur staðfest opinberlega, að lögmaður Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, Finnur Magnússon, og kollegar hans á lögmannsstofunni Juris hjálpuðu nefndinni að skrifa hinn nýja frumvarpstexta, eftir að forsvarsmenn SAFL og lögmaðurinn höfðu átt fund með nefndinni. Það er út af fyrir sig athyglisvert að formaður þingnefndar staðfesti þannig opinberlega það sem ekki er hægt að kalla annað en spillingu; að lögmenn sérhagsmunasamtaka sem blasir við að hagnast á undanþágunni frá samkeppnislögum, fái að skrifa nýjan lagatexta og öllu samráðs- og umsagnarferlinu, sem málið hafði farið í gegn um, var um leið ýtt til hliðar og öðrum umsagnaraðilum gefið langt nef. Gagnrýni ráðuneytisins sýnir síðan svo ekki verður um villst að hinn nýi frumvarpstexti hlaut enga þá rýni eða mat á áhrifum, sem reglur ríkisstjórnarinnar um vandaða löggjöf eiga að tryggja. Hin nýju lög eru ólög, eins og samtök okkar hafa ítrekað bent á. Hvað gera þingnefnd og ráðherra? Atvinnuveganefnd Alþingis er ekki stætt á öðru, í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram er komin, en að taka málið til endurskoðunar og gera breytingar á lögunum eða fella þau úr gildi. Því verður varla trúað að nefndin hyggist áfram ganga erinda sérhagsmuna en hunsa almannahagsmuni. Nýbakaður matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er í þeirri sérkennilegu stöðu að hafa verið í meirihluta atvinnuveganefndarinnar, sem keyrði ólögin í gegnum þingið. Að mati greinarhöfunda er henni heldur ekki stætt á öðru en að fylgja erindi ráðuneytis síns eftir og fara fram á breytingar á lögunum. Ráðherrar, rétt eins og þingmenn, eiga að vinna að almannahagsmunum en ekki púkka undir sérhagsmuni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar