Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2024 10:10 Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, ávarpar trúbræður sína við bænastund í Teheran í dag. AP/skrifstofa æðsta leiðtoga Írans Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti. Tólf manns féllu í loftárásinni í Damaskus í byrjun mánaðar: sjö liðsmenn íranska byltingarvarðarins, þar á meðal einn herforingi, fjórir Sýrlendingar og einn liðsmaður líbönsku skæruliðasamtakanna Hezbollah. Ísraelsk yfirvöld hafa ekki tekið ábyrgð á árásinni en hafa búið sig undir hörð viðbrögð frá írönskum stjórnvöldum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, hét enn hefndum á bænasamkomu við lok föstumánaðarins ramadan í dag. Stjórnvöld í Teheran viðurkenna ekki tilvist Ísraelsríkis og styðja herskáa hópa sem berjast gegn því eins og Hamas og Hezbollah. „Þegar þeir ráðast á ræðissvæði okkar var það eins og þeir réðust á landssvæði okkar. Það verður að refsa illa ríkinu og því verður refsað,“ sagði Khamenei sem lýsti því ekki frekar hvernig Ísrael yrði refsað fyrir árásina. Þá gagnrýndi æðsti leiðtoginn vesturlönd, fyrst og fremst Bandaríkin og Bretland, fyrir stuðning þeirra við Ísrael í átökum þess við Hamas-samtökin á Gasa. Vesturlönd hafi brugðist skyldu sinni að hafa hemil á Ísraelsmönnum. Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, brást við orðum Khamenei í dag með því að hóta hernaðaraðgerðum. „Ef Íran gerir árás frá landsvæði sínu, svarar Ísrael og ræðst á Íran,“ skrifaði Katz á samfélagsmiðlinum X (Twitter) á bæði farsí og hebresku. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum ísraelska utanríkisráðherrans. Íran Ísrael Sýrland Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Tólf manns féllu í loftárásinni í Damaskus í byrjun mánaðar: sjö liðsmenn íranska byltingarvarðarins, þar á meðal einn herforingi, fjórir Sýrlendingar og einn liðsmaður líbönsku skæruliðasamtakanna Hezbollah. Ísraelsk yfirvöld hafa ekki tekið ábyrgð á árásinni en hafa búið sig undir hörð viðbrögð frá írönskum stjórnvöldum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, hét enn hefndum á bænasamkomu við lok föstumánaðarins ramadan í dag. Stjórnvöld í Teheran viðurkenna ekki tilvist Ísraelsríkis og styðja herskáa hópa sem berjast gegn því eins og Hamas og Hezbollah. „Þegar þeir ráðast á ræðissvæði okkar var það eins og þeir réðust á landssvæði okkar. Það verður að refsa illa ríkinu og því verður refsað,“ sagði Khamenei sem lýsti því ekki frekar hvernig Ísrael yrði refsað fyrir árásina. Þá gagnrýndi æðsti leiðtoginn vesturlönd, fyrst og fremst Bandaríkin og Bretland, fyrir stuðning þeirra við Ísrael í átökum þess við Hamas-samtökin á Gasa. Vesturlönd hafi brugðist skyldu sinni að hafa hemil á Ísraelsmönnum. Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, brást við orðum Khamenei í dag með því að hóta hernaðaraðgerðum. „Ef Íran gerir árás frá landsvæði sínu, svarar Ísrael og ræðst á Íran,“ skrifaði Katz á samfélagsmiðlinum X (Twitter) á bæði farsí og hebresku. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum ísraelska utanríkisráðherrans.
Íran Ísrael Sýrland Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01