Taktu stjórn á streituviðbragðinu Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 8. apríl 2024 11:32 Það fylgja því ýmsar flækjur að vera manneskja, að búa yfir flóknu tauga- og hormónakerfi sem tekur auðveldlega stjórnvölin á bæði athyglinni og tilfinningum okkar í tíma og ótíma. Með innbyggt viðvörunarkerfi sem bregst við hvers kyns ógn, bæði skynjaðri og ímyndaðri getur verið kúnst að komast í gegnum daginn. En góðu fréttirnar eru þær að við búum einnig yfir innbyggðu kerfi sem hefur þann eiginleika að róa viðvörunarkerfi líkamans og þegar það virkjast þá hefur það jákvæð áhrif á bæði athyglis- og tilfinningastjórn. Það kallast sefkerfið. Á meðan viðvörunarkerfið getur kveikt á sér við hin óheppilegustu tækifæri og oft án meðvitaðs vilja þá getum við virkjað kerfið sem róar það niður meðvitað og þ.a.l. við hvaða tækifæri sem er. Viðvörunarkerfið eða streituviðbragðið er lífsnauðsynlegt og hjálpar okkur m.a. þegar við þurfum að bregðast skjótt við einhverju og þegar við viljum standa okkur. En flestir kannast við það að streituviðbragðið virkjast oft tíðar en þeir vilja og í óheppilegum aðstæðum. Með því að læra að hafa meðvitað áhrif á sefkerfið getum við tekið stjórn á streituviðbragðinu í þessum tilfellum. Það eru til ótal margar leiðir til að virkja sefkerfið sem margir nota nú þegar dags daglega. Það má virkja það með sömu leiðum og streituviðbragðið virkjast, þ.e. með ímyndun, hugsunum og sjónrænni ímyndun, rétt eins og áhyggjur, hrakfallaspá o.fl. virkja streituviðbragðið getum við notað hugann til þess að virkja sefkerfið með því að ímynda okkur stað, manneskju eða minningu sem vekur upp hlýju eða ró sem dæmi. Önnur klassísk leið er að nota djúpa magaöndun, þar sem við hægjum á önduninni og blásum út magann á innöndun eins og blöðru og drögum hann saman á útöndun. Það má því segja að þótt það sé flókið að vera manneskja og oft erfitt að ná tökum á tilverunni með þetta tauga- og hormónakerfi sem við höfum, þá erum við mjög vel búin af bæði drif- og sefkerfi sem vinna upp á móti hvor öðru eftir því hverju við þörfnumst á að halda hverju sinni. Ósjálfráð kerfi líkamans sem við getum lært að ná meðvitaðri stjórna á með ýmsum leiðum líkt og með því að hafa áhrif á hugsanir, ímyndanir og öndun okkar sem fylgja okkur hvert sem við förum. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Það fylgja því ýmsar flækjur að vera manneskja, að búa yfir flóknu tauga- og hormónakerfi sem tekur auðveldlega stjórnvölin á bæði athyglinni og tilfinningum okkar í tíma og ótíma. Með innbyggt viðvörunarkerfi sem bregst við hvers kyns ógn, bæði skynjaðri og ímyndaðri getur verið kúnst að komast í gegnum daginn. En góðu fréttirnar eru þær að við búum einnig yfir innbyggðu kerfi sem hefur þann eiginleika að róa viðvörunarkerfi líkamans og þegar það virkjast þá hefur það jákvæð áhrif á bæði athyglis- og tilfinningastjórn. Það kallast sefkerfið. Á meðan viðvörunarkerfið getur kveikt á sér við hin óheppilegustu tækifæri og oft án meðvitaðs vilja þá getum við virkjað kerfið sem róar það niður meðvitað og þ.a.l. við hvaða tækifæri sem er. Viðvörunarkerfið eða streituviðbragðið er lífsnauðsynlegt og hjálpar okkur m.a. þegar við þurfum að bregðast skjótt við einhverju og þegar við viljum standa okkur. En flestir kannast við það að streituviðbragðið virkjast oft tíðar en þeir vilja og í óheppilegum aðstæðum. Með því að læra að hafa meðvitað áhrif á sefkerfið getum við tekið stjórn á streituviðbragðinu í þessum tilfellum. Það eru til ótal margar leiðir til að virkja sefkerfið sem margir nota nú þegar dags daglega. Það má virkja það með sömu leiðum og streituviðbragðið virkjast, þ.e. með ímyndun, hugsunum og sjónrænni ímyndun, rétt eins og áhyggjur, hrakfallaspá o.fl. virkja streituviðbragðið getum við notað hugann til þess að virkja sefkerfið með því að ímynda okkur stað, manneskju eða minningu sem vekur upp hlýju eða ró sem dæmi. Önnur klassísk leið er að nota djúpa magaöndun, þar sem við hægjum á önduninni og blásum út magann á innöndun eins og blöðru og drögum hann saman á útöndun. Það má því segja að þótt það sé flókið að vera manneskja og oft erfitt að ná tökum á tilverunni með þetta tauga- og hormónakerfi sem við höfum, þá erum við mjög vel búin af bæði drif- og sefkerfi sem vinna upp á móti hvor öðru eftir því hverju við þörfnumst á að halda hverju sinni. Ósjálfráð kerfi líkamans sem við getum lært að ná meðvitaðri stjórna á með ýmsum leiðum líkt og með því að hafa áhrif á hugsanir, ímyndanir og öndun okkar sem fylgja okkur hvert sem við förum. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun