Síðasta vígi norrænna seðla fallið Árni Sæberg skrifar 4. apríl 2024 13:54 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Stöð 2/Einar Landsbanki Íslands hefur hætt kaupum og sölu á norskum krónum og mun frá og með 3. maí 2024 hætta að kaupa og selja sænskar eða danskar krónur. Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að bankinn hafi boðið upp á kaup og sölu á norskum, sænskum og dönskum myntum eins lengi og unnt var, en þar sem viðskiptabankar í móttökulandi hafi tekið fyrir skipti á reiðufé frá öðrum löndum sé ljóst að því verður ekki fram haldið. Notkun fari minnkandi Í tilkynningunni segir að notkun reiðufjár fari minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafi flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafi einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti hafi verið hertar, aftur sérstaklega á Norðurlöndunum. Fólk komi aftur heim með seðlana Samhliða þessum breytingum hafi eftirspurn viðskiptavina eftir erlendu reiðufé minnkað verulega undanfarin ár. Það verði sífellt erfiðara að greiða með reiðufé á alþjóðavettvangi. Starfsfólk í útibúum Landsbankans sé í mörgum tilfellum að taka á móti gjaldeyri sem viðskiptavinir gátu ekki notað til að inna af hendi greiðslur á ferðalögum sínum erlendis. Síðasta vígið fallið Þegar breytingar Landsbankans taka gildi verða engir norrænir seðlar fáanlegir í viðskiptabönkum hér á landi. Í byrjun árs tilkynnti Íslandsbanki að bankinn hefði þegar hætt að taka við dönskum, norskum og sænskum seðlum. Arion banki tilkynnti mánuði seinna að frá og með 15. mars 2024 myndi bankinn aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. Greiðslumiðlun Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Danmörk Noregur Svíþjóð Tengdar fréttir Hætta viðskiptum með seðla í öllum erlendum myntum nema fjórum Frá og með 15. mars 2024 mun Arion banki aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. 2. febrúar 2024 14:37 Taka ekki lengur við dönskum seðlum Frá og með áramótum hætti Íslandsbanki að taka á móti seðlum í dönskum krónum. 4. janúar 2024 10:14 Hætta að taka við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum Arion banki hefur tilkynnt að ekki verði lengur tekið við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum frá og með áramótum. 19. desember 2023 13:47 Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að bankinn hafi boðið upp á kaup og sölu á norskum, sænskum og dönskum myntum eins lengi og unnt var, en þar sem viðskiptabankar í móttökulandi hafi tekið fyrir skipti á reiðufé frá öðrum löndum sé ljóst að því verður ekki fram haldið. Notkun fari minnkandi Í tilkynningunni segir að notkun reiðufjár fari minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafi flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafi einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti hafi verið hertar, aftur sérstaklega á Norðurlöndunum. Fólk komi aftur heim með seðlana Samhliða þessum breytingum hafi eftirspurn viðskiptavina eftir erlendu reiðufé minnkað verulega undanfarin ár. Það verði sífellt erfiðara að greiða með reiðufé á alþjóðavettvangi. Starfsfólk í útibúum Landsbankans sé í mörgum tilfellum að taka á móti gjaldeyri sem viðskiptavinir gátu ekki notað til að inna af hendi greiðslur á ferðalögum sínum erlendis. Síðasta vígið fallið Þegar breytingar Landsbankans taka gildi verða engir norrænir seðlar fáanlegir í viðskiptabönkum hér á landi. Í byrjun árs tilkynnti Íslandsbanki að bankinn hefði þegar hætt að taka við dönskum, norskum og sænskum seðlum. Arion banki tilkynnti mánuði seinna að frá og með 15. mars 2024 myndi bankinn aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum.
Greiðslumiðlun Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Danmörk Noregur Svíþjóð Tengdar fréttir Hætta viðskiptum með seðla í öllum erlendum myntum nema fjórum Frá og með 15. mars 2024 mun Arion banki aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. 2. febrúar 2024 14:37 Taka ekki lengur við dönskum seðlum Frá og með áramótum hætti Íslandsbanki að taka á móti seðlum í dönskum krónum. 4. janúar 2024 10:14 Hætta að taka við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum Arion banki hefur tilkynnt að ekki verði lengur tekið við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum frá og með áramótum. 19. desember 2023 13:47 Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Sjá meira
Hætta viðskiptum með seðla í öllum erlendum myntum nema fjórum Frá og með 15. mars 2024 mun Arion banki aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. 2. febrúar 2024 14:37
Taka ekki lengur við dönskum seðlum Frá og með áramótum hætti Íslandsbanki að taka á móti seðlum í dönskum krónum. 4. janúar 2024 10:14
Hætta að taka við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum Arion banki hefur tilkynnt að ekki verði lengur tekið við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum frá og með áramótum. 19. desember 2023 13:47