Maður í manns stað Íris E. Gísladóttir skrifar 3. apríl 2024 17:01 Landinn situr nú og bíður átekta vegna mögulegra framboða í forsetaembættið. Aldrei hafa verið fleiri bendlaðir við framboð og ýmsir nafntogaðir einstaklingar þar á meðal. Stærsta spurningin er þó hvort forsætisráðherra muni gefa kost á sér. Framboð sem að margra mati myndi fella ríkisstjórnina og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Enda keppast ýmsir spegúlantar um upphrópanir um slíkt. Það sem verra er að það setur stjórn landsins í ákveðið uppnám. Óljóst er hvort sú vinna sem hefur verið lögð í ýmis mál sem unnið hefur verið að í ráðuneytunum muni nokkurn tíma skila sér. Enda margt annað sem gerist þegar ríkisstjórn fellur en að stjórnmálamenn haldi í kosningar. Stjórn þessa lands situr ekki aðeins á fárra manna höndum. Inn í hverju ráðuneyti vinna tugir starfsmanna hörðum höndum á hverjum degi við mál sem snerta okkur eða einhverja þætti lífs okkar. Í hvert sinn sem tími ríkisstjórnar er á enda og ný tekur við fer af stað ferli sem setur mörg þessara verkefna á ís. Enda ekki ljóst hvert skal halda með mörg verkefni þar sem stefna nýrra valdhafa er oft þver öfug við þá fyrri. Að mörgu leyti má líkja þessu ferli saman við þegar nýr forstjóri tekur við í fyrirtæki. Líkt og í tilfelli forstjóra hjá fyrirtækjum getur ráðherra ekki hafist handa við árangursríka vinnu á fyrsta degi. Það getur tekið vikur og stundum mánuði að setja sig inn í mál og fá svo starfsmenn til að spila með og vinna í sameiningu að nýjum markmiðum. Þetta ferli kostar ríkið gífurlegar fjárhæðir í hvert sinn auk þess sem mörg mál sitja á hakanum eða daga uppi. Því er frekar óábyrgt að fólk keppist um að koma umræðu af stað að ríkisstjórnin falli ákveði einn einstaklingur að fara í framboð. Á Íslandi er ekki persónukjör. Við kjósum flokka sem gefa út framboðslista sem á þurfa að vera að minnsta kosti tvöfaldur fjöldi þeirra þingsæta sem boði eru. Þannig eru á framboðslistum hvers flokks samtals ríflega 120 einstaklingar hverju sinni. Þó svo kjörnir fulltrúar virðist í umræðunni vera þeir einu sem hlutu kosningar þá var það í raun listinn í heild sem kosinn var. Maður hlýtur að geta komið í manns hér, líkt og annars staðar. Afhverju ætti þá stjórn landsins að fara út um þúfur víki ein manneskja frá? Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Virkjum tækifærin sem nýsköpun færir heilbrigðismálum Freyr Hólm Ketilsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Landinn situr nú og bíður átekta vegna mögulegra framboða í forsetaembættið. Aldrei hafa verið fleiri bendlaðir við framboð og ýmsir nafntogaðir einstaklingar þar á meðal. Stærsta spurningin er þó hvort forsætisráðherra muni gefa kost á sér. Framboð sem að margra mati myndi fella ríkisstjórnina og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Enda keppast ýmsir spegúlantar um upphrópanir um slíkt. Það sem verra er að það setur stjórn landsins í ákveðið uppnám. Óljóst er hvort sú vinna sem hefur verið lögð í ýmis mál sem unnið hefur verið að í ráðuneytunum muni nokkurn tíma skila sér. Enda margt annað sem gerist þegar ríkisstjórn fellur en að stjórnmálamenn haldi í kosningar. Stjórn þessa lands situr ekki aðeins á fárra manna höndum. Inn í hverju ráðuneyti vinna tugir starfsmanna hörðum höndum á hverjum degi við mál sem snerta okkur eða einhverja þætti lífs okkar. Í hvert sinn sem tími ríkisstjórnar er á enda og ný tekur við fer af stað ferli sem setur mörg þessara verkefna á ís. Enda ekki ljóst hvert skal halda með mörg verkefni þar sem stefna nýrra valdhafa er oft þver öfug við þá fyrri. Að mörgu leyti má líkja þessu ferli saman við þegar nýr forstjóri tekur við í fyrirtæki. Líkt og í tilfelli forstjóra hjá fyrirtækjum getur ráðherra ekki hafist handa við árangursríka vinnu á fyrsta degi. Það getur tekið vikur og stundum mánuði að setja sig inn í mál og fá svo starfsmenn til að spila með og vinna í sameiningu að nýjum markmiðum. Þetta ferli kostar ríkið gífurlegar fjárhæðir í hvert sinn auk þess sem mörg mál sitja á hakanum eða daga uppi. Því er frekar óábyrgt að fólk keppist um að koma umræðu af stað að ríkisstjórnin falli ákveði einn einstaklingur að fara í framboð. Á Íslandi er ekki persónukjör. Við kjósum flokka sem gefa út framboðslista sem á þurfa að vera að minnsta kosti tvöfaldur fjöldi þeirra þingsæta sem boði eru. Þannig eru á framboðslistum hvers flokks samtals ríflega 120 einstaklingar hverju sinni. Þó svo kjörnir fulltrúar virðist í umræðunni vera þeir einu sem hlutu kosningar þá var það í raun listinn í heild sem kosinn var. Maður hlýtur að geta komið í manns hér, líkt og annars staðar. Afhverju ætti þá stjórn landsins að fara út um þúfur víki ein manneskja frá? Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun