„Skrýtið að við þurfum að taka þessa baráttu á hverju ári“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2024 19:30 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/JóiK Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segist illa slegin yfir fréttum af því að ekkert áætlanaflug verði til eyja frá og með mánaðamótum og segir skrýtið að þurfa að fara í sama slaginn á ári hverju. Vegagerðin ákvað að framlengja ekki samning um slíkt flug, en bæjarstjórinn segir ábyrgðina helst liggja hjá Alþingi Í dag var greint frá því að Vegagerðin hefði ákveðið að framlengja ekki samninga við flugfélögin Erni og Mýflug um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðustu ferðir félaganna þangað verði því farnar um næstkomandi mánaðamót. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir þessar fréttir slá sig illa. „Þetta er bara eitthvað sem við vorum að vonast eftir að við fengjum ekki. Við höfum haldið því vel að ráðherra og vegamálastjóra að við þurfum á þessu að halda. Þannig að þetta voru ekki góðar fréttir,“ segir Íris. Vegamálastjóri sagði í dag að það væri ekki ætlun ríkisins að halda úti áætlunarflugi þegar aðrar samgöngur væru í lagi. „Ég get kannski alveg keypt það, en aðrar samgöngur eru ekki í lagi. En ég vil ekki benda á vegamálastjóra. Hún fer bara eftir því sem henni er sett fyrir og hennar fjármagni. Fjárveitingin er ákveðin á Alþingi.“ Íris kallar eftir því að þingmenn komi að málinu. „Vegna þess að það er auðvitað þeirra hlutverk að fylgja því eftir að tryggja samgöngur um allt land. Við erum náttúrulega bara ekki sátt, og bæði ráðherra og vegamálastjóri vita það.“ Skrýtið að taka slaginn árlega Betur hefði farið á því, að mati Írisar, að flugið yrði starfrækt út apríl, þar sem ekki sé fullnægjandi dýpi í Landeyjahöfn. „Þá skiptir auðvitað bara gríðarlega miklu máli að flugið sé til hliðar við það. Flugið skiptir okkur hér mjög miklu máli. Það er svolítið skrýtið að við þurfum að taka þessa baráttu á hverju ári.“ Fyrirhugað er að Vegagerðin bjóði út áætlunarflug til þriggja ára, og stuðningur verði veittur yfir erfiðustu vetrarmánuðina. Hafa desember, janúar og febrúar þar verið nefndir. Íris bendir þó á nokkuð sem flestir Íslendingar ættu að geta tekið undir: „Veðrið er ekki í excel-skjali. Við getum átt mjög þungan nóvember og góðan desember, þannig það þarf að vera sveigjanleiki. En svo er það líka okkar von að það verði teygt úr þessu og að flugfélögin sjái sér hag í því að fljúga hér allt árið, þó bara hluti af árinu sé ríkisstyrktur.“ Samgöngur Vestmannaeyjar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. 24. mars 2024 13:43 Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Í dag var greint frá því að Vegagerðin hefði ákveðið að framlengja ekki samninga við flugfélögin Erni og Mýflug um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðustu ferðir félaganna þangað verði því farnar um næstkomandi mánaðamót. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir þessar fréttir slá sig illa. „Þetta er bara eitthvað sem við vorum að vonast eftir að við fengjum ekki. Við höfum haldið því vel að ráðherra og vegamálastjóra að við þurfum á þessu að halda. Þannig að þetta voru ekki góðar fréttir,“ segir Íris. Vegamálastjóri sagði í dag að það væri ekki ætlun ríkisins að halda úti áætlunarflugi þegar aðrar samgöngur væru í lagi. „Ég get kannski alveg keypt það, en aðrar samgöngur eru ekki í lagi. En ég vil ekki benda á vegamálastjóra. Hún fer bara eftir því sem henni er sett fyrir og hennar fjármagni. Fjárveitingin er ákveðin á Alþingi.“ Íris kallar eftir því að þingmenn komi að málinu. „Vegna þess að það er auðvitað þeirra hlutverk að fylgja því eftir að tryggja samgöngur um allt land. Við erum náttúrulega bara ekki sátt, og bæði ráðherra og vegamálastjóri vita það.“ Skrýtið að taka slaginn árlega Betur hefði farið á því, að mati Írisar, að flugið yrði starfrækt út apríl, þar sem ekki sé fullnægjandi dýpi í Landeyjahöfn. „Þá skiptir auðvitað bara gríðarlega miklu máli að flugið sé til hliðar við það. Flugið skiptir okkur hér mjög miklu máli. Það er svolítið skrýtið að við þurfum að taka þessa baráttu á hverju ári.“ Fyrirhugað er að Vegagerðin bjóði út áætlunarflug til þriggja ára, og stuðningur verði veittur yfir erfiðustu vetrarmánuðina. Hafa desember, janúar og febrúar þar verið nefndir. Íris bendir þó á nokkuð sem flestir Íslendingar ættu að geta tekið undir: „Veðrið er ekki í excel-skjali. Við getum átt mjög þungan nóvember og góðan desember, þannig það þarf að vera sveigjanleiki. En svo er það líka okkar von að það verði teygt úr þessu og að flugfélögin sjái sér hag í því að fljúga hér allt árið, þó bara hluti af árinu sé ríkisstyrktur.“
Samgöngur Vestmannaeyjar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. 24. mars 2024 13:43 Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. 24. mars 2024 13:43
Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38