Óáreiðanleg Evrópuríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 22. mars 2024 13:32 Fullyrðingar þess efnis að ekki sé hægt að treysta á Bandaríkin í varnarmálum standast ekki nánari skoðun. Hið sama á við um fullyrðingar um að hægt sé að treysta á ríki Evrópusambandsins í þeim efnum. Fullyrðingarnar um Bandaríkin byggjast einmitt á gagnrýni bandarískra ráðamanna í garð Evrópuríkja fyrir að hafa ekki staðið við skuldindingar þeirra í varnarmálum. Með öðrum orðum að ekki sé hægt að reiða sig á þau. Með öðrum orðum hafa Bandaríkjamenn, sem sjálfir hafa staðið við skuldbindingar sínar gagnvart NATO um fjárframlög til varnarmála á liðnum árum og langt umfram það, verið gagnrýndir fyrir það að vekja máls á þeirri staðreynd að flest Evrópuríkin í varnarbandalaginu hafa ekki einu sinni staðið við lágmarksskuldbindingar sínar í þeim efnum áratugum saman þrátt fyrir margítrekuð loforð þeirra um bót og betrun. Hefðu Evrópuríkin staðið við skuldbindingar sínar væri umræddri gagnrýni Bandaríkjanna ekki fyrir að fara. Veruleikinn er sá að vegna alvarlegrar vanrækslu sinnar í varnarmálum um langt árabil eru flest Evrópuríki, þar á meðal og ekki sízt forysturíki Evrópusambandsins, í reynd ófær um að sinna eigin vörnum og hvað þá annarra. Þetta eru sömu ríkin og sumir vilja greinilega að verði alfarið treyst fyrir vörnum Íslands. Vert er einnig að hafa það í huga að með því að standa ekki við skuldbindingar sínar vegna aðildarinnar að NATO um framlög til varnarmála eru umrædd Evrópuríki í reynd ekki að virða grunnregluna um að árás á eitt ríki bandalagsins sé árás á þau öll. Eðli málsins samkvæmt er takmarkað gagn að því að segjast reiðubúinn til þess að koma öðrum til varnar þegar viðkomandi hefur í raun og veru alls enga burði til þess. Væru í vandræðum án Bandaríkjamanna Komið var ágætlega inn á þennan veruleika í máli Sönnu Marin, þáverandi forsætisráðherra Finnlands, á fundi á vegum Lowy Institute í Sydney í Ástralíu í desember 2022: „Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna.“ Þannig hefði sambandið ekki haft getu til þess að bregðast sem skyldi við innrásinni í Úkraínu. Marin gagnrýndi harðlega þau ríki Evrópusambandsins sem hefðu sótzt eftir því að mynda nánari efnahagsleg tengsl við Rússland undanfarna áratugi með kaupum á rússneskri orku sem og sambandið sjálft. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði hún. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Innrásin í Úkraínu hefði skipt stjórnvöld í Rússlandi mun meira máli en efnahagstengsl við vestræn ríki. Mánuði áður hafði Pekka Haavisto, þáverandi utanríkisráðherra Finnlands, látið þau orð falla á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, að finnsk stjórnvöld hefðu sótt um aðild að NATO þar sem ekki væri hægt að treysta á Evrópusambandið í varnarmálum. Undir þetta tók fulltrúi sænskra stjórnvalda á ráðstefnunni. Svíar hefðu einnig sótt um aðild að NATO þar sem ekki væri mögulegt að stóla á sambandið. Hafa má í huga að við Íslendingar erum þegar í varnarsamstarfi í gegnum NATO við meirihluta Evrópuríkja. Þar af nær öll ríki Evrópusambandsins. Í kjölfar aðildar Svíþjóðar og Finnlands að NATO standa einungis fjögur ríki sambandsins af 27 utan varnarbandalagsins, Austurríki, Írland, Malta og Kýpur. Utan Evrópusambandsins en í NATO eru hins vegar meðal annars Bretland, Kanada og Noregur fyrir utan Bandaríkin. Fjármögnuðu hernað rússneskra stjórnvalda Fleiri forystumenn innan Evrópusambandsins hafa ekki séð sér annað fært í stöðunni en að gangast við þessum hrópandi veruleika, jafn óþægilegt og það hefur verið fyrir þá. Fram kom til að mynda í ræðu sem Josep Borrell, utanríkismálastjóri sambandsins, flutti 10. október 2022 að ríki þess hefðu útvistað öryggis- og varnarmálum sínum til Bandaríkjanna og reist efnahagslega velsæld sína á viðskiptum við Rússland og Kína. Borrell hafði áður lýst því yfir í annarri ræðu í marz sama ár að ríki Evrópusambandsins hefðu fjármagnað hernað og hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda með áralöngum kaupum sínum á þarlendri orku. Vísaði hann þar til þess að ríki sambandsins höfðu verið stærstu viðskiptavinir Rússlands í þessum efnum. Þó dregið hafi verið úr í þeim efnum eru ríki innan þess enn að kaupa verulegt magn einkum af rússnesku gasi. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því,“ sagði Borrell í ræðunni. Í annarri ræðu í byrjun marz sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum í að minnsta kosti tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið þvert á móti orðið sífellt háðara rússnesku gasi. Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, viðurkenndi að sama skapi á Twitter-síðu sinni í maí 2022 að ríki sambandsins hefðu að miklu leyti fjármagnað stríðsrekstur stjórnvalda í Rússlandi. Með aðgerðum Evrópusambandsins til þess að draga úr því hversu háð sambandið væri rússneskri orku hefði þannig verið „skrúfað fyrir gríðarlega uppsprettu fjármögnunar fyrir stríðsvél þess [Rússlands].“ Tekur mörg ár að bæta fyrir vanræksluna Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar en áður hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi í öryggis- og varnarmálum. Þar með talið og ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins í málaflokknum hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni opinberlega. Himinn og haf er enda á milli þess sem Bandaríkin hafa lagt Úkraínumönnum til og Evrópusambandið og ríki þess. Deginum ljósara er að án stuðnings Bandaríkjamanna væri Úkraína fallin. Það sem ríki sambandsins hafa þó lagt Úkraínumönnum til, oft með semingi, hefur gengið verulega á vopnabúr þeirra sem mörg voru ekki beysin fyrir. Líklegt er að stríðið í Úkraínu muni fyrir vikið gera þau enn háðari Bandaríkjunum. Taka mun flest Evrópuríki þannig mörg ár að bæta fyrir vanræksluna hingað til takizt það á annað borð. Til dæmis birtist 18. febrúar umfjöllun þess efnis í tímaritinu Economist en það þykir afar hliðhollt Evrópusambandinu. Þá hafði brezka ríkisútvarpið BBC á dögunum eftir Armin Papperger, forstjóra þýzka vopnaframleiðandans Rheinmetall, að taka muni Evrópuríki áratug að verða fær um að sjá um sínar eigin varnir. Hvernig sem á málið er litið er ljóst að Evrópusambandið á hvergi heima í umræðum um varnarmál Íslands. Fyrir utan annað hefur sambandið einfaldlega enga burði í þeim efnum auk þess sem nær öll ríki þess eru þegar í NATO. Varnir landsins verða áfram bezt tryggðar með aðildinni að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin, eina vestræna ríkið sem getur og mun í fyrirsjáanlegri framtíð geta varið sjálft sig og aðra. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Bandaríkin Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fullyrðingar þess efnis að ekki sé hægt að treysta á Bandaríkin í varnarmálum standast ekki nánari skoðun. Hið sama á við um fullyrðingar um að hægt sé að treysta á ríki Evrópusambandsins í þeim efnum. Fullyrðingarnar um Bandaríkin byggjast einmitt á gagnrýni bandarískra ráðamanna í garð Evrópuríkja fyrir að hafa ekki staðið við skuldindingar þeirra í varnarmálum. Með öðrum orðum að ekki sé hægt að reiða sig á þau. Með öðrum orðum hafa Bandaríkjamenn, sem sjálfir hafa staðið við skuldbindingar sínar gagnvart NATO um fjárframlög til varnarmála á liðnum árum og langt umfram það, verið gagnrýndir fyrir það að vekja máls á þeirri staðreynd að flest Evrópuríkin í varnarbandalaginu hafa ekki einu sinni staðið við lágmarksskuldbindingar sínar í þeim efnum áratugum saman þrátt fyrir margítrekuð loforð þeirra um bót og betrun. Hefðu Evrópuríkin staðið við skuldbindingar sínar væri umræddri gagnrýni Bandaríkjanna ekki fyrir að fara. Veruleikinn er sá að vegna alvarlegrar vanrækslu sinnar í varnarmálum um langt árabil eru flest Evrópuríki, þar á meðal og ekki sízt forysturíki Evrópusambandsins, í reynd ófær um að sinna eigin vörnum og hvað þá annarra. Þetta eru sömu ríkin og sumir vilja greinilega að verði alfarið treyst fyrir vörnum Íslands. Vert er einnig að hafa það í huga að með því að standa ekki við skuldbindingar sínar vegna aðildarinnar að NATO um framlög til varnarmála eru umrædd Evrópuríki í reynd ekki að virða grunnregluna um að árás á eitt ríki bandalagsins sé árás á þau öll. Eðli málsins samkvæmt er takmarkað gagn að því að segjast reiðubúinn til þess að koma öðrum til varnar þegar viðkomandi hefur í raun og veru alls enga burði til þess. Væru í vandræðum án Bandaríkjamanna Komið var ágætlega inn á þennan veruleika í máli Sönnu Marin, þáverandi forsætisráðherra Finnlands, á fundi á vegum Lowy Institute í Sydney í Ástralíu í desember 2022: „Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna.“ Þannig hefði sambandið ekki haft getu til þess að bregðast sem skyldi við innrásinni í Úkraínu. Marin gagnrýndi harðlega þau ríki Evrópusambandsins sem hefðu sótzt eftir því að mynda nánari efnahagsleg tengsl við Rússland undanfarna áratugi með kaupum á rússneskri orku sem og sambandið sjálft. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði hún. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Innrásin í Úkraínu hefði skipt stjórnvöld í Rússlandi mun meira máli en efnahagstengsl við vestræn ríki. Mánuði áður hafði Pekka Haavisto, þáverandi utanríkisráðherra Finnlands, látið þau orð falla á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, að finnsk stjórnvöld hefðu sótt um aðild að NATO þar sem ekki væri hægt að treysta á Evrópusambandið í varnarmálum. Undir þetta tók fulltrúi sænskra stjórnvalda á ráðstefnunni. Svíar hefðu einnig sótt um aðild að NATO þar sem ekki væri mögulegt að stóla á sambandið. Hafa má í huga að við Íslendingar erum þegar í varnarsamstarfi í gegnum NATO við meirihluta Evrópuríkja. Þar af nær öll ríki Evrópusambandsins. Í kjölfar aðildar Svíþjóðar og Finnlands að NATO standa einungis fjögur ríki sambandsins af 27 utan varnarbandalagsins, Austurríki, Írland, Malta og Kýpur. Utan Evrópusambandsins en í NATO eru hins vegar meðal annars Bretland, Kanada og Noregur fyrir utan Bandaríkin. Fjármögnuðu hernað rússneskra stjórnvalda Fleiri forystumenn innan Evrópusambandsins hafa ekki séð sér annað fært í stöðunni en að gangast við þessum hrópandi veruleika, jafn óþægilegt og það hefur verið fyrir þá. Fram kom til að mynda í ræðu sem Josep Borrell, utanríkismálastjóri sambandsins, flutti 10. október 2022 að ríki þess hefðu útvistað öryggis- og varnarmálum sínum til Bandaríkjanna og reist efnahagslega velsæld sína á viðskiptum við Rússland og Kína. Borrell hafði áður lýst því yfir í annarri ræðu í marz sama ár að ríki Evrópusambandsins hefðu fjármagnað hernað og hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda með áralöngum kaupum sínum á þarlendri orku. Vísaði hann þar til þess að ríki sambandsins höfðu verið stærstu viðskiptavinir Rússlands í þessum efnum. Þó dregið hafi verið úr í þeim efnum eru ríki innan þess enn að kaupa verulegt magn einkum af rússnesku gasi. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því,“ sagði Borrell í ræðunni. Í annarri ræðu í byrjun marz sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum í að minnsta kosti tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið þvert á móti orðið sífellt háðara rússnesku gasi. Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, viðurkenndi að sama skapi á Twitter-síðu sinni í maí 2022 að ríki sambandsins hefðu að miklu leyti fjármagnað stríðsrekstur stjórnvalda í Rússlandi. Með aðgerðum Evrópusambandsins til þess að draga úr því hversu háð sambandið væri rússneskri orku hefði þannig verið „skrúfað fyrir gríðarlega uppsprettu fjármögnunar fyrir stríðsvél þess [Rússlands].“ Tekur mörg ár að bæta fyrir vanræksluna Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar en áður hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi í öryggis- og varnarmálum. Þar með talið og ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins í málaflokknum hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni opinberlega. Himinn og haf er enda á milli þess sem Bandaríkin hafa lagt Úkraínumönnum til og Evrópusambandið og ríki þess. Deginum ljósara er að án stuðnings Bandaríkjamanna væri Úkraína fallin. Það sem ríki sambandsins hafa þó lagt Úkraínumönnum til, oft með semingi, hefur gengið verulega á vopnabúr þeirra sem mörg voru ekki beysin fyrir. Líklegt er að stríðið í Úkraínu muni fyrir vikið gera þau enn háðari Bandaríkjunum. Taka mun flest Evrópuríki þannig mörg ár að bæta fyrir vanræksluna hingað til takizt það á annað borð. Til dæmis birtist 18. febrúar umfjöllun þess efnis í tímaritinu Economist en það þykir afar hliðhollt Evrópusambandinu. Þá hafði brezka ríkisútvarpið BBC á dögunum eftir Armin Papperger, forstjóra þýzka vopnaframleiðandans Rheinmetall, að taka muni Evrópuríki áratug að verða fær um að sjá um sínar eigin varnir. Hvernig sem á málið er litið er ljóst að Evrópusambandið á hvergi heima í umræðum um varnarmál Íslands. Fyrir utan annað hefur sambandið einfaldlega enga burði í þeim efnum auk þess sem nær öll ríki þess eru þegar í NATO. Varnir landsins verða áfram bezt tryggðar með aðildinni að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin, eina vestræna ríkið sem getur og mun í fyrirsjáanlegri framtíð geta varið sjálft sig og aðra. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar