Norðurlönd – friður og öryggi Oddný G. Harðardóttir skrifar 23. mars 2024 08:02 Í dag 23. mars er dagur Norðurlanda. Norðurlandaráð, sem er samstarfsvettvangur norrænna þingmanna, var stofnað árið 1952. Norrænu ríkin skiptast á með að fara með formennski í ráðinu. Í ár er það hlutverk Íslendinga. Á fundum Norðurlandaráðs er iðulega tekist á og deilt um málefni, rétt eins og þingmenn gera heima fyrir. En líkt og á þjóðþingum Norðurlanda ríkir meðal langflestra fulltrúa í Norðurlandaráði almenn sátt um nokkur grundvallargildi sem snerta lýðræði, jafnrétti, mannréttindi, frið og velferð. Þessi grundvöllur er traustur og hann stendur auðveldlega af sér ágreining um einstök mál og beinskeytt skoðanaskipti á fundum og þingum Norðurlandaráðs. Norrænu samstarfi stendur ekki ógn af pólitískum skoðanaskiptum heldur af öfgafullum öflum sem vilja ekki að norræn samvinna og samkennd byggi á jöfnu gildi allra manna og virðingu fyrir mannréttindum heldur á kynþáttahyggju, útilokun minnihlutahópa og andúð á öllu því sem framandi er. Þessi öfl voru til fyrir einni öld þegar norrænu félögin voru stofnuð, þau voru svo sannarlega til á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar og þau eru enn til staðar nú á dögum. Við sem störfum á þessum vettvangi verðum að vera vakandi fyrir þessari hættu og sjá til þess að öfgahópar nái þar ekki fótfestu. Friður og öryggi Stríð í Evrópu og Mið-Austurlöndum ógnar nú friði í heiminum. Við þurfum að leita aftur til síðari heimsstyrjalda til að finna hliðstæður við það ástand sem ríkir á alþjóðavettvangi. Á tímum átaka, hernaðarhyggju og vígbúnaðar er mikilvægt að friðarraddir heyrist á pólitískum vettvangi. Skelfilegar fregnir af mannfalli og þjáningum í stríði Hamas-samtakanna í Palestínu og Ísraels undirstrika þörfina á finna friðsamlegar lausnir á deilumálum. Við þessar aðstæður skiptir samstaða og samvinna norrænu þjóðanna miklu. Það er litið á okkur sem boðbera friðar og við höfum verið eindregnir talsmenn alþjóðlegra samninga um frið og afvopnun. Og við verðum að halda því áfram. Síðastliðin 200 ár hefur norrænum ríkjunum tekist að leysa deilumál sín á milli á friðsamlegan hátt. Sterk hefð er fyrir því að Norðurlönd miðli málum milli stríðandi fylkinga í öðrum heimshlutum og styðji sjálfsákvörðunarrétt smáþjóða og mannréttindi með ráðum og dáð. Öll norrænu ríkin eiga nú aðild að Atlantshafsbandalaginu og sú staða gefur tilefni til umræðu um samstarf, hlutverk og stöðu Norðurlanda innan samtakanna. Norðurlandaráð ætti að taka virkan þátt í því samtali. Við þurfum að beita okkur saman til að tryggja frið og öryggi til framtíðar. Norðurlöndin hafa lagt áherslu á að norðurslóðir séu og eigi að vera lágspennusvæði með tilliti til vopnaðra átaka. Til að ná þessu þurfum við að vinna að friði og friðsamlegum lausnum. Friður og öryggi eru grunnur þess að lifa góðu lífi sem sérhver manneskja þráir. Umhverfis- og loftlagsmál Umhverfis- og loftslagsmál á norðurslóðum eru nátengd friði og öryggi. Þegar íshellan bráðnar opnast nýjar siglingaleiðir og verðmætar auðlindir verða aðgengilegri. Öflugar þjóðir munu þá án efa leita leiða til að ná yfirráðum yfir og virkja þessar auðlindir. Þetta getur leitt til spennu og átaka sem ógna öryggi og friðsamlegri tilveru þjóða sem búa á norðurslóðum. Á norðurslóðum gætir áhrifa loftslagsbreytinga fyrr og með meira afgerandi hætti en annars staðar. Vegna viðkvæmrar náttúru norðurskautsins, veðurfars og strjálbýlis getur verið erfitt að bregðast við umhverfishamförum og öðrum ógnum. Norðurlöndin vilja vera leiðandi í heiminum í umhverfis- og loftslagsmálum sem byggja á réttlátum grænum umskiptum. Það er í þeim anda, með áherslu á velferð og lífskjör íbúa norðurslóða, sem við viljum að Norðurlandaráð beini sjónum sínum sérstaklega að loftslagsmálum á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. Höfundur er varaforseti Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Norðurlandaráð Utanríkismál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 23. mars er dagur Norðurlanda. Norðurlandaráð, sem er samstarfsvettvangur norrænna þingmanna, var stofnað árið 1952. Norrænu ríkin skiptast á með að fara með formennski í ráðinu. Í ár er það hlutverk Íslendinga. Á fundum Norðurlandaráðs er iðulega tekist á og deilt um málefni, rétt eins og þingmenn gera heima fyrir. En líkt og á þjóðþingum Norðurlanda ríkir meðal langflestra fulltrúa í Norðurlandaráði almenn sátt um nokkur grundvallargildi sem snerta lýðræði, jafnrétti, mannréttindi, frið og velferð. Þessi grundvöllur er traustur og hann stendur auðveldlega af sér ágreining um einstök mál og beinskeytt skoðanaskipti á fundum og þingum Norðurlandaráðs. Norrænu samstarfi stendur ekki ógn af pólitískum skoðanaskiptum heldur af öfgafullum öflum sem vilja ekki að norræn samvinna og samkennd byggi á jöfnu gildi allra manna og virðingu fyrir mannréttindum heldur á kynþáttahyggju, útilokun minnihlutahópa og andúð á öllu því sem framandi er. Þessi öfl voru til fyrir einni öld þegar norrænu félögin voru stofnuð, þau voru svo sannarlega til á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar og þau eru enn til staðar nú á dögum. Við sem störfum á þessum vettvangi verðum að vera vakandi fyrir þessari hættu og sjá til þess að öfgahópar nái þar ekki fótfestu. Friður og öryggi Stríð í Evrópu og Mið-Austurlöndum ógnar nú friði í heiminum. Við þurfum að leita aftur til síðari heimsstyrjalda til að finna hliðstæður við það ástand sem ríkir á alþjóðavettvangi. Á tímum átaka, hernaðarhyggju og vígbúnaðar er mikilvægt að friðarraddir heyrist á pólitískum vettvangi. Skelfilegar fregnir af mannfalli og þjáningum í stríði Hamas-samtakanna í Palestínu og Ísraels undirstrika þörfina á finna friðsamlegar lausnir á deilumálum. Við þessar aðstæður skiptir samstaða og samvinna norrænu þjóðanna miklu. Það er litið á okkur sem boðbera friðar og við höfum verið eindregnir talsmenn alþjóðlegra samninga um frið og afvopnun. Og við verðum að halda því áfram. Síðastliðin 200 ár hefur norrænum ríkjunum tekist að leysa deilumál sín á milli á friðsamlegan hátt. Sterk hefð er fyrir því að Norðurlönd miðli málum milli stríðandi fylkinga í öðrum heimshlutum og styðji sjálfsákvörðunarrétt smáþjóða og mannréttindi með ráðum og dáð. Öll norrænu ríkin eiga nú aðild að Atlantshafsbandalaginu og sú staða gefur tilefni til umræðu um samstarf, hlutverk og stöðu Norðurlanda innan samtakanna. Norðurlandaráð ætti að taka virkan þátt í því samtali. Við þurfum að beita okkur saman til að tryggja frið og öryggi til framtíðar. Norðurlöndin hafa lagt áherslu á að norðurslóðir séu og eigi að vera lágspennusvæði með tilliti til vopnaðra átaka. Til að ná þessu þurfum við að vinna að friði og friðsamlegum lausnum. Friður og öryggi eru grunnur þess að lifa góðu lífi sem sérhver manneskja þráir. Umhverfis- og loftlagsmál Umhverfis- og loftslagsmál á norðurslóðum eru nátengd friði og öryggi. Þegar íshellan bráðnar opnast nýjar siglingaleiðir og verðmætar auðlindir verða aðgengilegri. Öflugar þjóðir munu þá án efa leita leiða til að ná yfirráðum yfir og virkja þessar auðlindir. Þetta getur leitt til spennu og átaka sem ógna öryggi og friðsamlegri tilveru þjóða sem búa á norðurslóðum. Á norðurslóðum gætir áhrifa loftslagsbreytinga fyrr og með meira afgerandi hætti en annars staðar. Vegna viðkvæmrar náttúru norðurskautsins, veðurfars og strjálbýlis getur verið erfitt að bregðast við umhverfishamförum og öðrum ógnum. Norðurlöndin vilja vera leiðandi í heiminum í umhverfis- og loftslagsmálum sem byggja á réttlátum grænum umskiptum. Það er í þeim anda, með áherslu á velferð og lífskjör íbúa norðurslóða, sem við viljum að Norðurlandaráð beini sjónum sínum sérstaklega að loftslagsmálum á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. Höfundur er varaforseti Norðurlandaráðs.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar