Frumvarpið vonbrigði og hefði viljað metnaðarfyllri aðgerðir Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 21. mars 2024 20:17 Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir frumvarp háskólamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna vera vonbrigði og að frumvarpið gangi ekki nógu langt. Vísir/Sigurjón Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta segir frumvarp háskólamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna vera vonbrigði. Það þrengi að möguleikum fólks sem flokkað er sem ótryggir lántakar til að stunda nám og þá sé of skammt gengið í breytingum á styrkjafyrirkomulagi. BHM og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa skrifað umsögn um frumvarp háskólaráðherra um menntasjóð námsmanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra leggur til að ábyrgðarmannakerfið verði lagt niður að fullu og að ábyrgðarmenn lánanna verði felldir á brott. Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, fagnar þessu skrefi, það sé löngu tímabært en gagnrýnir um leið að ekki sé tekið utan um þá sem kallaðir eru ótryggir lántakar. „Í lögum hefur verið þessi undantekning fyrir þá sem kallaðir eru ekki tryggir lántakar. Þau hafa getað fengið lán með því að koma með ábyrgðamenn en með þessum breytingum þá er verið að leggja stein í götu þeirra og segja, nú getið þið einfaldlega ekki fengið lán og það er auðvitað virkilega slæmt og þetta er fólk til dæmis á vanskilaskrá og við þurfum að hafa það í huga að fólk getur verið á vanskilaskrá út af félagslegum ástæðum, það hefur kannski misstigið sig,“ segir Alexandra. Ráðherra gleymi hlutverki námslánakerfisins Alexandra segir að málið sé alvarlegt. Námslánakerfið eigi að veita fólki tækifæri án tillits til efnahagslegra aðstæðna. „Þarna hefur ráðherra einfaldlega gleymt því hvert hlutverk námslánakerfisins er en það er auðvitað að vera félagslegur jöfnunarsjóður og veita fólki tækifæri á að stunda nám án tillits til félagslegra eða efnahagslegra ástæðna,“ segir hún. Alexandra segist þá hafa bundið vonir við metnaðarfyllri aðgerðir í þágu stúdenta. „Það eru einfaldlega gífurleg vonbrigði að ráðherra ætli ekki að hreyfa neitt við þessu gífurlega háa vaxtaþaki og ráðherra ætlar ekki heldur að afnema vaxtaálag á lántakendur þannig að lántakar sitja ennþá uppi með þessar háu greiðslur og stuðningur er einfaldlega ekki bættur neitt svakalega.“ Námslán Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Leggur til að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána Ekki verður lengur gengið á eftir ábyrgðarmönnum námslána til innheimtu skuldar ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Ráðherra segir sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum og vill afnema ábyrgðarmannakerfið í heild sinni. 14. mars 2024 18:31 Gæti þurft að greiða námslán manns sem hann er ekki í neinu sambandi við Einar Erlingsson óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. 4. apríl 2023 07:00 Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. 24. mars 2023 20:01 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Sjá meira
BHM og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa skrifað umsögn um frumvarp háskólaráðherra um menntasjóð námsmanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra leggur til að ábyrgðarmannakerfið verði lagt niður að fullu og að ábyrgðarmenn lánanna verði felldir á brott. Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, fagnar þessu skrefi, það sé löngu tímabært en gagnrýnir um leið að ekki sé tekið utan um þá sem kallaðir eru ótryggir lántakar. „Í lögum hefur verið þessi undantekning fyrir þá sem kallaðir eru ekki tryggir lántakar. Þau hafa getað fengið lán með því að koma með ábyrgðamenn en með þessum breytingum þá er verið að leggja stein í götu þeirra og segja, nú getið þið einfaldlega ekki fengið lán og það er auðvitað virkilega slæmt og þetta er fólk til dæmis á vanskilaskrá og við þurfum að hafa það í huga að fólk getur verið á vanskilaskrá út af félagslegum ástæðum, það hefur kannski misstigið sig,“ segir Alexandra. Ráðherra gleymi hlutverki námslánakerfisins Alexandra segir að málið sé alvarlegt. Námslánakerfið eigi að veita fólki tækifæri án tillits til efnahagslegra aðstæðna. „Þarna hefur ráðherra einfaldlega gleymt því hvert hlutverk námslánakerfisins er en það er auðvitað að vera félagslegur jöfnunarsjóður og veita fólki tækifæri á að stunda nám án tillits til félagslegra eða efnahagslegra ástæðna,“ segir hún. Alexandra segist þá hafa bundið vonir við metnaðarfyllri aðgerðir í þágu stúdenta. „Það eru einfaldlega gífurleg vonbrigði að ráðherra ætli ekki að hreyfa neitt við þessu gífurlega háa vaxtaþaki og ráðherra ætlar ekki heldur að afnema vaxtaálag á lántakendur þannig að lántakar sitja ennþá uppi með þessar háu greiðslur og stuðningur er einfaldlega ekki bættur neitt svakalega.“
Námslán Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Leggur til að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána Ekki verður lengur gengið á eftir ábyrgðarmönnum námslána til innheimtu skuldar ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Ráðherra segir sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum og vill afnema ábyrgðarmannakerfið í heild sinni. 14. mars 2024 18:31 Gæti þurft að greiða námslán manns sem hann er ekki í neinu sambandi við Einar Erlingsson óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. 4. apríl 2023 07:00 Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. 24. mars 2023 20:01 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Sjá meira
Leggur til að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána Ekki verður lengur gengið á eftir ábyrgðarmönnum námslána til innheimtu skuldar ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Ráðherra segir sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum og vill afnema ábyrgðarmannakerfið í heild sinni. 14. mars 2024 18:31
Gæti þurft að greiða námslán manns sem hann er ekki í neinu sambandi við Einar Erlingsson óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. 4. apríl 2023 07:00
Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. 24. mars 2023 20:01