Samfylkingin slær ryki í augu almennings Hildur Sverrisdóttir skrifar 20. mars 2024 19:00 Málflutningur Samfylkingarinnar í máli fyrirhugaðra kaupa Landsbankans á Tryggingamiðstöðunni veldur miklum vonbrigðum. Það var til að mynda ótrúlegt að hlusta á formann Samfylkingarinnar í Kastljósi í gærkvöldi. Í aðra röndina talaði hún um sjálfstæði Bankasýslunnar, en í hina lýsti hún mikilli furðu yfir því að fjármálaráðherra hefði ekki stigið sjálf fyrirfram inn í kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Eigandastefna ríkisins tekur fyrir samskipti um rekstur félaga Afstaða formannsins stenst enga skoðun. Í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem nær til þeirra fjármálafyrirtækja sem Bankasýsla ríkisins hefur umsjón með: „Meginverkefni Bankasýslu ríkisins er að sjá um samskipti ríkisins við fjármálafyrirtæki sem ríkið á eignarhluti í og tengjast eigendahlutverki þess. Þau samskipti eiga að meginstefnu til að fara fram í gegnum stjórnir fjármálafyrirtækjanna. Vegna armslengdarsjónarmiða laganna er ekki gert ráð fyrir að þessir aðilar eigi bein samskipti við fjármála- og efnahagsráðuneytið eða ráðherra vegna ákvarðana er snúa að eignarhaldi ríkisins eða rekstri félaganna.“ Upplýsingar um fyrirhuguð kaup eru lögum samkvæmt innherjaupplýsingar, en samt taldi formaður Samfylkingarinnar að „hundruðir opinberra starfsmanna” hefðu átt að getað upplýst fjármálaráðherra nægilega um fyrirhuguð viðskipti til að hún stigi inn í þau. Viðskipti sem bankaráð Landsbankans hafði ekki einu sinni upplýst Bankasýsluna formlega um og það þrátt fyrir að í fyrrgreindri eigendastefnu segi að fjármálafyrirtæki skuli bera allar „meiriháttar aðgerðir“ undir hana - sem kaup að andvirði tæplega þrjátíu þúsund milljóna íslenskra króna auðvitað er. Það er furðulegt að formaður Samfylkingarinnar skuli ekki þekkja eigandastefnu ríkisins betur en raun ber vitni: Vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir beinum samskiptum við fjármála- og efnahagsráðuneytið eða ráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna. 12 Eurovision stig til ráðherra Formaður Samfylkingarinnar taldi það svo engan veginn kjarna máls að ríkisbanki væri hér að soga til sín og ríkisvæða tryggingafélag á almennum markaði. Aðalatriðið væri auðvitað „ákvarðanatökuferlið” eins og hún orðaði það. Ákvarðanatökuferli sem var reyndar bara upp á tíu hjá hæstvirtum ráðherra. 12 Eurovision-stig til ráðherra fyrir ákvarðanatökuferli sitt í þessu máli upp á punkt og prik eins og lagt er upp með í hinni ágætu eigandastefnu. Þá gagnrýndi formaðurinn að Bankasýslan, sem Samfylkingin kom á fót, hefði ekki verið lögð niður innan fimm ára frá stofnun líkt og til stóð. Hún nefndi reyndar ekki að Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, lagði til niðurlagningu stofnunarinnar með frumvarpi fyrir níu árum síðan. Við það tilefni sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrum formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis: „Eins og hæstvirtun fjármálaráðherra er kunnugt um er ég algjörlega mótfallinn frumvarpinu og skil ekkert í honum að vera að kalla yfir sig öll þau vandræði sem munu hljótast af því að samþykkja það.” Samfylkingunni hefur því snúist hugur um þetta mál, og það er reyndar alls ekki einsdæmi um þessar mundir. Formaðurinn nefndi ekki heldur en rifja má upp í þessu samhengi að fimm ára líftíminn miðaðist við að búið yrði að selja hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þar á meðal Landsbankans. En formaður Samfylkingarinnar kveðst hins vegar algjörlega mótfallin því að selja Landsbankann. Skila auðu um fyrirhuguð kaup Formaðurinn fékkst hins vegar ekki til að svara hvað henni fyndist um fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Enda væri það, líkt og áður hefur komið fram að áliti formannsins, ekki kjarni máls. Málflutningur Samfylkingarinnar í þessu máli veldur miklum vonbrigðum enda reynt að kasta ryki í augu almennings með því að því að halda því fram að ráðherra hafi ekki sinnt skyldum sínum, þvert á staðreyndir. Í þessu máli er fyrirkomulagið algerlega skýrt. Vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eigi bein samskipti við fjármálaráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna. Punktur. Hér hefur ráðherra ekki gert neitt nema hið rétta í stöðunni. Að reyna að halda öðru fram er, svo það sé aftur sagt, aum tilraun til að slá ryki í augu almennings. Aumast af öllu er að hafa svo ekki skoðun á aðalatriði málsins sem er kýrskýrt hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum: Ríkið á ekki að eiga tryggingafélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Kaup Landsbankans á TM Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Landsbankinn Tryggingar Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Sjá meira
Málflutningur Samfylkingarinnar í máli fyrirhugaðra kaupa Landsbankans á Tryggingamiðstöðunni veldur miklum vonbrigðum. Það var til að mynda ótrúlegt að hlusta á formann Samfylkingarinnar í Kastljósi í gærkvöldi. Í aðra röndina talaði hún um sjálfstæði Bankasýslunnar, en í hina lýsti hún mikilli furðu yfir því að fjármálaráðherra hefði ekki stigið sjálf fyrirfram inn í kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Eigandastefna ríkisins tekur fyrir samskipti um rekstur félaga Afstaða formannsins stenst enga skoðun. Í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem nær til þeirra fjármálafyrirtækja sem Bankasýsla ríkisins hefur umsjón með: „Meginverkefni Bankasýslu ríkisins er að sjá um samskipti ríkisins við fjármálafyrirtæki sem ríkið á eignarhluti í og tengjast eigendahlutverki þess. Þau samskipti eiga að meginstefnu til að fara fram í gegnum stjórnir fjármálafyrirtækjanna. Vegna armslengdarsjónarmiða laganna er ekki gert ráð fyrir að þessir aðilar eigi bein samskipti við fjármála- og efnahagsráðuneytið eða ráðherra vegna ákvarðana er snúa að eignarhaldi ríkisins eða rekstri félaganna.“ Upplýsingar um fyrirhuguð kaup eru lögum samkvæmt innherjaupplýsingar, en samt taldi formaður Samfylkingarinnar að „hundruðir opinberra starfsmanna” hefðu átt að getað upplýst fjármálaráðherra nægilega um fyrirhuguð viðskipti til að hún stigi inn í þau. Viðskipti sem bankaráð Landsbankans hafði ekki einu sinni upplýst Bankasýsluna formlega um og það þrátt fyrir að í fyrrgreindri eigendastefnu segi að fjármálafyrirtæki skuli bera allar „meiriháttar aðgerðir“ undir hana - sem kaup að andvirði tæplega þrjátíu þúsund milljóna íslenskra króna auðvitað er. Það er furðulegt að formaður Samfylkingarinnar skuli ekki þekkja eigandastefnu ríkisins betur en raun ber vitni: Vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir beinum samskiptum við fjármála- og efnahagsráðuneytið eða ráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna. 12 Eurovision stig til ráðherra Formaður Samfylkingarinnar taldi það svo engan veginn kjarna máls að ríkisbanki væri hér að soga til sín og ríkisvæða tryggingafélag á almennum markaði. Aðalatriðið væri auðvitað „ákvarðanatökuferlið” eins og hún orðaði það. Ákvarðanatökuferli sem var reyndar bara upp á tíu hjá hæstvirtum ráðherra. 12 Eurovision-stig til ráðherra fyrir ákvarðanatökuferli sitt í þessu máli upp á punkt og prik eins og lagt er upp með í hinni ágætu eigandastefnu. Þá gagnrýndi formaðurinn að Bankasýslan, sem Samfylkingin kom á fót, hefði ekki verið lögð niður innan fimm ára frá stofnun líkt og til stóð. Hún nefndi reyndar ekki að Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, lagði til niðurlagningu stofnunarinnar með frumvarpi fyrir níu árum síðan. Við það tilefni sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrum formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis: „Eins og hæstvirtun fjármálaráðherra er kunnugt um er ég algjörlega mótfallinn frumvarpinu og skil ekkert í honum að vera að kalla yfir sig öll þau vandræði sem munu hljótast af því að samþykkja það.” Samfylkingunni hefur því snúist hugur um þetta mál, og það er reyndar alls ekki einsdæmi um þessar mundir. Formaðurinn nefndi ekki heldur en rifja má upp í þessu samhengi að fimm ára líftíminn miðaðist við að búið yrði að selja hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þar á meðal Landsbankans. En formaður Samfylkingarinnar kveðst hins vegar algjörlega mótfallin því að selja Landsbankann. Skila auðu um fyrirhuguð kaup Formaðurinn fékkst hins vegar ekki til að svara hvað henni fyndist um fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Enda væri það, líkt og áður hefur komið fram að áliti formannsins, ekki kjarni máls. Málflutningur Samfylkingarinnar í þessu máli veldur miklum vonbrigðum enda reynt að kasta ryki í augu almennings með því að því að halda því fram að ráðherra hafi ekki sinnt skyldum sínum, þvert á staðreyndir. Í þessu máli er fyrirkomulagið algerlega skýrt. Vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eigi bein samskipti við fjármálaráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna. Punktur. Hér hefur ráðherra ekki gert neitt nema hið rétta í stöðunni. Að reyna að halda öðru fram er, svo það sé aftur sagt, aum tilraun til að slá ryki í augu almennings. Aumast af öllu er að hafa svo ekki skoðun á aðalatriði málsins sem er kýrskýrt hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum: Ríkið á ekki að eiga tryggingafélag.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun