Vísbendingar um að kvikusöfnun sé hafin á ný Lovísa Arnardóttir skrifar 18. mars 2024 08:51 Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, segir að sérfræðingar fylgist vel með stöðunni í dag og næstu daga. Enn gjósi en að því gæti lokið á næstu dögum. Vísir/Einar Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofunni, segir það ekki koma á óvart ef eldgosinu, sem hófst á laugardag, lýkur á næstu sólarhringum. „Ég held þetta sé dagaspursmál,“ segir Kristín og að starfsmenn Veðurstofu haldi áfram að fylgjast með gögnunum. Það séu vísbendingar um að kvikusöfnun sé hafin aftur við Svartsengi en að þau eigi eftir að fylgjast betur með næstu daga til að staðfesta það. „Staðan er bara frekar svipuð má segja og í gærkvöldi. Gosið heldur áfram. Það hefur aðeins dregið úr því og virknin að mestu bundin við eitt svæði,“ sagði Kristín í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að sunnan til séu að myndast gígar og þar sé mesta virknin. Hraunið renni þaðan í suðurátt, en mjög hægt. Kristín segir enn um 100 metra í að hraunið nái Suðurstrandarveginum. „Það er smá kraftur í þessu ennþá,“ segir Kristín en að það hafi dregið mikið úr og að gosið sé í raun að haga sér eins og fyrri gos síðustu mánuði. Það sem sé nýtt í þessu gosi sé að hraun rennur bæði til suðurs og vesturs og að það sé vegna þess að hraunið kemur upp aðeins sunnar en áður. „Þessi kvikugangur er á óheppilegu svæði. Það er stutt til Grindavíkur og þessi nálægð við Svartsengi. Það er alltaf mikið í húfi,“ segir Kristín. Það sé magnað og öflugt að sjá hvernig varnargarðarnir beini hrauninu frá og hvernig þeir hafi virkað. Hún segir gasmengun við gígana og af hraunbreiðunni og að fólk þurfi að fylgjast með því. Það eigi samt að draga úr því eftir því sem að það dregur úr gosinu. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristínu hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Grindavík Tengdar fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Jarðskjálfti upp á 4,4 stig reið yfir í öskjunni í Bárðabungu þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í eitt í nótt. 18. mars 2024 07:32 Gígveggurinn hækkað en annars fátt að frétta af gosinu Gangur í eldgosinu sem nú stendur yfir á Reykjanesi virðist vera með svipuðu móti og í gærkvöldi en leiðindaveður og lélegt skyggni koma í veg fyrir að hægt sé að leggja almennilegt mat á þróun mála. 18. mars 2024 06:27 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
„Ég held þetta sé dagaspursmál,“ segir Kristín og að starfsmenn Veðurstofu haldi áfram að fylgjast með gögnunum. Það séu vísbendingar um að kvikusöfnun sé hafin aftur við Svartsengi en að þau eigi eftir að fylgjast betur með næstu daga til að staðfesta það. „Staðan er bara frekar svipuð má segja og í gærkvöldi. Gosið heldur áfram. Það hefur aðeins dregið úr því og virknin að mestu bundin við eitt svæði,“ sagði Kristín í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að sunnan til séu að myndast gígar og þar sé mesta virknin. Hraunið renni þaðan í suðurátt, en mjög hægt. Kristín segir enn um 100 metra í að hraunið nái Suðurstrandarveginum. „Það er smá kraftur í þessu ennþá,“ segir Kristín en að það hafi dregið mikið úr og að gosið sé í raun að haga sér eins og fyrri gos síðustu mánuði. Það sem sé nýtt í þessu gosi sé að hraun rennur bæði til suðurs og vesturs og að það sé vegna þess að hraunið kemur upp aðeins sunnar en áður. „Þessi kvikugangur er á óheppilegu svæði. Það er stutt til Grindavíkur og þessi nálægð við Svartsengi. Það er alltaf mikið í húfi,“ segir Kristín. Það sé magnað og öflugt að sjá hvernig varnargarðarnir beini hrauninu frá og hvernig þeir hafi virkað. Hún segir gasmengun við gígana og af hraunbreiðunni og að fólk þurfi að fylgjast með því. Það eigi samt að draga úr því eftir því sem að það dregur úr gosinu. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristínu hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Grindavík Tengdar fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Jarðskjálfti upp á 4,4 stig reið yfir í öskjunni í Bárðabungu þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í eitt í nótt. 18. mars 2024 07:32 Gígveggurinn hækkað en annars fátt að frétta af gosinu Gangur í eldgosinu sem nú stendur yfir á Reykjanesi virðist vera með svipuðu móti og í gærkvöldi en leiðindaveður og lélegt skyggni koma í veg fyrir að hægt sé að leggja almennilegt mat á þróun mála. 18. mars 2024 06:27 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Stór skjálfti í Bárðarbungu Jarðskjálfti upp á 4,4 stig reið yfir í öskjunni í Bárðabungu þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í eitt í nótt. 18. mars 2024 07:32
Gígveggurinn hækkað en annars fátt að frétta af gosinu Gangur í eldgosinu sem nú stendur yfir á Reykjanesi virðist vera með svipuðu móti og í gærkvöldi en leiðindaveður og lélegt skyggni koma í veg fyrir að hægt sé að leggja almennilegt mat á þróun mála. 18. mars 2024 06:27