Eldri borgarar fá lítið út úr kjarasamningunum Kári Jónasson skrifar 18. mars 2024 09:31 Nýlokið er gerð nýrra kjarasamninga fyrir stóran hluta félaga innan ASÍ sem kunnugt er. Þessir kjarasamningar eiga að marka tímamót að mati þeirra sem að þeim standa, einkum fyrir barnafjölskyldur, og svo bættist ræstingafólk reyndar í hópinn á síðustu metrunum. En kíkjum nú aðeins á innihald samninganna, með tilliti til stöðu eldri borgara. Samkvæmt nýjustu tölum eru hér á landi um 50 þúsund manns 67 ára og eldri. Margir þeirra láta af störfum á þeim aldri, en sumir halda áfram til sjötugs. Þá er talið að um 3 % þeirra sem eru 70 ára og eldri stundi launuð störf. Ekkert fyrir 50 þúsund manns Við ljótum að fagna því að að samið hefur verið um kaup og kjör fyrir á annað hundrað félagsmanna innan ASÍ en við nánari skoðun kemur í ljós að lítið fer fyrir því að rétta hlut stórs hluta landsmanna. Þar á ég við eldri borgara. Öll munum við njóta lægri vaxta og minnkandi verðbólgu, og margir sjá fyrir sér bjartari tíma varðandi húsnæðismál. En ég hef ekki komið auga eitt einasta atriði sem snýr sérstaklega að þessum stóra hópi landsmanna – fimmtíu þúsund manns. Nú er það svo að fyrir þessa kjarasamninga var rætt við fulltrúa verkalýðssamtaka og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að muna nú eftir "garminum honum Katli", en það hefur greinilega ekki borið árangur. Eldri borgarar eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, og verða bara að taka því sem þeim er skammtað úr hnefa. Það eru allt of margir í okkar hópi sem sannarlega ættu betra skilið, en líka margir sem hafa vel til hnífs og skeiðar. Hvað er til ráða. Öflug mótmæli - í anda óánægðra evrópskra bænda- fleiri fundarályktanir - eða bara sitja með hendur í skauti. Já ég spyr. Eldri borgarar ódýrt vinnuafl Þegar menn ná 70 ára aldri hætta þeir að greiða í lífeyrissjóð, þótt þeir haldi áfram að vinna. Á sama tíma hætta vinnuveitendur að greiða mótframlag sitt fyrir viðkomandi starfsmann, og spara sér þannig ákveðna upphæð. Það virðist sanngirnismál að þessum reglum verði breytt. Það er sérstakur taxti fyrir unglinga hjá mörgum félögum, hversvegna ekki sérstakan taxta fyrir þá sem eru 70 ára og eldri. ? Þá mætti líka hugsa sér að greitt yrði aukalega í séreignasjóði, svo dæmi sé tekið Hvað er til ráða? Svo virðist sem litlar líkur sé á því að hlutur eldri borgara verði réttur í þeirri kjarasamningabylgju sem nú gengur yfir, en við skulum þó ekki gefa upp vonina. Enn hafa mörg lítil félög ekki gengið frá nýjum samningum og svo er allur ríkis og sveitastjórnargeirinn eftir, og kannski vakna einhverjir forystumenn innan raða BHM og BSRB. Eigum við ekki bara að vona það.! Þá er nýr ráðherra í fjármálaráðuneytinu og kannski ná eldri borgarar eyrum hans við fjárlagagerðina, sem er handan við hornið. Ef ekkert breytist neyðast eldri borgarar kannski til að efna til áhrifaríkra mótmæla, því það virðist vera útséð um að ná nokkrum árangri með sífelldum ályktunum, viðtölum við verkalýðsforingja og stjórnmálamenn og öflugum málflutningi. Enn á ný er minnt á að fulltrúar eldri borgara eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, en það myndi breyta miklu ef svo væri. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Kjaraviðræður 2023-24 Eldri borgarar Kjaramál Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlokið er gerð nýrra kjarasamninga fyrir stóran hluta félaga innan ASÍ sem kunnugt er. Þessir kjarasamningar eiga að marka tímamót að mati þeirra sem að þeim standa, einkum fyrir barnafjölskyldur, og svo bættist ræstingafólk reyndar í hópinn á síðustu metrunum. En kíkjum nú aðeins á innihald samninganna, með tilliti til stöðu eldri borgara. Samkvæmt nýjustu tölum eru hér á landi um 50 þúsund manns 67 ára og eldri. Margir þeirra láta af störfum á þeim aldri, en sumir halda áfram til sjötugs. Þá er talið að um 3 % þeirra sem eru 70 ára og eldri stundi launuð störf. Ekkert fyrir 50 þúsund manns Við ljótum að fagna því að að samið hefur verið um kaup og kjör fyrir á annað hundrað félagsmanna innan ASÍ en við nánari skoðun kemur í ljós að lítið fer fyrir því að rétta hlut stórs hluta landsmanna. Þar á ég við eldri borgara. Öll munum við njóta lægri vaxta og minnkandi verðbólgu, og margir sjá fyrir sér bjartari tíma varðandi húsnæðismál. En ég hef ekki komið auga eitt einasta atriði sem snýr sérstaklega að þessum stóra hópi landsmanna – fimmtíu þúsund manns. Nú er það svo að fyrir þessa kjarasamninga var rætt við fulltrúa verkalýðssamtaka og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að muna nú eftir "garminum honum Katli", en það hefur greinilega ekki borið árangur. Eldri borgarar eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, og verða bara að taka því sem þeim er skammtað úr hnefa. Það eru allt of margir í okkar hópi sem sannarlega ættu betra skilið, en líka margir sem hafa vel til hnífs og skeiðar. Hvað er til ráða. Öflug mótmæli - í anda óánægðra evrópskra bænda- fleiri fundarályktanir - eða bara sitja með hendur í skauti. Já ég spyr. Eldri borgarar ódýrt vinnuafl Þegar menn ná 70 ára aldri hætta þeir að greiða í lífeyrissjóð, þótt þeir haldi áfram að vinna. Á sama tíma hætta vinnuveitendur að greiða mótframlag sitt fyrir viðkomandi starfsmann, og spara sér þannig ákveðna upphæð. Það virðist sanngirnismál að þessum reglum verði breytt. Það er sérstakur taxti fyrir unglinga hjá mörgum félögum, hversvegna ekki sérstakan taxta fyrir þá sem eru 70 ára og eldri. ? Þá mætti líka hugsa sér að greitt yrði aukalega í séreignasjóði, svo dæmi sé tekið Hvað er til ráða? Svo virðist sem litlar líkur sé á því að hlutur eldri borgara verði réttur í þeirri kjarasamningabylgju sem nú gengur yfir, en við skulum þó ekki gefa upp vonina. Enn hafa mörg lítil félög ekki gengið frá nýjum samningum og svo er allur ríkis og sveitastjórnargeirinn eftir, og kannski vakna einhverjir forystumenn innan raða BHM og BSRB. Eigum við ekki bara að vona það.! Þá er nýr ráðherra í fjármálaráðuneytinu og kannski ná eldri borgarar eyrum hans við fjárlagagerðina, sem er handan við hornið. Ef ekkert breytist neyðast eldri borgarar kannski til að efna til áhrifaríkra mótmæla, því það virðist vera útséð um að ná nokkrum árangri með sífelldum ályktunum, viðtölum við verkalýðsforingja og stjórnmálamenn og öflugum málflutningi. Enn á ný er minnt á að fulltrúar eldri borgara eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, en það myndi breyta miklu ef svo væri. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður og leiðsögumaður.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar