Dóttirin hætt komin eftir að hárið flæktist utan um háls hennar Bjarki Sigurðsson skrifar 17. mars 2024 19:15 Sjöfn Steinsen segir dagana eftir slysið hafa verið afar erfiða. Vísir/Steingrímur Dúi Móðir sjö mánaða stúlku sem hefði getað dáið eftir að hár móðurinnar flæktist um háls barnsins á meðan þær mæðgur sváfu er enn í áfalli. Ef ekki hefði verið fyrir nágrannana hefði geta farið mun verr. Sjöfn Steinsen er 32 ára kennari í Kópavogi og eiga hún og kærasti hennar, Árni Traustason, fimm börn. Yngst þeirra er Sóldís Emma sem er sjö mánaða gömul. Sóldís sefur alla jafna ekki uppi í hjá foreldrum sínum en á aðfaranótt föstudags lagði Sjöfn hana þangað um nóttina eftir að hún hafði vaknað. Sjöfn sofnaði svo aftur með Sóldísi rétt við hliðina á sér. Klippa: Með hárið vafið um hálsinn „Við vöknum oftast milli níu og tíu og ég vakna, heyri bara hræðileg hljóð við hverja hreyfingu,“ segir Sjöfn. Hárið flækt um hálsinn Á meðan Sjöfn svaf hafði Sóldís flækt sig í hárinu á móður sinni og var það vafið um hálsinn á henni. Sjöfn reyndi að teygja sig í símann sinn en fann hvernig hárið þrengdi að hálsinum á Sóldísi í hvert sinn sem hún hreyfði sig. Sjöfn Steinsen og Sóldís. „Svo allt í einu kom þessi hugsun upp. Bara ef ég yrði mikið lengur hér væri ég að fara að drepa barnið mitt með hárinu. Þá væri hún bara að fara að hætta að anda,“ segir Sjöfn. Klippti hana lausa Hún endaði á því að hlaupa yfir til nágranna sinna og hélt á dóttur sinni alveg upp við hnakkann á sér. „Hún byrjar að reyna að bjarga henni úr hárinu á mér. Og ég var að reyna það þannig ég vissi að það væri ekki að fara að ganga. Þannig ég segi henni að klippa á mér hárið núna. Hún nær í skæri og byrjar bara að klippa,“ segir Sjöfn. Sóldís er sjö mánaða gömul. Hún nær þá að klippa hana úr og leysa flækjuna? „Já, en það tók smá tíma. Þetta var bara pínu erfitt því hún sér hana ekki. Hárið var bara fyrir henni,“ segir Sjöfn. Erfiðir dagar eftir slysið Þau hringdu á sjúkrabíl og sjúkraflutningamenn skoðuðu Sóldísi og mátu sem svo að það væri í lagi með hana. Og tveimur dögum síðar er Sóldís strax búin að ná sér af áfallinu en Sjöfn er enn að átta sig á því að þetta hafi gerst. „Mér finnst mjög mikilvægt að tala um svona þó að þetta sé furðulegt slys sem maður myndi aldrei halda að myndi gerast,“ segir Sjöfn. „Þetta er ekki bara eitthvað sem gerist fyrir mig. Þetta gerist fyrir barnið mitt. Það er alltaf erfiðara. Þannig, já, ég er búin að eiga frekar erfitt.“ Börn og uppeldi Kópavogur Hár og förðun Slysavarnir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Sjöfn Steinsen er 32 ára kennari í Kópavogi og eiga hún og kærasti hennar, Árni Traustason, fimm börn. Yngst þeirra er Sóldís Emma sem er sjö mánaða gömul. Sóldís sefur alla jafna ekki uppi í hjá foreldrum sínum en á aðfaranótt föstudags lagði Sjöfn hana þangað um nóttina eftir að hún hafði vaknað. Sjöfn sofnaði svo aftur með Sóldísi rétt við hliðina á sér. Klippa: Með hárið vafið um hálsinn „Við vöknum oftast milli níu og tíu og ég vakna, heyri bara hræðileg hljóð við hverja hreyfingu,“ segir Sjöfn. Hárið flækt um hálsinn Á meðan Sjöfn svaf hafði Sóldís flækt sig í hárinu á móður sinni og var það vafið um hálsinn á henni. Sjöfn reyndi að teygja sig í símann sinn en fann hvernig hárið þrengdi að hálsinum á Sóldísi í hvert sinn sem hún hreyfði sig. Sjöfn Steinsen og Sóldís. „Svo allt í einu kom þessi hugsun upp. Bara ef ég yrði mikið lengur hér væri ég að fara að drepa barnið mitt með hárinu. Þá væri hún bara að fara að hætta að anda,“ segir Sjöfn. Klippti hana lausa Hún endaði á því að hlaupa yfir til nágranna sinna og hélt á dóttur sinni alveg upp við hnakkann á sér. „Hún byrjar að reyna að bjarga henni úr hárinu á mér. Og ég var að reyna það þannig ég vissi að það væri ekki að fara að ganga. Þannig ég segi henni að klippa á mér hárið núna. Hún nær í skæri og byrjar bara að klippa,“ segir Sjöfn. Sóldís er sjö mánaða gömul. Hún nær þá að klippa hana úr og leysa flækjuna? „Já, en það tók smá tíma. Þetta var bara pínu erfitt því hún sér hana ekki. Hárið var bara fyrir henni,“ segir Sjöfn. Erfiðir dagar eftir slysið Þau hringdu á sjúkrabíl og sjúkraflutningamenn skoðuðu Sóldísi og mátu sem svo að það væri í lagi með hana. Og tveimur dögum síðar er Sóldís strax búin að ná sér af áfallinu en Sjöfn er enn að átta sig á því að þetta hafi gerst. „Mér finnst mjög mikilvægt að tala um svona þó að þetta sé furðulegt slys sem maður myndi aldrei halda að myndi gerast,“ segir Sjöfn. „Þetta er ekki bara eitthvað sem gerist fyrir mig. Þetta gerist fyrir barnið mitt. Það er alltaf erfiðara. Þannig, já, ég er búin að eiga frekar erfitt.“
Börn og uppeldi Kópavogur Hár og förðun Slysavarnir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira