Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2024 15:44 Donald Trump á sviði í Ohio í gær. AP/Meg Kinnard Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. Ræðuna hélt Trump í Ohio í gær og fór hann um víðan völl í um níutíu mínútna langri ræðunni. Eins og fram kemur í frétt New York Times varpaði Trump frá sér móðgunum og spáði því að ef hann yrði ekki forseti Bandaríkjanna yrðu kosningarnar í nóvember þær síðustu í Bandaríkjunum. Meðal annars líkti hann flótta- og farandfólki við dýr og sagði að ef hann tapaði gegn Joe Biden í nóvember myndu bandaríkin ganga gegnum blóðbað. Þegar hann talaði um farand- og flóttafólk og ólöglega innflytjendur hélt Trump því fram að önnur ríki hefðu tæmt fangelsi sín og sent glæpamenn að landamærum Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hvort þið kallið þau „fólk“, í sumum tilfellum,“ sagði Trump. „Þetta er ekki fólk, að mínu áliti.“ Seinna meir kallaði hann þetta fólk „dýr“. Embættismenn, og þar af menn sem störfuðu í ríkisstjórn Trumps, segja flesta sem koma að landamærunum vera fátækt og viðkvæmt fólk í leit að betra lífi. Það er ekkert sem bendir til þess að farand- og flóttafólk fremji frekar glæpi en annað fólk. "I don't know if you call them people ... these are animals" -- Trump on undocumented immigration pic.twitter.com/HVO7AqHDih— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Trump lýsti fjölgun farand- og flóttafólks á landamærunum við innrás og kenndi Joe Biden um. Trump sjálfur kom þó nýverið í veg fyrir að frumvarp sem samið var af þingmönnum beggja flokka og hefði leitt til einhverra umfangsmestu aðgerða á landamærunum í áratugi, yrði að lögum. Þá lýsti hann því yfir að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Varaði við efnahagslegu „blóðbaði“ Á einum tímapunkti í ræðu sinni var Trump að tala um efnahagsmál í Bandaríkjunum, tolla, samkeppni við Kína og bílaframleiðslu. Hann hét því að setja umfangsmikla tolla á erlenda bíla, þar sem Kínverjar ætluðu að framleiða mikinn fjölda bíla í Mexíkó. „Við ætlum að setja hundrað prósenta toll á hvern einasta bíl sem kemur yfir landamærin og þið munið ekki geta selt þessum aðilum…Ef ég verð kjörinn,“ sagði Trump. „Ef ég verð ekki kjörinn, verður þetta blóðbað fyrir allt…Það verður það minnsta. Þetta verður blóðbað fyrir landið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump ítrekað í ræðu sinni að hann í erfiðleikum með að lesa textavélina og var augljóst að hann var ítrekað að leika af fingrum fram. "Don't pay the teleprompter company" -- Trump, having a hard time reading the teleprompter in the wind, muses about stiffing the company that set it up pic.twitter.com/b2KVEgN2pB— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Trump gerði grín að því að héraðssaksóknari Fulton-sýslu, sem heldur utan um eitt af fjórum dómsmálum gegn honum héti Fani Willis, því nafnið Fani hljómaði eins og „fanny“ sem er enskt orð yfir rass. Hann kallaði Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, Gavin New-scum og gerði grín að holdarfari ríkisstjóra Illinois. Trump kallaði Joe Biden, forseta, nokkrum sinnum heimskan í ræðu sinni. Á einum tímapunkti virtist Trump ætla að kalla Biden „heimskan tíkarson“ en hætti við. "How about a couple more indictments, Joe, you dumb sonofa ... " -- Trump pic.twitter.com/pHnz1Rn4sR— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Ræðuna hélt Trump í Ohio í gær og fór hann um víðan völl í um níutíu mínútna langri ræðunni. Eins og fram kemur í frétt New York Times varpaði Trump frá sér móðgunum og spáði því að ef hann yrði ekki forseti Bandaríkjanna yrðu kosningarnar í nóvember þær síðustu í Bandaríkjunum. Meðal annars líkti hann flótta- og farandfólki við dýr og sagði að ef hann tapaði gegn Joe Biden í nóvember myndu bandaríkin ganga gegnum blóðbað. Þegar hann talaði um farand- og flóttafólk og ólöglega innflytjendur hélt Trump því fram að önnur ríki hefðu tæmt fangelsi sín og sent glæpamenn að landamærum Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hvort þið kallið þau „fólk“, í sumum tilfellum,“ sagði Trump. „Þetta er ekki fólk, að mínu áliti.“ Seinna meir kallaði hann þetta fólk „dýr“. Embættismenn, og þar af menn sem störfuðu í ríkisstjórn Trumps, segja flesta sem koma að landamærunum vera fátækt og viðkvæmt fólk í leit að betra lífi. Það er ekkert sem bendir til þess að farand- og flóttafólk fremji frekar glæpi en annað fólk. "I don't know if you call them people ... these are animals" -- Trump on undocumented immigration pic.twitter.com/HVO7AqHDih— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Trump lýsti fjölgun farand- og flóttafólks á landamærunum við innrás og kenndi Joe Biden um. Trump sjálfur kom þó nýverið í veg fyrir að frumvarp sem samið var af þingmönnum beggja flokka og hefði leitt til einhverra umfangsmestu aðgerða á landamærunum í áratugi, yrði að lögum. Þá lýsti hann því yfir að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Varaði við efnahagslegu „blóðbaði“ Á einum tímapunkti í ræðu sinni var Trump að tala um efnahagsmál í Bandaríkjunum, tolla, samkeppni við Kína og bílaframleiðslu. Hann hét því að setja umfangsmikla tolla á erlenda bíla, þar sem Kínverjar ætluðu að framleiða mikinn fjölda bíla í Mexíkó. „Við ætlum að setja hundrað prósenta toll á hvern einasta bíl sem kemur yfir landamærin og þið munið ekki geta selt þessum aðilum…Ef ég verð kjörinn,“ sagði Trump. „Ef ég verð ekki kjörinn, verður þetta blóðbað fyrir allt…Það verður það minnsta. Þetta verður blóðbað fyrir landið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump ítrekað í ræðu sinni að hann í erfiðleikum með að lesa textavélina og var augljóst að hann var ítrekað að leika af fingrum fram. "Don't pay the teleprompter company" -- Trump, having a hard time reading the teleprompter in the wind, muses about stiffing the company that set it up pic.twitter.com/b2KVEgN2pB— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Trump gerði grín að því að héraðssaksóknari Fulton-sýslu, sem heldur utan um eitt af fjórum dómsmálum gegn honum héti Fani Willis, því nafnið Fani hljómaði eins og „fanny“ sem er enskt orð yfir rass. Hann kallaði Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, Gavin New-scum og gerði grín að holdarfari ríkisstjóra Illinois. Trump kallaði Joe Biden, forseta, nokkrum sinnum heimskan í ræðu sinni. Á einum tímapunkti virtist Trump ætla að kalla Biden „heimskan tíkarson“ en hætti við. "How about a couple more indictments, Joe, you dumb sonofa ... " -- Trump pic.twitter.com/pHnz1Rn4sR— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent