Hjúkrunarfræðingur neitaði að taka hraðpróf og fær ekki krónu Árni Sæberg skrifar 15. mars 2024 16:32 Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að gangast undir hraðpróf við Covid-19, þegar omíkron-afbrigði veirunnar geisaði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur sýknað heilbrigðisfyrirtæki af öllum kröfum konu, sem höfðaði máli til heimtu skaðabóta eftir að ráðningarsamningi hennar var rift. Landsréttur taldi konuna hafa gerst seka um verulega vanefnd á ráðningarsamningi með því að neita að taka Covid-19 hraðpróf. Konan, sem starfaði sem skurðhjúkrunarfræðingur, stefndi einkareknu heilbrigðisfyrirtæki sem hún starfaði fyrir vegna uppsagnarinnar. Hún krafðist rúmra fimm milljóna króna í bætur. Konan krafðist þess að fá greiddan uppsagnarfrest og miskabætur á þeim grundvelli að uppsögnin hefði verið einhliða og ólögmæt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur var af Landsrétti, sagði að konan hafi meðal annars mannað skurðstofu við aðgerðir, þrifið áhöld fyrir aðgerðir, undirbúið skurðstofu og sinnt sjúklingum sem gengust undir aðgerð. Fyrirtækið geri meðal annars liðskiptiaðgerðir, efnaskiptaaðgerðir og sinnir lýtalækningum. Fyrirtækið sagði konunni upp eftir að hún gerði yfirmönnum sínum ljóst að hún ætlaði ekki að verða við fyrirmælum þeirra um að starfsmenn þyrftu að gangast undir hraðpróf vegna kórónuveirunnar í desember árið 2021. Í dómi Landsréttar segir að konan og fyrirtækið hafi deilt um það hvenær konan hefði fyrst fengið vitneskju um fyrirmæli fyrirtækisins þess efnis að starfsmenn þess skyldu fara í Covid-19 hraðpróf, hvort hún hafi neitað að gangast undir hraðpróf og hvenær hún hefði fyrst fengið vitneskju um að ráðningarsamningi við hana yrði rift. Hafi mátt vita að hún yrði rekin Í dómi Landsréttar var tekið undir þá niðurstöðu héraðsdóms að sannað væri að konan hefði eigi síðar en í upphafi vinnudags 20. desember 2021 fengið vitneskju um að starfsfólk fyrirtækisins ætti að fara í hraðpróf, að henni hefði á fundi eftir hádegi sama dag verið gerð grein fyrir því að henni yrði vikið fyrirvaralaust úr starfi ef hún samþykkti ekki fyrirmæli um að gangast undir hraðpróf og loks að hún hefði verið búin að neita að gangast undir hraðpróf þegar hún fékk bréf fyrirtækisins 21. desember 2021 með útskýringum á ákvörðun um riftun ráðningarsamnings. Veruleg vanefnd að taka ekki hraðpróf fyrir aðgerð Landsréttur tók einnig fram að konan hefði ekki brugðist við fullyrðingum í bréfi fyrirtækisins fyrr en mánuði síðar, en fullt tilefni hefði verið fyrir hana að bregðast strax við, teldi hún að fullyrðingarnar væru rangar og að ráðningarsamningnum hefði verið rift á þeim grunni. Þá yrði ekki annað ráðið af ákvörðun konunnar um að mæta ekki til vinnu 21. desember 2021 en að hún hafi fyrir upphaf þess vinnudags vitað að ráðningarsamningi hennar hefði verið rift. Einnig leit Landsréttur til þess að við þær aðstæður sem upp voru komnar gæti ekki komið til þess að konan innti af hendi vinnu sína, en í því hafi ótvírætt falist veruleg vanefnd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Konan, sem starfaði sem skurðhjúkrunarfræðingur, stefndi einkareknu heilbrigðisfyrirtæki sem hún starfaði fyrir vegna uppsagnarinnar. Hún krafðist rúmra fimm milljóna króna í bætur. Konan krafðist þess að fá greiddan uppsagnarfrest og miskabætur á þeim grundvelli að uppsögnin hefði verið einhliða og ólögmæt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur var af Landsrétti, sagði að konan hafi meðal annars mannað skurðstofu við aðgerðir, þrifið áhöld fyrir aðgerðir, undirbúið skurðstofu og sinnt sjúklingum sem gengust undir aðgerð. Fyrirtækið geri meðal annars liðskiptiaðgerðir, efnaskiptaaðgerðir og sinnir lýtalækningum. Fyrirtækið sagði konunni upp eftir að hún gerði yfirmönnum sínum ljóst að hún ætlaði ekki að verða við fyrirmælum þeirra um að starfsmenn þyrftu að gangast undir hraðpróf vegna kórónuveirunnar í desember árið 2021. Í dómi Landsréttar segir að konan og fyrirtækið hafi deilt um það hvenær konan hefði fyrst fengið vitneskju um fyrirmæli fyrirtækisins þess efnis að starfsmenn þess skyldu fara í Covid-19 hraðpróf, hvort hún hafi neitað að gangast undir hraðpróf og hvenær hún hefði fyrst fengið vitneskju um að ráðningarsamningi við hana yrði rift. Hafi mátt vita að hún yrði rekin Í dómi Landsréttar var tekið undir þá niðurstöðu héraðsdóms að sannað væri að konan hefði eigi síðar en í upphafi vinnudags 20. desember 2021 fengið vitneskju um að starfsfólk fyrirtækisins ætti að fara í hraðpróf, að henni hefði á fundi eftir hádegi sama dag verið gerð grein fyrir því að henni yrði vikið fyrirvaralaust úr starfi ef hún samþykkti ekki fyrirmæli um að gangast undir hraðpróf og loks að hún hefði verið búin að neita að gangast undir hraðpróf þegar hún fékk bréf fyrirtækisins 21. desember 2021 með útskýringum á ákvörðun um riftun ráðningarsamnings. Veruleg vanefnd að taka ekki hraðpróf fyrir aðgerð Landsréttur tók einnig fram að konan hefði ekki brugðist við fullyrðingum í bréfi fyrirtækisins fyrr en mánuði síðar, en fullt tilefni hefði verið fyrir hana að bregðast strax við, teldi hún að fullyrðingarnar væru rangar og að ráðningarsamningnum hefði verið rift á þeim grunni. Þá yrði ekki annað ráðið af ákvörðun konunnar um að mæta ekki til vinnu 21. desember 2021 en að hún hafi fyrir upphaf þess vinnudags vitað að ráðningarsamningi hennar hefði verið rift. Einnig leit Landsréttur til þess að við þær aðstæður sem upp voru komnar gæti ekki komið til þess að konan innti af hendi vinnu sína, en í því hafi ótvírætt falist veruleg vanefnd
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira