Fjárfestum í öflugum rannsóknarinnviðum Margrét Helga Ögmundsdóttir skrifar 13. mars 2024 11:31 Mikilvægi vísindastarfs hefur orðið ljóst í áskorunum síðustu ára, þar sem helst má nefna eldsumbrot á Reykjanesskaga og veirufaraldur. Við höfum orðið vitni að viðbrögðum sem hafa skipt sköpum og byggja á vísindalegri nálgun. Þessi skjótu viðbrögð eru vegna þess öfluga vísindastarfs sem stundað er við háskóla og rannsóknastofnanir á Íslandi og í góðu samstarfi við fyrirtæki í landinu. Öflugar rannsóknir eru forsenda þess að við verðum viðbúin næstu áskorunum og getum komið í veg fyrir einhverjar. Rannsóknir á Íslandi eru fjölbreyttar og margar á heimsmælikvarða hvað varðar áhrif og gæði. Rannsóknirnar eiga það sameiginlegt að skilja betur virkni lífs og hluta, umhverfis okkar og samfélags, til þess að geta haft áhrif til góðs. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að fjárfesting í vísindastarfi skilar sér í óbeinum verðmætum sem geta komið í ljós árum og jafnvel áratugum síðar. Vísindastarfið þarf að vera í samfellu og af miklum gæðum til þess að hafa raunveruleg áhrif. Rannsóknarinnviðir eru undirstaða þess að hægt sé að stunda rannsóknir. Slíkir innviðir geta verið tæki eins og smásjár og mælitæki en einnig rafrænir innviðir þar sem gögn eru tekin saman á þann hátt að hægt sé að varpa á þau rannsóknarspurningum. Mikið hefur unnist hér á landi undanfarna áratugi við að byggja upp góða rannsóknarinnviði, og ber einkum að þakka þrotlausu hugsjónastarfi frumkvöðla innan háskóla og rannsóknastofnana. Sem dæmi má nefna þá frumkvöðla sem stóðu að stofnun Krabbameinsskrár sem hefur að geyma upplýsingar um öll greind krabbamein á Íslandi frá 1955. Skráin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í því að Ísland hefur verið leiðandi á heimsvísu þegar kemur að krabbameinsrannsóknum. Innviðasjóður styrkir uppbyggingu stærri rannsóknarinnviða hér á landi. Slíkir sjóðir eru grundvöllur rannsókna og vísindastarfs í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Í Evrópulöndum eru margir rannsóknarinnviðir í hverju landi tengdir í gegnum samstarfsverkefni til þess að tryggja heildstæða uppbyggingu sem nýtist sem flestum á landsvísu. Slík verkefni hafa verið kölluð vegvísaverkefni (e. Research Infrastructure Roadmaps). Vegvísaverkefni ólíkra landa tengjast jafnframt í samevrópsk verkefni. Komið hefur berlega í ljós að uppbygging rannsóknarinnviða er sterkust með góðri samvinnu. Hér á landi var gerður fyrsti vegvísir um rannsóknarinnviði fyrir þremur árum, með það að markmiði að efla samstarf vísindafólks, auka aðgengi að rannsóknarinnviðum og auka þannig gæði og áhrif þeirra rannsókna sem stundaðar eru á Íslandi. Til þess að halda þessari vegferð áfram var ánægjulegt að sjá að Innviðasjóður hefur nú auglýst að uppfæra skuli vegvísinn og óskar eftir hugmyndum um nýja rannsóknarinnviði og samstarfsverkefni. Það er lykilatriði að við endurskoðum sífellt áherslur, metum árangur og bætum þau verkefni sem við vinnum að. En uppbyggingu þurfa að fylgja fjármunir. Það er því von mín að um mistök sé að ræða þegar í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir verulegum niðurskurði í Innviðasjóð úr þeim rúmu 500 milljónum sem varið hefur verið í hann árlega undanfarin ár. Uppbygging viðamikilla rannsóknarinnviða í gegnum Innviðasjóð byggir á gegnsæi og traustu gæðamati. Þetta er lykilatriði til þess að við endurmetum sífellt hvar best er að áherslur liggi og hverju rannsóknir skila. Þróun samstarfsverkefna í gegnum Innviðasjóð tryggir auk þess samstarf allra háskóla, stofnana og fyrirtækja í landinu. Þetta hefur strax skilað auknum árangri. Til þess að geta brugðist skjótt við þurfum við að hafa trausta og samhæfða rannsóknarinnviði. Ekki er síður mikilvægt að hafa slíka rannsóknarinnviði til þess að búa okkur undir óvænta atburði. Verum ekki bara viðbúin þegar áföllin dynja á heldur komum líka í veg fyrir þau sem hægt er að koma í veg fyrir. Til þess þurfum við sem samfélag að fjárfesta í rannsóknarinnviðum og vísindum. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Vísindi Skóla - og menntamál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Mikilvægi vísindastarfs hefur orðið ljóst í áskorunum síðustu ára, þar sem helst má nefna eldsumbrot á Reykjanesskaga og veirufaraldur. Við höfum orðið vitni að viðbrögðum sem hafa skipt sköpum og byggja á vísindalegri nálgun. Þessi skjótu viðbrögð eru vegna þess öfluga vísindastarfs sem stundað er við háskóla og rannsóknastofnanir á Íslandi og í góðu samstarfi við fyrirtæki í landinu. Öflugar rannsóknir eru forsenda þess að við verðum viðbúin næstu áskorunum og getum komið í veg fyrir einhverjar. Rannsóknir á Íslandi eru fjölbreyttar og margar á heimsmælikvarða hvað varðar áhrif og gæði. Rannsóknirnar eiga það sameiginlegt að skilja betur virkni lífs og hluta, umhverfis okkar og samfélags, til þess að geta haft áhrif til góðs. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að fjárfesting í vísindastarfi skilar sér í óbeinum verðmætum sem geta komið í ljós árum og jafnvel áratugum síðar. Vísindastarfið þarf að vera í samfellu og af miklum gæðum til þess að hafa raunveruleg áhrif. Rannsóknarinnviðir eru undirstaða þess að hægt sé að stunda rannsóknir. Slíkir innviðir geta verið tæki eins og smásjár og mælitæki en einnig rafrænir innviðir þar sem gögn eru tekin saman á þann hátt að hægt sé að varpa á þau rannsóknarspurningum. Mikið hefur unnist hér á landi undanfarna áratugi við að byggja upp góða rannsóknarinnviði, og ber einkum að þakka þrotlausu hugsjónastarfi frumkvöðla innan háskóla og rannsóknastofnana. Sem dæmi má nefna þá frumkvöðla sem stóðu að stofnun Krabbameinsskrár sem hefur að geyma upplýsingar um öll greind krabbamein á Íslandi frá 1955. Skráin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í því að Ísland hefur verið leiðandi á heimsvísu þegar kemur að krabbameinsrannsóknum. Innviðasjóður styrkir uppbyggingu stærri rannsóknarinnviða hér á landi. Slíkir sjóðir eru grundvöllur rannsókna og vísindastarfs í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Í Evrópulöndum eru margir rannsóknarinnviðir í hverju landi tengdir í gegnum samstarfsverkefni til þess að tryggja heildstæða uppbyggingu sem nýtist sem flestum á landsvísu. Slík verkefni hafa verið kölluð vegvísaverkefni (e. Research Infrastructure Roadmaps). Vegvísaverkefni ólíkra landa tengjast jafnframt í samevrópsk verkefni. Komið hefur berlega í ljós að uppbygging rannsóknarinnviða er sterkust með góðri samvinnu. Hér á landi var gerður fyrsti vegvísir um rannsóknarinnviði fyrir þremur árum, með það að markmiði að efla samstarf vísindafólks, auka aðgengi að rannsóknarinnviðum og auka þannig gæði og áhrif þeirra rannsókna sem stundaðar eru á Íslandi. Til þess að halda þessari vegferð áfram var ánægjulegt að sjá að Innviðasjóður hefur nú auglýst að uppfæra skuli vegvísinn og óskar eftir hugmyndum um nýja rannsóknarinnviði og samstarfsverkefni. Það er lykilatriði að við endurskoðum sífellt áherslur, metum árangur og bætum þau verkefni sem við vinnum að. En uppbyggingu þurfa að fylgja fjármunir. Það er því von mín að um mistök sé að ræða þegar í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir verulegum niðurskurði í Innviðasjóð úr þeim rúmu 500 milljónum sem varið hefur verið í hann árlega undanfarin ár. Uppbygging viðamikilla rannsóknarinnviða í gegnum Innviðasjóð byggir á gegnsæi og traustu gæðamati. Þetta er lykilatriði til þess að við endurmetum sífellt hvar best er að áherslur liggi og hverju rannsóknir skila. Þróun samstarfsverkefna í gegnum Innviðasjóð tryggir auk þess samstarf allra háskóla, stofnana og fyrirtækja í landinu. Þetta hefur strax skilað auknum árangri. Til þess að geta brugðist skjótt við þurfum við að hafa trausta og samhæfða rannsóknarinnviði. Ekki er síður mikilvægt að hafa slíka rannsóknarinnviði til þess að búa okkur undir óvænta atburði. Verum ekki bara viðbúin þegar áföllin dynja á heldur komum líka í veg fyrir þau sem hægt er að koma í veg fyrir. Til þess þurfum við sem samfélag að fjárfesta í rannsóknarinnviðum og vísindum. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun