Opna pílu- og veitingastað á gamla Stjörnutorgi Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2024 07:25 Alls verða fimmtán pílubásar á staðnum, skuffleborð og tvö karíkóherbergi. Aðsend Alþjóðlega veitingastaða- og afþreyingakeðjan Oche kemur til með að taka yfir pláss hins gamla Stjörnutorgs Kringlunnar frá og með sumarbyrjun. Þetta kemur fram fram í tilkynningu þar sem segir að Ísland verði þar með níunda landið þar sem Oche opnar stað sem þessum. Boðið verður upp á veitingar, hátækni pílu, shuffleborð, auk þess að hægt er að taka karókíherbergi á leigu. Mikael Harðarson framkvæmdastjóri Oche Reykjavík. Mikael Harðarson er framkvæmdastjóri og einn eigenda Oche Reykjavík og er haft eftir honum að hann segist spenntur fyrir því að sjá verkefnið loks verða að veruleika. „Við vinnum nú hörðum höndum að undirbúningi opnunar. Framkvæmdir ganga vel en það er í mörg horn að líta og til þess að setja hluti í samhengi þá verða yfir 100 myndavélar inni á staðnum til þess að festa á filmu og skilja betur hvert verið er að kasta pílunum og eins til að fylgjast með því sem er að gerast á shuffleborðunum. Þetta verður háþróaðasti pílustaður landsins og ýmsar nýjungar í boði sem við höfum ekki séð hér á landi áður,“ segir Mikael. Á staðnum verða fimmtán pílubásar, eitt VIP herbergi, fimm shuffleborð, tvö karókíherbergi og sæti fyrir 230 til þrjú hundruð gesti í mat og drykk. Haft er eftir Guðjóni Auðunssyni, forstjóra Reita, að mikil eftirvænting ríki innan félagsins og Kringlunnar fyrir því að fá Oche í húsið. „Opnun staðarins er stórt og mikilvægt skref í gagngerri endurnýjun á 3. hæð verslunarmiðstöðvarinnar og við fögnum því að taka þátt í verkefninu og hlökkum til samstarfsins við öfluga rekstraraðila Oche Reykjavík. Að okkar mati færir staðurinn þjónustu- og skemmtiframboð Kringlunnar á áður óþekktan og spennandi stað og það er að sjálfsögðu ekkert annað en jákvætt“. Aðsend Í tilkynningunni segir að matseðillinn á Oche verði þróaður af einum af eigendum staðarins, Ágústi Reynissyni, sem er einnig einn eigenda veitingastaðanna Fiskmarkaðsins og Grillmarkaðsins. „Rík áhersla verður lögð á rétti sem hægt er að deila og verða meðal annars tapasréttir og pizzur eitthvað sem gestir geta gætt sér á. Ásamt þeim Ágústi og Mikael eru aðrir eigendur staðarins þeir Davíð Lúther Sigurðarson og Kristján Sveinlaugsson. Oche í Kringlunni er tíundi Oche staðurinn sem opnar á heimsvísu og eru staðir keðjunnar til að mynda í Ástralíu, Dubai, Bretlandi, Svíþjóð og Noregi. Troy Warfield, forstjóri The Social Gaming Group, félagsins sem á einkaleyfið fyrir Oche vörumerkinu, er að vonum glaður með áformin,“ segir í tilkynningunni. Troy Warfield er forstjóri The Social Gaming Group sem rekur Oche-staðina.Aðsend Pílukast Reykjavík Kringlan Veitingastaðir Tengdar fréttir Stjörnutorgsskiltið fer á nýtt Stjörnutorg Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. 2. desember 2022 13:24 Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram fram í tilkynningu þar sem segir að Ísland verði þar með níunda landið þar sem Oche opnar stað sem þessum. Boðið verður upp á veitingar, hátækni pílu, shuffleborð, auk þess að hægt er að taka karókíherbergi á leigu. Mikael Harðarson framkvæmdastjóri Oche Reykjavík. Mikael Harðarson er framkvæmdastjóri og einn eigenda Oche Reykjavík og er haft eftir honum að hann segist spenntur fyrir því að sjá verkefnið loks verða að veruleika. „Við vinnum nú hörðum höndum að undirbúningi opnunar. Framkvæmdir ganga vel en það er í mörg horn að líta og til þess að setja hluti í samhengi þá verða yfir 100 myndavélar inni á staðnum til þess að festa á filmu og skilja betur hvert verið er að kasta pílunum og eins til að fylgjast með því sem er að gerast á shuffleborðunum. Þetta verður háþróaðasti pílustaður landsins og ýmsar nýjungar í boði sem við höfum ekki séð hér á landi áður,“ segir Mikael. Á staðnum verða fimmtán pílubásar, eitt VIP herbergi, fimm shuffleborð, tvö karókíherbergi og sæti fyrir 230 til þrjú hundruð gesti í mat og drykk. Haft er eftir Guðjóni Auðunssyni, forstjóra Reita, að mikil eftirvænting ríki innan félagsins og Kringlunnar fyrir því að fá Oche í húsið. „Opnun staðarins er stórt og mikilvægt skref í gagngerri endurnýjun á 3. hæð verslunarmiðstöðvarinnar og við fögnum því að taka þátt í verkefninu og hlökkum til samstarfsins við öfluga rekstraraðila Oche Reykjavík. Að okkar mati færir staðurinn þjónustu- og skemmtiframboð Kringlunnar á áður óþekktan og spennandi stað og það er að sjálfsögðu ekkert annað en jákvætt“. Aðsend Í tilkynningunni segir að matseðillinn á Oche verði þróaður af einum af eigendum staðarins, Ágústi Reynissyni, sem er einnig einn eigenda veitingastaðanna Fiskmarkaðsins og Grillmarkaðsins. „Rík áhersla verður lögð á rétti sem hægt er að deila og verða meðal annars tapasréttir og pizzur eitthvað sem gestir geta gætt sér á. Ásamt þeim Ágústi og Mikael eru aðrir eigendur staðarins þeir Davíð Lúther Sigurðarson og Kristján Sveinlaugsson. Oche í Kringlunni er tíundi Oche staðurinn sem opnar á heimsvísu og eru staðir keðjunnar til að mynda í Ástralíu, Dubai, Bretlandi, Svíþjóð og Noregi. Troy Warfield, forstjóri The Social Gaming Group, félagsins sem á einkaleyfið fyrir Oche vörumerkinu, er að vonum glaður með áformin,“ segir í tilkynningunni. Troy Warfield er forstjóri The Social Gaming Group sem rekur Oche-staðina.Aðsend
Pílukast Reykjavík Kringlan Veitingastaðir Tengdar fréttir Stjörnutorgsskiltið fer á nýtt Stjörnutorg Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. 2. desember 2022 13:24 Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Stjörnutorgsskiltið fer á nýtt Stjörnutorg Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. 2. desember 2022 13:24
Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15