Ferðamönnum fjölgar en þeir eyða minna Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2024 11:48 Síðustu þrjá mánuði virðast ferðamenn vera að eyða minna í ferðum sínum hér en áður. Vísir/Vilhelm Um 156 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar og hafa aðeins einu sinni farið fleiri ferðamenn um flugvöllinn í febrúarmánuði, eða á metárinu 2018. Tölur sýna að erlendir ferðamenn eyði umtalsvert minna hér á landi en fyrir ári. Á vef Ferðamálastofu kemur fram að fjölgunin hafi verið um fjórtán prósent á milli ára í fjölda ferðamanna. Í Hagsjá Landsbankans kemur hins vegar fram að erlend kortavelta hafi aðeins aukist um 3,1 prósent, á föstu gengi. Því sé ljóst að þeir ferðamenn sem nú komi virðast eyða minna en þeir sem komu fyrir ári síðan. „Síðustu þrjá mánuði virðast ferðamenn vera að eyða minna í ferðum sínum hér en áður. Í desember og janúar síðastliðnum dróst kortavelta saman á milli ára á föstu gengi og þó ferðamönnum hafi fjölgað um 14% á milli ára í febrúarmánuði, jókst erlend kortavelta á föstu gengi aðeins um 3,1%. Neysla á hvern ferðamann heldur því áfram að vera töluvert minni nú en fyrir ári. Gistinóttum fækkaði um 10% á milli ára í janúar Nýjustu tölur um skráðar gistinætur erlendra ferðamanna eru fyrir janúar. Skráðum gistinóttum fækkaði um rúmlega 10% á milli ára, þó ferðamönnum hafi fjölgað um rúmlega 8%. Það er því ljóst að hver ferðamaður sem hingað kemur gistir mun skemur en áður, sem helst í hendur við minni kortaveltu. Áhrif jarðhræringanna á Reykjanesskaga virðist ekki hafa haft teljandi áhrif á fjölda þeirra ferðamanna sem hingað koma. Þó aðeins hafi hægst á taktinum í janúar hefur fjöldinn aftur náð sér á strik í febrúar. Breyting virðist þó hafa orðið á neyslumynstri ferðamanna þar sem þeir gista skemur og eyða þar af leiðandi minna. Hvort það sé afleiðing jarðhræringanna á Reykjanesinu er erfitt að segja. Einhverjir ferðamannastaðir þurftu að skerða þjónustu sína í nálægð við eldsumbrotin og það gæti mögulega skýrt stöðuna. Önnur skýring gæti verið sú að fólk sé búið að svala mesta ferðaþorstanum í kjölfar Covid-faraldursins. Sem fyrr er þó varasamt að draga of sterkar ályktanir út frá þróun örfárra mánaða.“ Ferðamennska á Íslandi Greiðslumiðlun Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Á vef Ferðamálastofu kemur fram að fjölgunin hafi verið um fjórtán prósent á milli ára í fjölda ferðamanna. Í Hagsjá Landsbankans kemur hins vegar fram að erlend kortavelta hafi aðeins aukist um 3,1 prósent, á föstu gengi. Því sé ljóst að þeir ferðamenn sem nú komi virðast eyða minna en þeir sem komu fyrir ári síðan. „Síðustu þrjá mánuði virðast ferðamenn vera að eyða minna í ferðum sínum hér en áður. Í desember og janúar síðastliðnum dróst kortavelta saman á milli ára á föstu gengi og þó ferðamönnum hafi fjölgað um 14% á milli ára í febrúarmánuði, jókst erlend kortavelta á föstu gengi aðeins um 3,1%. Neysla á hvern ferðamann heldur því áfram að vera töluvert minni nú en fyrir ári. Gistinóttum fækkaði um 10% á milli ára í janúar Nýjustu tölur um skráðar gistinætur erlendra ferðamanna eru fyrir janúar. Skráðum gistinóttum fækkaði um rúmlega 10% á milli ára, þó ferðamönnum hafi fjölgað um rúmlega 8%. Það er því ljóst að hver ferðamaður sem hingað kemur gistir mun skemur en áður, sem helst í hendur við minni kortaveltu. Áhrif jarðhræringanna á Reykjanesskaga virðist ekki hafa haft teljandi áhrif á fjölda þeirra ferðamanna sem hingað koma. Þó aðeins hafi hægst á taktinum í janúar hefur fjöldinn aftur náð sér á strik í febrúar. Breyting virðist þó hafa orðið á neyslumynstri ferðamanna þar sem þeir gista skemur og eyða þar af leiðandi minna. Hvort það sé afleiðing jarðhræringanna á Reykjanesinu er erfitt að segja. Einhverjir ferðamannastaðir þurftu að skerða þjónustu sína í nálægð við eldsumbrotin og það gæti mögulega skýrt stöðuna. Önnur skýring gæti verið sú að fólk sé búið að svala mesta ferðaþorstanum í kjölfar Covid-faraldursins. Sem fyrr er þó varasamt að draga of sterkar ályktanir út frá þróun örfárra mánaða.“
Ferðamennska á Íslandi Greiðslumiðlun Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira