Fimm prósent af þingmanni Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. mars 2024 13:30 Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli. Þar, og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Með hverjum nýjum sáttmála sambandsins hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Fræðast má nánar um vægi ríkja í ráðherraráði Evrópusambandsins einfaldlega með því að kynna sér vefsíður sambandsins. Vægi Íslands með tilliti til íbúafjölda yrði einungis um 0,08%. Um einfalt reiknidæmi er að ræða. Íbúafjölda Íslands er deilt í heildaríbúatölu sambandsins að viðbættum íbúafjölda landsins. Á vef ráðherraráðsins má finna reiknivél sem reiknar vægi hvers ríkis með þessum hætti. Til dæmis er vægi Möltu 0,12% í reiknivélinni en Maltverjar eru jú talsvert fleiri en við Íslendingar eða um 520 þúsund talsins. Þetta er „sætið við borðið“ Til þess að setja hlutina í samhengi yrði vægi Íslands innan ráðherraráðs Evrópusambandsins allajafna einungis á við um 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi en þar sitja sem kunnugt er 63 þingmenn. Aftur er um einfalt reiknidæmi að ræða, 63 x 0,0008. Staðan yrði eilítið skárri innan þings sambandsins þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar, allavega ekki enn. Þar fengi Ísland sex þingmenn af yfir 700. Vægi landsins þar yrði þannig um 0,8% sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni. Hið rétta er að þó ríkin tilnefni einn fulltrúa hvert er tekið skýrt fram í Lissabon-sáttmála sambandsins að þeim sé óheimilt að draga taum heimaríkja sinna. Með öðrum orðum gæti Íslendingur sem sæti ætti í framkvæmdastjórninni ljóslega engan veginn talizt málsvari íslenzkra hagsmuna. Þeir einstaklingar sem sitja í framkvæmdastjórninni eða gegna öðrum embættum á vegum Evrópusambandsins eru einfaldlega embættismenn þess. Sitja ekki við sama borð Með öðrum orðum er ljóst að vægi Íslands innan Evrópusambandsins yrði allajafna lítið sem ekkert. Enginn skortur er á dæmum þar sem margfalt fjölmennari ríki hafa orðið undir í ráðherraráðinu. Jafnvel þegar miklir hagsmunir hafa verið í húfi. Líkt og þegar Írar urðu um árið að sætta sig við samning um makrílveiðar við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni eða þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið hljómar ef til vill vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað ofan í kjölinn. Það er ástæða fyrir því að málflutningur talsmanna þess að ganga í sambandið breyttist fyrir 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli. Þar, og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Með hverjum nýjum sáttmála sambandsins hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Fræðast má nánar um vægi ríkja í ráðherraráði Evrópusambandsins einfaldlega með því að kynna sér vefsíður sambandsins. Vægi Íslands með tilliti til íbúafjölda yrði einungis um 0,08%. Um einfalt reiknidæmi er að ræða. Íbúafjölda Íslands er deilt í heildaríbúatölu sambandsins að viðbættum íbúafjölda landsins. Á vef ráðherraráðsins má finna reiknivél sem reiknar vægi hvers ríkis með þessum hætti. Til dæmis er vægi Möltu 0,12% í reiknivélinni en Maltverjar eru jú talsvert fleiri en við Íslendingar eða um 520 þúsund talsins. Þetta er „sætið við borðið“ Til þess að setja hlutina í samhengi yrði vægi Íslands innan ráðherraráðs Evrópusambandsins allajafna einungis á við um 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi en þar sitja sem kunnugt er 63 þingmenn. Aftur er um einfalt reiknidæmi að ræða, 63 x 0,0008. Staðan yrði eilítið skárri innan þings sambandsins þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar, allavega ekki enn. Þar fengi Ísland sex þingmenn af yfir 700. Vægi landsins þar yrði þannig um 0,8% sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni. Hið rétta er að þó ríkin tilnefni einn fulltrúa hvert er tekið skýrt fram í Lissabon-sáttmála sambandsins að þeim sé óheimilt að draga taum heimaríkja sinna. Með öðrum orðum gæti Íslendingur sem sæti ætti í framkvæmdastjórninni ljóslega engan veginn talizt málsvari íslenzkra hagsmuna. Þeir einstaklingar sem sitja í framkvæmdastjórninni eða gegna öðrum embættum á vegum Evrópusambandsins eru einfaldlega embættismenn þess. Sitja ekki við sama borð Með öðrum orðum er ljóst að vægi Íslands innan Evrópusambandsins yrði allajafna lítið sem ekkert. Enginn skortur er á dæmum þar sem margfalt fjölmennari ríki hafa orðið undir í ráðherraráðinu. Jafnvel þegar miklir hagsmunir hafa verið í húfi. Líkt og þegar Írar urðu um árið að sætta sig við samning um makrílveiðar við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni eða þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið hljómar ef til vill vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað ofan í kjölinn. Það er ástæða fyrir því að málflutningur talsmanna þess að ganga í sambandið breyttist fyrir 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar