Er náttúruverndin í öðru sæti? Jódís Skúladóttir og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifa 8. mars 2024 15:00 Við sameiningu nokkurra sveitarfélaga á Austurlandi í eitt, sem nú ber nafnið Múlaþing, höfðu félagar í VG og þáverandi sveitarstjórnarfulltrúi V-lista af því áhyggjur að ekki yrði starfrækt sérstök náttúruverndarnefnd í sveitarfélaginu. Meirihluta D-lista og B-lista fannst fara vel á því að koma verkefnum náttúruverndarnefndar fyrir innan nýstofnaðra heimastjórna. Víða um land virðist það tíðkast að náttúruverndarnefndir séu sameinaðar öðrum fastanefndum svo sem heilbrigðisnefndum eða skipulagsnefndum. Í 14 gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 segir að á vegum hvers sveitarfélags starfi þriggja til sjö manna náttúruverndarnefnd sem sveitarstjórn kýs til fjögurra ára í senn og skulu náttúruverndarnefndir vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um náttúruverndarmál. Einnig skulu þær stuðla að náttúruvernd á sínu svæði, m.a. með fræðslu og umfjöllun um framkvæmdir og starfsemi sem líklegt er að hafi áhrif á náttúruna, og gera tillögur um úrbætur til sveitarstjórna og Umhverfisstofnunar. Það var ljóst frá upphafi að verkefni heimastjórna yrðu ærin þar sem þær hafa m.a. skipulagsvald og fjölmörg ólík verkefni á sinni könnu. Nýverið sendi Jódís Skúladóttir fyrirspurnir á Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra annars vegar en Innviðaráðherra hins vegar, um hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafi skilað inn lögbundinni ársskýrslu síðustu fimm ár og í svari ráðherra kom í ljós að árið 2018 skiluðu umhverfisnefndir Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar ársskýrslu til Umhverfisstofnunar. Síðan þá hafa engar skýrslur borist stofnuninni. Einnig var spurt hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafi sinnt lögbundinni skyldu um sameiginlegan fund með Umhverfisstofnun og forstöðumönnum náttúrustofa? Þar er staðan síst betri en samkvæmt svari ráðherra féll ársfundurinn niður árið 2020 vegna COVID-19-faraldursins og árið 2022 mættu einungis fulltrúar sveitarfélaganna Borgarbyggðar, Garðabæjar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Mosfellsbæjar, Rangárþings eystra, Reykhólahrepps, Reykjanesbæjar, Reykjavíkurborgar og Sveitarfélagsins Voga. Enn undarlegra er svo að Umhverfisstofnun, sem fer m.a. með eftirlit með framkvæmd laganna samkvæmt 2. mgr. 13. gr. laga um náttúruvernd, hefur ekki kallað eftir skýrslum þar sem stofnunin telur sig hvorki hafa eftirlitsskyldu með störfum náttúruverndarnefnda né sé það hlutverk stofnunarinnar að óska eftir skýrslunum. Sótt er að náttúru landsins úr öllum áttum og vígin því mörg. Náttúruverndarnefndir, ef þær virkuðu sem skyldi, væru mikilvægt afl til verndar náttúru og umhverfi af hálfu sveitarfélaga, en þær geta illa þjónað hlutverki sínu sem olnbogabarn heimastjórna eða annarra fastanefnda sem hafa nóg á sinni könnu. Frjáls félagasamtök bera þess í stað hitann og þungann af þeirri baráttu í sjálfboðavinnu og á köflum er erfitt að hafa nægjanlega yfirsýn. Það ætti hins vegar ekki að vera svo flókið fyrir stjórnsýsluna, þar sem málum er vísað á sinn stað eftir fyrir fram ákveðnum ferlum og kerfum. Það sem upp á vantar í þessum efnum er að virkja náttúruverndarnefndir sveitarfélaga af alvöru og gera þeim kleift að starfa þannig að tilgangi þeirra sé náð. Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er vissulega sterkur og heimild til þess í lögum að sameina nefndir til hagræðis en við undirritaðar höfum af því miklar áhyggjur að ein af okkar dýrmætustu auðlindum, íslensk náttúra, njóti ekki mikilvægrar verndar eins og málum er fyrir komið. Aukin ásókn í auðlindir og ágangur á náttúruna gerir okkur öll ábyrg fyrir því að standa vörð um okkar fallega land og þar þurfa ríki, sveitarfélög og almenningur öll að leggja lóð á vogarskálarnar. Það er borðleggjandi að frumkvæði og ábyrgð íslenskra sveitarfélaga á verndun náttúru landsins, í skjóli götótts lagaverks, er verulega ábótavant. Eins og áður hefur verið rakið eru verkefni og hlutverk náttúruverndarnefnda afar mikilvæg og ljóst að við verðum að endurskoða þetta fyrirkomulag sem nú viðgengst með hag íslenskrar náttúru að leiðarljósi. Það er ekki nóg að reisa fallega forhlið með fögrum orðum laga og reglugerða en láta þar við sitja - aðgerða er þörf. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Múlaþingi og formaður NAUST. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Múlaþing Umhverfismál Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Við sameiningu nokkurra sveitarfélaga á Austurlandi í eitt, sem nú ber nafnið Múlaþing, höfðu félagar í VG og þáverandi sveitarstjórnarfulltrúi V-lista af því áhyggjur að ekki yrði starfrækt sérstök náttúruverndarnefnd í sveitarfélaginu. Meirihluta D-lista og B-lista fannst fara vel á því að koma verkefnum náttúruverndarnefndar fyrir innan nýstofnaðra heimastjórna. Víða um land virðist það tíðkast að náttúruverndarnefndir séu sameinaðar öðrum fastanefndum svo sem heilbrigðisnefndum eða skipulagsnefndum. Í 14 gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 segir að á vegum hvers sveitarfélags starfi þriggja til sjö manna náttúruverndarnefnd sem sveitarstjórn kýs til fjögurra ára í senn og skulu náttúruverndarnefndir vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um náttúruverndarmál. Einnig skulu þær stuðla að náttúruvernd á sínu svæði, m.a. með fræðslu og umfjöllun um framkvæmdir og starfsemi sem líklegt er að hafi áhrif á náttúruna, og gera tillögur um úrbætur til sveitarstjórna og Umhverfisstofnunar. Það var ljóst frá upphafi að verkefni heimastjórna yrðu ærin þar sem þær hafa m.a. skipulagsvald og fjölmörg ólík verkefni á sinni könnu. Nýverið sendi Jódís Skúladóttir fyrirspurnir á Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra annars vegar en Innviðaráðherra hins vegar, um hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafi skilað inn lögbundinni ársskýrslu síðustu fimm ár og í svari ráðherra kom í ljós að árið 2018 skiluðu umhverfisnefndir Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar ársskýrslu til Umhverfisstofnunar. Síðan þá hafa engar skýrslur borist stofnuninni. Einnig var spurt hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafi sinnt lögbundinni skyldu um sameiginlegan fund með Umhverfisstofnun og forstöðumönnum náttúrustofa? Þar er staðan síst betri en samkvæmt svari ráðherra féll ársfundurinn niður árið 2020 vegna COVID-19-faraldursins og árið 2022 mættu einungis fulltrúar sveitarfélaganna Borgarbyggðar, Garðabæjar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Mosfellsbæjar, Rangárþings eystra, Reykhólahrepps, Reykjanesbæjar, Reykjavíkurborgar og Sveitarfélagsins Voga. Enn undarlegra er svo að Umhverfisstofnun, sem fer m.a. með eftirlit með framkvæmd laganna samkvæmt 2. mgr. 13. gr. laga um náttúruvernd, hefur ekki kallað eftir skýrslum þar sem stofnunin telur sig hvorki hafa eftirlitsskyldu með störfum náttúruverndarnefnda né sé það hlutverk stofnunarinnar að óska eftir skýrslunum. Sótt er að náttúru landsins úr öllum áttum og vígin því mörg. Náttúruverndarnefndir, ef þær virkuðu sem skyldi, væru mikilvægt afl til verndar náttúru og umhverfi af hálfu sveitarfélaga, en þær geta illa þjónað hlutverki sínu sem olnbogabarn heimastjórna eða annarra fastanefnda sem hafa nóg á sinni könnu. Frjáls félagasamtök bera þess í stað hitann og þungann af þeirri baráttu í sjálfboðavinnu og á köflum er erfitt að hafa nægjanlega yfirsýn. Það ætti hins vegar ekki að vera svo flókið fyrir stjórnsýsluna, þar sem málum er vísað á sinn stað eftir fyrir fram ákveðnum ferlum og kerfum. Það sem upp á vantar í þessum efnum er að virkja náttúruverndarnefndir sveitarfélaga af alvöru og gera þeim kleift að starfa þannig að tilgangi þeirra sé náð. Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er vissulega sterkur og heimild til þess í lögum að sameina nefndir til hagræðis en við undirritaðar höfum af því miklar áhyggjur að ein af okkar dýrmætustu auðlindum, íslensk náttúra, njóti ekki mikilvægrar verndar eins og málum er fyrir komið. Aukin ásókn í auðlindir og ágangur á náttúruna gerir okkur öll ábyrg fyrir því að standa vörð um okkar fallega land og þar þurfa ríki, sveitarfélög og almenningur öll að leggja lóð á vogarskálarnar. Það er borðleggjandi að frumkvæði og ábyrgð íslenskra sveitarfélaga á verndun náttúru landsins, í skjóli götótts lagaverks, er verulega ábótavant. Eins og áður hefur verið rakið eru verkefni og hlutverk náttúruverndarnefnda afar mikilvæg og ljóst að við verðum að endurskoða þetta fyrirkomulag sem nú viðgengst með hag íslenskrar náttúru að leiðarljósi. Það er ekki nóg að reisa fallega forhlið með fögrum orðum laga og reglugerða en láta þar við sitja - aðgerða er þörf. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Múlaþingi og formaður NAUST.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun