Biskup Íslands eða þröngra hagsmuna? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 7. mars 2024 10:01 Í dag hefjast á ný tilnefningar til biskups Íslands og mega þá 164 starfandi prestar og djáknar Þjóðkirkjunnar tilnefna þrjá frambjóðendur til embættis biskups. Að því loknu gefst sóknarnefndarfólki og öðrum sem gegna trúnaðarstörfum innan kirkjunnar tækifæri til að kjósa biskup fyrir hönd þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Hin útvöldu sem eru á kjörskrá mega tilnefna hvern þann sem uppfyllir skilyrði til biskupsembættis og er starfsfólk Þjóðkirkjunnar á fellilista en aðra má rita í þartilgerða reita við hlið fellilistans. Fríkirkjan í Reykjavík heyrir ekki undir stjórnskipulag Þjóðkirkjunnar og lýtur ekki tilsjón biskups, heldur er sjálfstætt trúfélag sem rekið er einvörðungu af sóknargjöldum safnaðarmeðlima. Játningargrunnur Fríkirkjunnar í Reykjavík, ásamt Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og Óháða safnaðarins, er þó sá sami og Þjóðkirkjunnar og prestar þeirra eru guðfræðingar sem vígðir eru af biskupi Íslands og tilheyra Prestafélagi Íslands. Af því leiðir að hægt er að tilnefna presta þessara safnaða; Einar Eyjólfsson, Hjört Magna Jóhannsson, Margréti Lilju Vilmundardóttur og Pétur Þorsteinsson auk greinarhöfundar í embættið, hafi einhver á því áhuga. Sjö prestar hafa lýst yfir áhuga á þessu embætti, þau Bjarni Karlsson, Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Guðrún Karls Helgudóttur, Helga Soffía Konráðsdóttir, Kristján Björnsson og Ninna Sif Svavarsdóttir. Engin umræða um áherslur eða hæfni þessara einstaklinga hefur farið fram á vettvangi Þjóðkirkjunnar né Prestafélagsins en öll hafa þau stigið fram í fjölmiðlum, auk þess að miðla efni á vefsíðum og á samfélagsmiðlum. Gunnar Smári Egilsson hefur á Samstöðinni tekið löng viðtöl við öll þau sem gefið hafa kost á sér og á hann miklar þakkir skildar fyrir þá þjónustu við kirkju og kristni í landinu. Í biskupskosningum 2012, gátu öll þau sem uppfylltu kröfur til embættisins gefið kost á sér og buðu átta prestar sig fram til þeirrar þjónustu. Þjóðkirkjan hélt þá úti kynningarsíðu þar sem fólk gat gert grein fyrir sjálfu sér og hugsjónum sínum í biskupsþjónustu. Í kjölfarið voru haldnir kynningarfundir með öllum átta í Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. „Vinur er sá er til vamms segir“ og sem Fríkirkjuprestur og vinur kirkju og kristni í landinu vil ég ráðleggja Þjóðkirkjunni að grípa inn í og afstýra því fyrirkomulagi að þröngur hópur fái að handvelja þrjá frambjóðendur án umræðu og samráðs við þjóðina eða þjóðkirkjumeðlimi. Þjóðkirkjan gerir tilkall til erindis og þjónustu við þjóðina og í því ljósi ætti hún að ekki að láta sérhagsmuni ráða för þegar skipaður er biskup. Hér er um að ræða stétt presta og djákna sem vill velja sér yfirmann, en það eru þröngir hagsmunir í ljósi þess að Þjóðkirkjan vill vera þjóðinni til handa. Fyrirkomulagi þessu var mótmælt á kirkjuþingi en í 44. máli á kirkjuþinginu frá 2022–2023 gera 7 þingmenn, þar af einn prestur, athugasemdir við fyrirkomulagið og segja: „Það tilnefningarferli sem nú gildir verður að teljast fremur ólýðræðislegt og ekki í takti við þau skref sem kirkjan vill stíga í lýðræðisátt. Það er einnig ljóst að hægt er að misnota þetta fyrirkomulag þannig að einstaklingar sem ekki njóta hylli í prestastétt eru útilokaðir frá kosningu þrátt fyrir hugsanlegt fylgi frá þeim sem kosningarétt hafa. Flutningsmönnum þykir ekki rétt að einungis skuli mega tilnefna þrjá til að kjósa um, ekki síst þegar ekki er um neina faglega síun að ræða, [...] heldur geta í sjálfu sér hvaða forsendur sem er legið til grundvallar tilnefningarinnar.“Auðnist Þjóðkirkjunni ekki að grípa í taumana og afstýra þessu ólýðræðislega fyrirkomulagi, sem Gunnar Smári Egilsson líkti við að þingheimur tilnefndi þrjá frambjóðenda til forseta Íslands, þarf Þjóðkirkjufólk að láta í sér heyra. Prestar og djáknar geta mótmælt ferlinu með því tilnefna einhvern af Fríkirkjuprestunum til biskups Íslands. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í dag hefjast á ný tilnefningar til biskups Íslands og mega þá 164 starfandi prestar og djáknar Þjóðkirkjunnar tilnefna þrjá frambjóðendur til embættis biskups. Að því loknu gefst sóknarnefndarfólki og öðrum sem gegna trúnaðarstörfum innan kirkjunnar tækifæri til að kjósa biskup fyrir hönd þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Hin útvöldu sem eru á kjörskrá mega tilnefna hvern þann sem uppfyllir skilyrði til biskupsembættis og er starfsfólk Þjóðkirkjunnar á fellilista en aðra má rita í þartilgerða reita við hlið fellilistans. Fríkirkjan í Reykjavík heyrir ekki undir stjórnskipulag Þjóðkirkjunnar og lýtur ekki tilsjón biskups, heldur er sjálfstætt trúfélag sem rekið er einvörðungu af sóknargjöldum safnaðarmeðlima. Játningargrunnur Fríkirkjunnar í Reykjavík, ásamt Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og Óháða safnaðarins, er þó sá sami og Þjóðkirkjunnar og prestar þeirra eru guðfræðingar sem vígðir eru af biskupi Íslands og tilheyra Prestafélagi Íslands. Af því leiðir að hægt er að tilnefna presta þessara safnaða; Einar Eyjólfsson, Hjört Magna Jóhannsson, Margréti Lilju Vilmundardóttur og Pétur Þorsteinsson auk greinarhöfundar í embættið, hafi einhver á því áhuga. Sjö prestar hafa lýst yfir áhuga á þessu embætti, þau Bjarni Karlsson, Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Guðrún Karls Helgudóttur, Helga Soffía Konráðsdóttir, Kristján Björnsson og Ninna Sif Svavarsdóttir. Engin umræða um áherslur eða hæfni þessara einstaklinga hefur farið fram á vettvangi Þjóðkirkjunnar né Prestafélagsins en öll hafa þau stigið fram í fjölmiðlum, auk þess að miðla efni á vefsíðum og á samfélagsmiðlum. Gunnar Smári Egilsson hefur á Samstöðinni tekið löng viðtöl við öll þau sem gefið hafa kost á sér og á hann miklar þakkir skildar fyrir þá þjónustu við kirkju og kristni í landinu. Í biskupskosningum 2012, gátu öll þau sem uppfylltu kröfur til embættisins gefið kost á sér og buðu átta prestar sig fram til þeirrar þjónustu. Þjóðkirkjan hélt þá úti kynningarsíðu þar sem fólk gat gert grein fyrir sjálfu sér og hugsjónum sínum í biskupsþjónustu. Í kjölfarið voru haldnir kynningarfundir með öllum átta í Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. „Vinur er sá er til vamms segir“ og sem Fríkirkjuprestur og vinur kirkju og kristni í landinu vil ég ráðleggja Þjóðkirkjunni að grípa inn í og afstýra því fyrirkomulagi að þröngur hópur fái að handvelja þrjá frambjóðendur án umræðu og samráðs við þjóðina eða þjóðkirkjumeðlimi. Þjóðkirkjan gerir tilkall til erindis og þjónustu við þjóðina og í því ljósi ætti hún að ekki að láta sérhagsmuni ráða för þegar skipaður er biskup. Hér er um að ræða stétt presta og djákna sem vill velja sér yfirmann, en það eru þröngir hagsmunir í ljósi þess að Þjóðkirkjan vill vera þjóðinni til handa. Fyrirkomulagi þessu var mótmælt á kirkjuþingi en í 44. máli á kirkjuþinginu frá 2022–2023 gera 7 þingmenn, þar af einn prestur, athugasemdir við fyrirkomulagið og segja: „Það tilnefningarferli sem nú gildir verður að teljast fremur ólýðræðislegt og ekki í takti við þau skref sem kirkjan vill stíga í lýðræðisátt. Það er einnig ljóst að hægt er að misnota þetta fyrirkomulag þannig að einstaklingar sem ekki njóta hylli í prestastétt eru útilokaðir frá kosningu þrátt fyrir hugsanlegt fylgi frá þeim sem kosningarétt hafa. Flutningsmönnum þykir ekki rétt að einungis skuli mega tilnefna þrjá til að kjósa um, ekki síst þegar ekki er um neina faglega síun að ræða, [...] heldur geta í sjálfu sér hvaða forsendur sem er legið til grundvallar tilnefningarinnar.“Auðnist Þjóðkirkjunni ekki að grípa í taumana og afstýra þessu ólýðræðislega fyrirkomulagi, sem Gunnar Smári Egilsson líkti við að þingheimur tilnefndi þrjá frambjóðenda til forseta Íslands, þarf Þjóðkirkjufólk að láta í sér heyra. Prestar og djáknar geta mótmælt ferlinu með því tilnefna einhvern af Fríkirkjuprestunum til biskups Íslands. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun