Bláa lónið opnað á ný Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. mars 2024 13:08 Starfsstöðvar Bláa lónsins eru innan hættusvæðis vegna jarðhræringa, samkvæmt mati Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Allar starfsstöðvar Bláa lónsins hafa verið opnaðar á ný eftir lokun og rýmingu síðdegis á laugardag þegar allt benti til þess að eldgos væri yfirvofandi. Fimm til átta hundruð manns voru í Bláa lóninu síðdegis á laugardag þegar viðvörunarlúðrar fóru í gang og skilaboð bárust um að rýma skyldi svæðið. Búist hafði verið við eldgosi dagana áður þar sem magn kviku var orðið sambærilegt því sem var fyrir fyrri eldgos á svæðinu. Eftir nokkuð kröfuga skjálftahrinu sem stóð yfir í um tvær klukkustundir stöðvaðist kvikuhlaupið áður en kvika náði til yfirborðs. Á heimasíðu Bláa lónsins segir að opnunin nái til allra rekstrareininga, þar með talið Bláa Lónsins, Blue Café, veitingastaðanna Lava og Moss, hótelanna Retreat og Silica, Retreat Spa og verslunarinnar á svæðinu. Ákvörðun um að opna á ný hafi verið tekin í nánu samráði við yfirvöld. Starfstöðvar innan hættusvæðis Á heimasíðunni segir jafnframt að nýr vegkafli við afleggjarann að lóninu sé nú opinn og gestir geti því keyrt hefðbundna leið að því á ný. „Athygli gesta er vakin á því að starfsstöðvar okkar eru innan hættusvæðis vegna jarðhræringa samkvæmt mati Veðurstofu Íslands. Komi til stórra jarðskjálfta eða mögulegra eldhræringa verða gestir látnir vita og viðeigandi ráðstafanir gerðar. Veðurstofa Íslands fylgist gaumgæfilega með virkni á svæðinu og framgangi mála og á sú vöktun sér stað allan sólarhringinn. Starfsemi okkar tekur sem fyrr mið af hættumati og ráðleggingum yfirvalda á hverjum tíma,“ segir á vef Bláa lónsins. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að búast megi við því að dragi til tíðinda á ný í vikunni. Kvikuhólfið undir Svartsengi haldi áfram að fyllast og á morgun verði staðan líklega orðin eins og fyrir síðast kvikuhlaup. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir „Nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með“ Bláa lónið opnaði á ný í morgun eftir vikulokun. Framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins.s segir enga ónotatilfinningu á meðal starfsfólks né gesta. Nýr veruleiki blasi við og ljóst að Bláa lónið muni koma til með að opna og loka á víxl næstu árin. 20. janúar 2024 16:31 Ferðamenn óhræddir við að fara í nýopnað lónið Bláa lónið var opnað aftur í dag eftir að hafa verið lokað í flýti síðastliðinn sunnudag vegna eldgossins við Grindavík. Framkvæmdastjóri segir gleðitíðindi að starfsemi sé hafin að nýju og ferðamenn, þeir eru ánægðir. 20. janúar 2024 21:51 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Fimm til átta hundruð manns voru í Bláa lóninu síðdegis á laugardag þegar viðvörunarlúðrar fóru í gang og skilaboð bárust um að rýma skyldi svæðið. Búist hafði verið við eldgosi dagana áður þar sem magn kviku var orðið sambærilegt því sem var fyrir fyrri eldgos á svæðinu. Eftir nokkuð kröfuga skjálftahrinu sem stóð yfir í um tvær klukkustundir stöðvaðist kvikuhlaupið áður en kvika náði til yfirborðs. Á heimasíðu Bláa lónsins segir að opnunin nái til allra rekstrareininga, þar með talið Bláa Lónsins, Blue Café, veitingastaðanna Lava og Moss, hótelanna Retreat og Silica, Retreat Spa og verslunarinnar á svæðinu. Ákvörðun um að opna á ný hafi verið tekin í nánu samráði við yfirvöld. Starfstöðvar innan hættusvæðis Á heimasíðunni segir jafnframt að nýr vegkafli við afleggjarann að lóninu sé nú opinn og gestir geti því keyrt hefðbundna leið að því á ný. „Athygli gesta er vakin á því að starfsstöðvar okkar eru innan hættusvæðis vegna jarðhræringa samkvæmt mati Veðurstofu Íslands. Komi til stórra jarðskjálfta eða mögulegra eldhræringa verða gestir látnir vita og viðeigandi ráðstafanir gerðar. Veðurstofa Íslands fylgist gaumgæfilega með virkni á svæðinu og framgangi mála og á sú vöktun sér stað allan sólarhringinn. Starfsemi okkar tekur sem fyrr mið af hættumati og ráðleggingum yfirvalda á hverjum tíma,“ segir á vef Bláa lónsins. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að búast megi við því að dragi til tíðinda á ný í vikunni. Kvikuhólfið undir Svartsengi haldi áfram að fyllast og á morgun verði staðan líklega orðin eins og fyrir síðast kvikuhlaup.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir „Nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með“ Bláa lónið opnaði á ný í morgun eftir vikulokun. Framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins.s segir enga ónotatilfinningu á meðal starfsfólks né gesta. Nýr veruleiki blasi við og ljóst að Bláa lónið muni koma til með að opna og loka á víxl næstu árin. 20. janúar 2024 16:31 Ferðamenn óhræddir við að fara í nýopnað lónið Bláa lónið var opnað aftur í dag eftir að hafa verið lokað í flýti síðastliðinn sunnudag vegna eldgossins við Grindavík. Framkvæmdastjóri segir gleðitíðindi að starfsemi sé hafin að nýju og ferðamenn, þeir eru ánægðir. 20. janúar 2024 21:51 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með“ Bláa lónið opnaði á ný í morgun eftir vikulokun. Framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins.s segir enga ónotatilfinningu á meðal starfsfólks né gesta. Nýr veruleiki blasi við og ljóst að Bláa lónið muni koma til með að opna og loka á víxl næstu árin. 20. janúar 2024 16:31
Ferðamenn óhræddir við að fara í nýopnað lónið Bláa lónið var opnað aftur í dag eftir að hafa verið lokað í flýti síðastliðinn sunnudag vegna eldgossins við Grindavík. Framkvæmdastjóri segir gleðitíðindi að starfsemi sé hafin að nýju og ferðamenn, þeir eru ánægðir. 20. janúar 2024 21:51