Lýðveldið Ísland Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 3. mars 2024 09:00 Kjarni lýðveldisins Íslands er samfélagið. Samfélög eru ekki kerfi. Kerfi eru þjónandi einingar sem mannfólk býr til og nýtir sér til góðs og giftusemi. Kerfum má stýra, laga, endurbæta og stilla af. Samfélög eru hjörtu, fólk, líf og ljós. Í mannlegum samfélögum gilda önnur lögmál til viðhalds, grósku og þroska. Samfélög nærast á kærleika, von, náð, þakklæti og gleði. Sameiginleg ábyrgð samfélagsins að standa vörð um áunnin réttindi sem lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði, með átakalausri iðkun þeirra. Í tilefni þess að við sem samfélagið lýðveldið Ísland fögnum 80 ára afmæli í ár er vert að þakka fyrir eftirfarandi: Það er á Íslandi sem við veljum að skapa samfélag sem einkennist af öryggi, forvitni og gleði. Það er á Íslandi sem við skynjum innra með okkur hversu framúrskarandi hæf við erum til að hafa bein áhrif á örlög okkar og framtíð með því að velja – í meðvitund og ábyrgð. Fyrir þær áskoranir sem eru ófyrirsjáanlegar erum við ávallt undirbúin – því við leitumst eftir að skapa samstöðu með því að hlusta á hvert annað og treystum á samtakamátt samfélagsins í hvívetna. Það er á Íslandi sem við vitum að okkar hlutverk er að vera leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu og sýna hversu mikilvægt er að hafa frið í hjarta – það skapar frið í heimi. Það er á Íslandi sem við fyllumst þakklæti og auðmýkt fyrir forréttindin við að búa hér, ala upp börn og hvort annað, veita hvort öðru rými til sköpunar á nýjum tækifærum, taka á móti köldum öldutoppum í sjósundi, fylla vitin súrefni í öllum útgáfum af veðri og finna mátt okkar samfélags með samstöðu þegar náttúruöflin minna á sinn ægikraft. Þetta er lýðveldið Ísland 80 ára. Almættið blessi lýðveldið Ísland og verndi alla sem þar búa. Megum við lifa heil og sæl saman. Land Ég segi þér ekkert um landið ég syng engin ættjarðarljóð um hellana, fossana, hverina ærnar og kýrnar um baráttu fólksins og barning í válegum veðrum nei. En stattu við hlið mér í myrkrinu. Andaðu djúpt og finndu það streyma segðu svo Hér á ég heima Ljóð: Ingibjörg Haraldsdóttir Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Kjarni lýðveldisins Íslands er samfélagið. Samfélög eru ekki kerfi. Kerfi eru þjónandi einingar sem mannfólk býr til og nýtir sér til góðs og giftusemi. Kerfum má stýra, laga, endurbæta og stilla af. Samfélög eru hjörtu, fólk, líf og ljós. Í mannlegum samfélögum gilda önnur lögmál til viðhalds, grósku og þroska. Samfélög nærast á kærleika, von, náð, þakklæti og gleði. Sameiginleg ábyrgð samfélagsins að standa vörð um áunnin réttindi sem lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði, með átakalausri iðkun þeirra. Í tilefni þess að við sem samfélagið lýðveldið Ísland fögnum 80 ára afmæli í ár er vert að þakka fyrir eftirfarandi: Það er á Íslandi sem við veljum að skapa samfélag sem einkennist af öryggi, forvitni og gleði. Það er á Íslandi sem við skynjum innra með okkur hversu framúrskarandi hæf við erum til að hafa bein áhrif á örlög okkar og framtíð með því að velja – í meðvitund og ábyrgð. Fyrir þær áskoranir sem eru ófyrirsjáanlegar erum við ávallt undirbúin – því við leitumst eftir að skapa samstöðu með því að hlusta á hvert annað og treystum á samtakamátt samfélagsins í hvívetna. Það er á Íslandi sem við vitum að okkar hlutverk er að vera leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu og sýna hversu mikilvægt er að hafa frið í hjarta – það skapar frið í heimi. Það er á Íslandi sem við fyllumst þakklæti og auðmýkt fyrir forréttindin við að búa hér, ala upp börn og hvort annað, veita hvort öðru rými til sköpunar á nýjum tækifærum, taka á móti köldum öldutoppum í sjósundi, fylla vitin súrefni í öllum útgáfum af veðri og finna mátt okkar samfélags með samstöðu þegar náttúruöflin minna á sinn ægikraft. Þetta er lýðveldið Ísland 80 ára. Almættið blessi lýðveldið Ísland og verndi alla sem þar búa. Megum við lifa heil og sæl saman. Land Ég segi þér ekkert um landið ég syng engin ættjarðarljóð um hellana, fossana, hverina ærnar og kýrnar um baráttu fólksins og barning í válegum veðrum nei. En stattu við hlið mér í myrkrinu. Andaðu djúpt og finndu það streyma segðu svo Hér á ég heima Ljóð: Ingibjörg Haraldsdóttir Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar