Vorboðinn ljúfi Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 2. mars 2024 07:01 Hvað er það sem gleður okkur á hverju ári þegar sólin fer að láta sjá sig og birtan sigrar myrkrið hægt og hljótt? Við sjáum bleikan bjarma í austri og minnkandi tungl í vestri er við ökum til vinnu að morgni. Það er svo miklu léttara að fara framúr þegar fuglasöngurinn í garðinum vekur okkur en kötturinn verður órólegur. Við fögnum komandi vori og betri tíð með útiveru og gleði. Síðan í minni bernsku hefur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verið einn af þessum vorboðum. Þau voru ekkert smá flott með axlarpúðana 1986 þegar ég var á mínum menntaskólaárunum og Gleðibankinn sló í gegn. Við vorum að fara að vinna þetta eins og ávallt. Síðan eru liðin mörg ár og margar ballöðurnar komið sem ungir sem aldnir hafa dillað sér við og sungið með lagvissir og hinir líka. Nýjar poppstjörnur hafa stigið sín fyrstu skref og skapandi tónsmíðar hljómað í eyrum okkar, sem ennþá eru elskuð af þjóðinni. Allir hafa skoðun á laginu, er það stolið eða líkt einhverju eldra lagi ? Er flytjandinn rétt klæddur og getur hann sungið þetta nógu vel ? Mun þetta virka á stóra sviðinu í Evrópu ? Við höfum komist mjög nálægt því að vinna og átt frábæra flytjendur og atriði okkar vakið athygli sem ennþá lifa að minnsta kosti með okkur Íslendingum. Við höfum líka stundum fengið ósanngjarna útreið og þurft að kyngja áliti Evrópubúa á okkar frumlega framleggi sem við töldum best. Nú er sú helgi runnnin upp þegar við veljum okkar framlag til söngvakeppninnar. Við höldum Eurovision partý og kjósum okkar bestu fulltrúa. Við kjósum það lag sem er grípandi og við dillum okkur við. Lag sem mun lifa með þjóðinni og við munum syngja með í brekkunni á Þjóðahàtíð, allir sem einn. Það er dýrmætt að finna að vorið er handan við hornið og daginn er tekinn að lengja. Þrátt fyrir ýmsar ógnvænlegar staðreyndir eins og að sjöunda gosið sé í vændum á Suðurnesjum sem enn á ný ógnar innviðum. Samningar ekki alveg undirritaðir því sumir forkólfar þar geta aldrei gengið í takt og ennþá erum við að misþyrma hryssum landsins með blóðtöku og svo mætti lengi telja. Þá höldum við söngvakeppni sem vonandi sameinar aldna sem unga. Veljum flottasta og frambærilegasta atriðið og höfum gaman. Veljum lag sem við fílum í botn og fögnum vorinu þó margt mætti vera öðruvísi á okkar eldfjalla eyju og í heiminum öllum. Við þurfum sem þjóð svo mikið á svona stundum að halda eins og söngvakeppnin er. Njótið og kjósið besta lagið ykkar en látum ekki pólitík skemma þessa keppni okkar. Góða skemmtun, áfram Ísland ! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Eurovision Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Hvað er það sem gleður okkur á hverju ári þegar sólin fer að láta sjá sig og birtan sigrar myrkrið hægt og hljótt? Við sjáum bleikan bjarma í austri og minnkandi tungl í vestri er við ökum til vinnu að morgni. Það er svo miklu léttara að fara framúr þegar fuglasöngurinn í garðinum vekur okkur en kötturinn verður órólegur. Við fögnum komandi vori og betri tíð með útiveru og gleði. Síðan í minni bernsku hefur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verið einn af þessum vorboðum. Þau voru ekkert smá flott með axlarpúðana 1986 þegar ég var á mínum menntaskólaárunum og Gleðibankinn sló í gegn. Við vorum að fara að vinna þetta eins og ávallt. Síðan eru liðin mörg ár og margar ballöðurnar komið sem ungir sem aldnir hafa dillað sér við og sungið með lagvissir og hinir líka. Nýjar poppstjörnur hafa stigið sín fyrstu skref og skapandi tónsmíðar hljómað í eyrum okkar, sem ennþá eru elskuð af þjóðinni. Allir hafa skoðun á laginu, er það stolið eða líkt einhverju eldra lagi ? Er flytjandinn rétt klæddur og getur hann sungið þetta nógu vel ? Mun þetta virka á stóra sviðinu í Evrópu ? Við höfum komist mjög nálægt því að vinna og átt frábæra flytjendur og atriði okkar vakið athygli sem ennþá lifa að minnsta kosti með okkur Íslendingum. Við höfum líka stundum fengið ósanngjarna útreið og þurft að kyngja áliti Evrópubúa á okkar frumlega framleggi sem við töldum best. Nú er sú helgi runnnin upp þegar við veljum okkar framlag til söngvakeppninnar. Við höldum Eurovision partý og kjósum okkar bestu fulltrúa. Við kjósum það lag sem er grípandi og við dillum okkur við. Lag sem mun lifa með þjóðinni og við munum syngja með í brekkunni á Þjóðahàtíð, allir sem einn. Það er dýrmætt að finna að vorið er handan við hornið og daginn er tekinn að lengja. Þrátt fyrir ýmsar ógnvænlegar staðreyndir eins og að sjöunda gosið sé í vændum á Suðurnesjum sem enn á ný ógnar innviðum. Samningar ekki alveg undirritaðir því sumir forkólfar þar geta aldrei gengið í takt og ennþá erum við að misþyrma hryssum landsins með blóðtöku og svo mætti lengi telja. Þá höldum við söngvakeppni sem vonandi sameinar aldna sem unga. Veljum flottasta og frambærilegasta atriðið og höfum gaman. Veljum lag sem við fílum í botn og fögnum vorinu þó margt mætti vera öðruvísi á okkar eldfjalla eyju og í heiminum öllum. Við þurfum sem þjóð svo mikið á svona stundum að halda eins og söngvakeppnin er. Njótið og kjósið besta lagið ykkar en látum ekki pólitík skemma þessa keppni okkar. Góða skemmtun, áfram Ísland ! Höfundur er læknir.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar