Vorboðinn ljúfi Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 2. mars 2024 07:01 Hvað er það sem gleður okkur á hverju ári þegar sólin fer að láta sjá sig og birtan sigrar myrkrið hægt og hljótt? Við sjáum bleikan bjarma í austri og minnkandi tungl í vestri er við ökum til vinnu að morgni. Það er svo miklu léttara að fara framúr þegar fuglasöngurinn í garðinum vekur okkur en kötturinn verður órólegur. Við fögnum komandi vori og betri tíð með útiveru og gleði. Síðan í minni bernsku hefur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verið einn af þessum vorboðum. Þau voru ekkert smá flott með axlarpúðana 1986 þegar ég var á mínum menntaskólaárunum og Gleðibankinn sló í gegn. Við vorum að fara að vinna þetta eins og ávallt. Síðan eru liðin mörg ár og margar ballöðurnar komið sem ungir sem aldnir hafa dillað sér við og sungið með lagvissir og hinir líka. Nýjar poppstjörnur hafa stigið sín fyrstu skref og skapandi tónsmíðar hljómað í eyrum okkar, sem ennþá eru elskuð af þjóðinni. Allir hafa skoðun á laginu, er það stolið eða líkt einhverju eldra lagi ? Er flytjandinn rétt klæddur og getur hann sungið þetta nógu vel ? Mun þetta virka á stóra sviðinu í Evrópu ? Við höfum komist mjög nálægt því að vinna og átt frábæra flytjendur og atriði okkar vakið athygli sem ennþá lifa að minnsta kosti með okkur Íslendingum. Við höfum líka stundum fengið ósanngjarna útreið og þurft að kyngja áliti Evrópubúa á okkar frumlega framleggi sem við töldum best. Nú er sú helgi runnnin upp þegar við veljum okkar framlag til söngvakeppninnar. Við höldum Eurovision partý og kjósum okkar bestu fulltrúa. Við kjósum það lag sem er grípandi og við dillum okkur við. Lag sem mun lifa með þjóðinni og við munum syngja með í brekkunni á Þjóðahàtíð, allir sem einn. Það er dýrmætt að finna að vorið er handan við hornið og daginn er tekinn að lengja. Þrátt fyrir ýmsar ógnvænlegar staðreyndir eins og að sjöunda gosið sé í vændum á Suðurnesjum sem enn á ný ógnar innviðum. Samningar ekki alveg undirritaðir því sumir forkólfar þar geta aldrei gengið í takt og ennþá erum við að misþyrma hryssum landsins með blóðtöku og svo mætti lengi telja. Þá höldum við söngvakeppni sem vonandi sameinar aldna sem unga. Veljum flottasta og frambærilegasta atriðið og höfum gaman. Veljum lag sem við fílum í botn og fögnum vorinu þó margt mætti vera öðruvísi á okkar eldfjalla eyju og í heiminum öllum. Við þurfum sem þjóð svo mikið á svona stundum að halda eins og söngvakeppnin er. Njótið og kjósið besta lagið ykkar en látum ekki pólitík skemma þessa keppni okkar. Góða skemmtun, áfram Ísland ! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Eurovision Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Hvað er það sem gleður okkur á hverju ári þegar sólin fer að láta sjá sig og birtan sigrar myrkrið hægt og hljótt? Við sjáum bleikan bjarma í austri og minnkandi tungl í vestri er við ökum til vinnu að morgni. Það er svo miklu léttara að fara framúr þegar fuglasöngurinn í garðinum vekur okkur en kötturinn verður órólegur. Við fögnum komandi vori og betri tíð með útiveru og gleði. Síðan í minni bernsku hefur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verið einn af þessum vorboðum. Þau voru ekkert smá flott með axlarpúðana 1986 þegar ég var á mínum menntaskólaárunum og Gleðibankinn sló í gegn. Við vorum að fara að vinna þetta eins og ávallt. Síðan eru liðin mörg ár og margar ballöðurnar komið sem ungir sem aldnir hafa dillað sér við og sungið með lagvissir og hinir líka. Nýjar poppstjörnur hafa stigið sín fyrstu skref og skapandi tónsmíðar hljómað í eyrum okkar, sem ennþá eru elskuð af þjóðinni. Allir hafa skoðun á laginu, er það stolið eða líkt einhverju eldra lagi ? Er flytjandinn rétt klæddur og getur hann sungið þetta nógu vel ? Mun þetta virka á stóra sviðinu í Evrópu ? Við höfum komist mjög nálægt því að vinna og átt frábæra flytjendur og atriði okkar vakið athygli sem ennþá lifa að minnsta kosti með okkur Íslendingum. Við höfum líka stundum fengið ósanngjarna útreið og þurft að kyngja áliti Evrópubúa á okkar frumlega framleggi sem við töldum best. Nú er sú helgi runnnin upp þegar við veljum okkar framlag til söngvakeppninnar. Við höldum Eurovision partý og kjósum okkar bestu fulltrúa. Við kjósum það lag sem er grípandi og við dillum okkur við. Lag sem mun lifa með þjóðinni og við munum syngja með í brekkunni á Þjóðahàtíð, allir sem einn. Það er dýrmætt að finna að vorið er handan við hornið og daginn er tekinn að lengja. Þrátt fyrir ýmsar ógnvænlegar staðreyndir eins og að sjöunda gosið sé í vændum á Suðurnesjum sem enn á ný ógnar innviðum. Samningar ekki alveg undirritaðir því sumir forkólfar þar geta aldrei gengið í takt og ennþá erum við að misþyrma hryssum landsins með blóðtöku og svo mætti lengi telja. Þá höldum við söngvakeppni sem vonandi sameinar aldna sem unga. Veljum flottasta og frambærilegasta atriðið og höfum gaman. Veljum lag sem við fílum í botn og fögnum vorinu þó margt mætti vera öðruvísi á okkar eldfjalla eyju og í heiminum öllum. Við þurfum sem þjóð svo mikið á svona stundum að halda eins og söngvakeppnin er. Njótið og kjósið besta lagið ykkar en látum ekki pólitík skemma þessa keppni okkar. Góða skemmtun, áfram Ísland ! Höfundur er læknir.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar