Skoðun

Ólafur Jóhann farðu fram!

Bubbi Morthens skrifar

Ólafur Jóhann Ólafsson er ekki bara snjall rithöfundur og farsæll sem stjórnandi í heimi skemmtiiðnaðarins í Ameríku heldur hefur hann alla helstu mannkosti sem prýða má forseta Íslands: Hann er hógvær, traustur, kurteis og kemur mjög vel fyrir.

Ólafur Jóhann er gríðarvel tengdur úti í heimi eftir að hafa verið í áratugi í forustu alþjóðlegra fyrirtækja eins og Sony og Time Warner, en hér heima er hann fyrst og fremst þekktur sem einn fremsti rithöfundur þjóðarinnar.

Ólafur Jóhann er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ólafur Jóhann Sigurðsson sem líka var þekktur rithöfundur og Anna Jónsdóttir kona hans. Eiginkona Ólafs er Anna Ólafsdóttir og eiga þau þrjú börn. Þau halda heimili bæði í New York í Bandaríkjunum og í Reykjavík.

Ég tel að Ólafur Jóhann hafi alla þá kosti sem þarf til að vera forseti Íslands.

Þessi stutti pistill minn er opinber áskorun og hvatning til að hann bjóði sig fram í það embætti.

Höfundur er tónlistarmaður.




Skoðun

Skoðun

Þúsundir kusu Sönnu

Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar

Sjá meira


×