Navalní borinn til grafar Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 11:34 Starfsmenn kirkjunnar bera líkkistu Navalnís inn. AP Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima. Alexei Navalní lést í fangelsi í Síberíu fyrr í þessum mánuði. Um árabil var hann helsti andstæðingur forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Eiginkona Navalní hefur kennt Pútín um dauða hans. Greint var frá því í gær að samkomulag um fangaskipti hafi verið á lokametrunum og hann nálægt því að verða frjáls maður þegar hann lést þann 16. febrúar. Búið er að setja upp girðingar í kringum kirkjuna svo þeir sem mættir eru til að votta Navalní virðingu sína trufli ekki athöfnina. Vestrænir sendiherrar og fleiri starfsmenn sendiráðanna eru mættir ásamt fjölmörgum Rússum sem studdu Navalní í baráttu sinni. Kirkjan þar sem jarðarförin fer fram.AP Klappað var fyrir Navalní þegar kistan var borin inn í kirkjuna en það hafði tekið lengri tíma en ætlað var að ferja hana í kirkjuna. Illa gekk að finna líkbíl til að keyra með kistuna þangað. Lögreglumenn vakta svæðið í kringum kirkjuna.AP Athöfnin átti að hefjast klukkan ellefu á íslenskum tíma og kistan síðan grafin klukkan eitt. Ljóst er að þær tímasetningar munu ekki halda og ætti athöfnin að byrja rétt eftir klukkan hálf tólf. Gröf Navalnís.AP Vestrænir diplómatar mættu með blóm.AP Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56 Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37 Bjarni lét fulltrúa Rússa heyra það vegna Navalnís Forstöðumaður sendiráðs Rússlands í Reykjavík var kallaður í utanríkisráðuneytið í dag þar sem honum var gerð grein fyrir afstöðu Íslands vegna dauða Alexei Navalní. Afstaðan er einföld; Ísland fordæmir meðferð rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní, sem leiddi til andláts hans í síðustu viku. 21. febrúar 2024 17:56 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Sjá meira
Alexei Navalní lést í fangelsi í Síberíu fyrr í þessum mánuði. Um árabil var hann helsti andstæðingur forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Eiginkona Navalní hefur kennt Pútín um dauða hans. Greint var frá því í gær að samkomulag um fangaskipti hafi verið á lokametrunum og hann nálægt því að verða frjáls maður þegar hann lést þann 16. febrúar. Búið er að setja upp girðingar í kringum kirkjuna svo þeir sem mættir eru til að votta Navalní virðingu sína trufli ekki athöfnina. Vestrænir sendiherrar og fleiri starfsmenn sendiráðanna eru mættir ásamt fjölmörgum Rússum sem studdu Navalní í baráttu sinni. Kirkjan þar sem jarðarförin fer fram.AP Klappað var fyrir Navalní þegar kistan var borin inn í kirkjuna en það hafði tekið lengri tíma en ætlað var að ferja hana í kirkjuna. Illa gekk að finna líkbíl til að keyra með kistuna þangað. Lögreglumenn vakta svæðið í kringum kirkjuna.AP Athöfnin átti að hefjast klukkan ellefu á íslenskum tíma og kistan síðan grafin klukkan eitt. Ljóst er að þær tímasetningar munu ekki halda og ætti athöfnin að byrja rétt eftir klukkan hálf tólf. Gröf Navalnís.AP Vestrænir diplómatar mættu með blóm.AP
Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56 Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37 Bjarni lét fulltrúa Rússa heyra það vegna Navalnís Forstöðumaður sendiráðs Rússlands í Reykjavík var kallaður í utanríkisráðuneytið í dag þar sem honum var gerð grein fyrir afstöðu Íslands vegna dauða Alexei Navalní. Afstaðan er einföld; Ísland fordæmir meðferð rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní, sem leiddi til andláts hans í síðustu viku. 21. febrúar 2024 17:56 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Sjá meira
Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56
Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37
Bjarni lét fulltrúa Rússa heyra það vegna Navalnís Forstöðumaður sendiráðs Rússlands í Reykjavík var kallaður í utanríkisráðuneytið í dag þar sem honum var gerð grein fyrir afstöðu Íslands vegna dauða Alexei Navalní. Afstaðan er einföld; Ísland fordæmir meðferð rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní, sem leiddi til andláts hans í síðustu viku. 21. febrúar 2024 17:56