Hvað tefur kjaraviðræðurnar? Arnþór Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 08:31 Nú hafa kjaraviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Breiðfylkingarinnar staðið yfir í nokkuð marga mánuði og virðist hvorki ganga né reka. Málið er mér skylt þar sem ég er félagi í VR og að auki í framboði til stjórnar VR og hef ákveðnar skoðanir á málinu sem mér finnst rétt að viðra. Í upphafi lögðu af stað í þennan leiðangur VR, LÍV, Efling og Starfsgreinasambandið. VR og LÍV hafa dregið sig út úr Breiðfylkingunni. VR og LÍV eru með um 40 þúsund félagsmenn og er það töluvert skarð fyrir Breiðfylkinguna að missa Verslunarmenn út úr hópnum. Efling er þegar farin af stað í aðra átt, eða annan farveg en Starfsgreinasambandið, og hvort að samflotið milli Eflingar og Starfsgreinasambandsins haldi er ómögulegt um að segja. Réttast hefði verið að öll ASÍ félögin hefðu farið í samfloti, samtakamátturinn er mikið afl og vænlegast til árangurs. En það er gömul saga og ný að ASÍ félögin hafa oftar en ekki farið í kjaraviðræður í hópum eða bandalögum. Gallinn við að ASÍ félögin séu ekki öll saman er einmitt það sem er að gerast þessa dagana. SA leggurs sig fram við að kljúfa samstöðuna niður í einingar með óheiðarlegri framkomu og virðist vera að takast ætlunarverk sitt. Það var rétt ákvörðun hjá Verslunarmönnum að bakka út úr samflotinu og ástæðan fyrir því að Verslunarmenn gera það er að enn eina ferðina ætla Samtök atvinnulífsins að reyna að ganga frá samningum án þess að bera ábyrgð, launahækkanir fara hömlulaust út í verðlagið og ávinninningurinn brennur upp á verðbólgubálinu eða hverfur inn í glæpsamlegt vaxtaokur. Samninganefnd Verslunarmanna var ekki tilbúin til þess að ganga frá samningum án þess að setja hömlur á að launahækkanir sem færu beint út í verðagið. Eðlilegast hefði verið að Breiðfylkingin öll stæði saman og lýsti yfir árangurlausum samningum. Samstaðan skiptir máli. En úr því sem komið er eiga Verslunarmenn að hefja skipulagningu verkfalla og sækja verkfallsheimild til félagsmanna. Samningarnir munu dragast á langinn ef SA fær engan þrýsting eða pressu frá viðsemjendum sínum. Málþófið hjá SA mun annars halda áfram og uppákomurnar verða fleiri. SA hefur engu að tapa á því draga samningaviðræðurnar um mánuð eða einhverja mánuði í viðbót. Hvorki Verslunarmenn né Samtök atvinnurekenda vilja að hér skelli á verkfall. Það yrði engum til góðs en það er eina vopnið sem Verslunarmenn hafa til þess að þrýsta á sanngjarna samninga sem skila bættum kjörum, lægri verðbólgu og lægri vöxtum í kjölfarið. Höfundur er félagi í VR og frambjóðandi í stjórnarkjöri VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Nú hafa kjaraviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Breiðfylkingarinnar staðið yfir í nokkuð marga mánuði og virðist hvorki ganga né reka. Málið er mér skylt þar sem ég er félagi í VR og að auki í framboði til stjórnar VR og hef ákveðnar skoðanir á málinu sem mér finnst rétt að viðra. Í upphafi lögðu af stað í þennan leiðangur VR, LÍV, Efling og Starfsgreinasambandið. VR og LÍV hafa dregið sig út úr Breiðfylkingunni. VR og LÍV eru með um 40 þúsund félagsmenn og er það töluvert skarð fyrir Breiðfylkinguna að missa Verslunarmenn út úr hópnum. Efling er þegar farin af stað í aðra átt, eða annan farveg en Starfsgreinasambandið, og hvort að samflotið milli Eflingar og Starfsgreinasambandsins haldi er ómögulegt um að segja. Réttast hefði verið að öll ASÍ félögin hefðu farið í samfloti, samtakamátturinn er mikið afl og vænlegast til árangurs. En það er gömul saga og ný að ASÍ félögin hafa oftar en ekki farið í kjaraviðræður í hópum eða bandalögum. Gallinn við að ASÍ félögin séu ekki öll saman er einmitt það sem er að gerast þessa dagana. SA leggurs sig fram við að kljúfa samstöðuna niður í einingar með óheiðarlegri framkomu og virðist vera að takast ætlunarverk sitt. Það var rétt ákvörðun hjá Verslunarmönnum að bakka út úr samflotinu og ástæðan fyrir því að Verslunarmenn gera það er að enn eina ferðina ætla Samtök atvinnulífsins að reyna að ganga frá samningum án þess að bera ábyrgð, launahækkanir fara hömlulaust út í verðlagið og ávinninningurinn brennur upp á verðbólgubálinu eða hverfur inn í glæpsamlegt vaxtaokur. Samninganefnd Verslunarmanna var ekki tilbúin til þess að ganga frá samningum án þess að setja hömlur á að launahækkanir sem færu beint út í verðagið. Eðlilegast hefði verið að Breiðfylkingin öll stæði saman og lýsti yfir árangurlausum samningum. Samstaðan skiptir máli. En úr því sem komið er eiga Verslunarmenn að hefja skipulagningu verkfalla og sækja verkfallsheimild til félagsmanna. Samningarnir munu dragast á langinn ef SA fær engan þrýsting eða pressu frá viðsemjendum sínum. Málþófið hjá SA mun annars halda áfram og uppákomurnar verða fleiri. SA hefur engu að tapa á því draga samningaviðræðurnar um mánuð eða einhverja mánuði í viðbót. Hvorki Verslunarmenn né Samtök atvinnurekenda vilja að hér skelli á verkfall. Það yrði engum til góðs en það er eina vopnið sem Verslunarmenn hafa til þess að þrýsta á sanngjarna samninga sem skila bættum kjörum, lægri verðbólgu og lægri vöxtum í kjölfarið. Höfundur er félagi í VR og frambjóðandi í stjórnarkjöri VR.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar