Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. febrúar 2024 11:06 Króatía er fjórða landsliðið sem Dagur Sigurðsson þjálfar. getty/Noushad Thekkayil Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. Á blaðamannafundinum þar sem Dagur var kynntur kvaðst hann vera spenntur fyrir áskoruninni að taka við króatíska liðinu. „Aðalástæðan er að mig langaði í áskorun, ævintýri, ástríðu og það er allt í þessu starfi. Pressa líka en þetta er mikil áskorun,“ sagði Dagur sem stýrir Króötum í fyrsta sinn í forkeppni Ólympíuleikanna í Hanoover í Þýskalandi 14.-17. mars. Króatía er með Þýskalandi, Austurríki og Alsír í riðli. Tvö liðanna komast á Ólympíuleikana í París. „Liðið er mjög gott en hefur vantað að taka síðasta skrefið til að komast í undanúrslit á síðustu mótum. Næstu tvær vikur þurfum við að gera allt til að vera tilbúnir fyrir Hannover. Ég hef fylgst með Króatíu sem er með góða blöndu af ungum og reyndum leikmönnum og við þurfum að finna jafnvægi í liðinu. Við eigum mikið verk fyrir höndum. Núna þarf ég að skoða leikmennina með sínum félagsliðum og kynnast liðinu.“ Nöfnin ekki mikilvæg Dagur vildi lítið ræða hvaða leikmenn hann myndi velja í sinn fyrsta landsliðshóp. „Ég vil ekki tala um nöfn. Við erum með þessa sem eru á blaði. Allir eiga möguleika og mér finnst við vera með gott lið. Eldri leikmennirnir eru spenntir fyrir Ólympíuleikunum og HM í Króatíu á næsta ári. Við töluðum ekki mikið um framtíðina, það sem er mikilvægast eru næstu 2-3 vikur. París er draumurinn og það eina sem skiptir máli núna,“ sagði Dagur sem tilkynnir hópinn fyrir forkeppni Ólympíuleikanna í byrjun næstu viku. „Við förum til Hannover með tuttugu leikmenn. Króatía er með marga hæfileikaríka leikmenn. Að sjálfsögðu viljum við bestu leikmennina en í þessum leikjum sem bíða okkar eru nöfnin ekki mikilvæg. Bara strákar sem eru tilbúnir að berjast.“ Á pari við Ísland Dagur segir að króatíska liðið standi bestu liðum heims svolítið að baki. „Ég er með hugmynd um hvernig Króatía mun spila. Síðustu ár höfum við verið á eftir Svíþjóð, Frakklandi og Danmörku og við þurfum að ná í skottið á þeim. Við erum á pari við Ísland og Noregi myndi ég segja,“ sagði Dagur. Aðstoðarmaður hans með króatíska liðið verður Denis Spoljaric sem lék undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin. Spoljaric varð bæði heims- og Ólympíumeistari með Króötum í upphafi aldarinnar. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Sjá meira
Á blaðamannafundinum þar sem Dagur var kynntur kvaðst hann vera spenntur fyrir áskoruninni að taka við króatíska liðinu. „Aðalástæðan er að mig langaði í áskorun, ævintýri, ástríðu og það er allt í þessu starfi. Pressa líka en þetta er mikil áskorun,“ sagði Dagur sem stýrir Króötum í fyrsta sinn í forkeppni Ólympíuleikanna í Hanoover í Þýskalandi 14.-17. mars. Króatía er með Þýskalandi, Austurríki og Alsír í riðli. Tvö liðanna komast á Ólympíuleikana í París. „Liðið er mjög gott en hefur vantað að taka síðasta skrefið til að komast í undanúrslit á síðustu mótum. Næstu tvær vikur þurfum við að gera allt til að vera tilbúnir fyrir Hannover. Ég hef fylgst með Króatíu sem er með góða blöndu af ungum og reyndum leikmönnum og við þurfum að finna jafnvægi í liðinu. Við eigum mikið verk fyrir höndum. Núna þarf ég að skoða leikmennina með sínum félagsliðum og kynnast liðinu.“ Nöfnin ekki mikilvæg Dagur vildi lítið ræða hvaða leikmenn hann myndi velja í sinn fyrsta landsliðshóp. „Ég vil ekki tala um nöfn. Við erum með þessa sem eru á blaði. Allir eiga möguleika og mér finnst við vera með gott lið. Eldri leikmennirnir eru spenntir fyrir Ólympíuleikunum og HM í Króatíu á næsta ári. Við töluðum ekki mikið um framtíðina, það sem er mikilvægast eru næstu 2-3 vikur. París er draumurinn og það eina sem skiptir máli núna,“ sagði Dagur sem tilkynnir hópinn fyrir forkeppni Ólympíuleikanna í byrjun næstu viku. „Við förum til Hannover með tuttugu leikmenn. Króatía er með marga hæfileikaríka leikmenn. Að sjálfsögðu viljum við bestu leikmennina en í þessum leikjum sem bíða okkar eru nöfnin ekki mikilvæg. Bara strákar sem eru tilbúnir að berjast.“ Á pari við Ísland Dagur segir að króatíska liðið standi bestu liðum heims svolítið að baki. „Ég er með hugmynd um hvernig Króatía mun spila. Síðustu ár höfum við verið á eftir Svíþjóð, Frakklandi og Danmörku og við þurfum að ná í skottið á þeim. Við erum á pari við Ísland og Noregi myndi ég segja,“ sagði Dagur. Aðstoðarmaður hans með króatíska liðið verður Denis Spoljaric sem lék undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin. Spoljaric varð bæði heims- og Ólympíumeistari með Króötum í upphafi aldarinnar.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Sjá meira