„Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2024 21:52 Sara Sif skilaði góðu dagsverki þrátt fyrir stórt tap íslenska liðsins. Vísir/Hulda Margrét Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands. Íslenska liðið mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í kvöld, en Sara segir lokatölur ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Við vorum að gera of mikið af klaufamistökum í lokin og þetta sýnir ekki alveg hvernig við vorum í leiknum. Mér fannst við alveg standa í þeim stærstan hluta leiksins, en fórum að gera klaufaleg mistök í lokin sem við hefðum mátt sleppa,“ sagði Sara í viðtali við Vísi í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leik kvöldsins vel og náði tveggja marka forskoti í tvígang á upphafsmínútunum. Svíar voru þó ekki lengi að finna lausnir á íslenska sóknarleiknum og eftir það varð róðurinn þungur. „Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum og þær eru ótrúlega góðar og vel drillaðar. Þannig að þegar við förum að gera okkar mistök þá refsa þær bara um leið.“ Sara kom inn af varamannabekknum þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður, en Elín Jóna Þorsteinsdóttir fann ekki sitt rétta form í dag. Sara átti góða innkomu og var með bestu leikmönnum íslenska liðsins í kvöld. „Ég er bara mjög sátt með sjálfa mig. Þetta var mikið af dauðafærum sem ég var að klukka og ég er bara sátt með minn leik. Það er líka bara geggjað að hafa Elínu á bekknum því við styðjum báðar við hvora aðra og það er mjög góð samvinna á milli okkar.“ Íslenska liðið mætir Svíum strax aftur næsta laugardag og Sara segir liðið geta tekið ýmislegt með sér úr leik kvöldsins. „Ég tek bara sjálfstraustið. En sem lið þurfum við bara að vanda okkur aðeins meira. Reyna að sleppa við þessi klaufamistök og þá erum við alveg í þeim. Þá ná þær ekki að refsa og þá fá þær ekki þessi auðveldu mörk,“ sagði Sara að lokum. Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 24-37 | Svíar stungu af í seinni hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37. 28. febrúar 2024 21:22 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Íslenska liðið mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í kvöld, en Sara segir lokatölur ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Við vorum að gera of mikið af klaufamistökum í lokin og þetta sýnir ekki alveg hvernig við vorum í leiknum. Mér fannst við alveg standa í þeim stærstan hluta leiksins, en fórum að gera klaufaleg mistök í lokin sem við hefðum mátt sleppa,“ sagði Sara í viðtali við Vísi í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leik kvöldsins vel og náði tveggja marka forskoti í tvígang á upphafsmínútunum. Svíar voru þó ekki lengi að finna lausnir á íslenska sóknarleiknum og eftir það varð róðurinn þungur. „Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum og þær eru ótrúlega góðar og vel drillaðar. Þannig að þegar við förum að gera okkar mistök þá refsa þær bara um leið.“ Sara kom inn af varamannabekknum þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður, en Elín Jóna Þorsteinsdóttir fann ekki sitt rétta form í dag. Sara átti góða innkomu og var með bestu leikmönnum íslenska liðsins í kvöld. „Ég er bara mjög sátt með sjálfa mig. Þetta var mikið af dauðafærum sem ég var að klukka og ég er bara sátt með minn leik. Það er líka bara geggjað að hafa Elínu á bekknum því við styðjum báðar við hvora aðra og það er mjög góð samvinna á milli okkar.“ Íslenska liðið mætir Svíum strax aftur næsta laugardag og Sara segir liðið geta tekið ýmislegt með sér úr leik kvöldsins. „Ég tek bara sjálfstraustið. En sem lið þurfum við bara að vanda okkur aðeins meira. Reyna að sleppa við þessi klaufamistök og þá erum við alveg í þeim. Þá ná þær ekki að refsa og þá fá þær ekki þessi auðveldu mörk,“ sagði Sara að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 24-37 | Svíar stungu af í seinni hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37. 28. febrúar 2024 21:22 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
„Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 24-37 | Svíar stungu af í seinni hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37. 28. febrúar 2024 21:22